Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 19

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 19
fræðimenntað starfsfólk á barnageðdeild eina fólkið, sem ræður við þessi erfiðu, hegðunartrufluðu börn. En inni á sjúkra- húsdeildinni ná börnin ekki að tengjast neinum traustum, varanlegum böndum, hvorki fullorðnum né börnum. Starfsfólk- ið kemur og fer, er á síbreytilegum vökt- um og ný og ný börn eru lögð inn til skammrar dvalar. Börnin verða vegalaus- ari og tengslatruflanir þær sem voru fyrir geta orðið enn fastari hluti af persónu- byggingu þeirra, ef þau dvelja í slíku af- brigðilegu umhverfi lengur en í nokkra mánuði. Félagsmálastofnanir eru á þessu stigi venjulega búnar að gera tilraunir til að vista börnin í fóstri. Stundum hefur verið búið að draga þá ályktun að fóstur sé ekki rétta úrræðið, en ekki verið kostur á öðru. Hegðunartruflanir barnanna og flókinn persónuleiki þeirra er ofvaxinn skilningi og getu venjulegs fólks, ekki síst ef ófull- nægjandi aðstoð fagmanna bætist við, eins og oft gerist eftir að börn eru komin í fóstur. Ófullnægjandi fóstrun, sem endar í uppgjöf er ósigur, sem bætir alvarlegu áf- alli við öfugþróun barnanna. Þau sannfær- ast þá kannski endanlega um það, að þau séu ómöguleg, verst allra, engum til án- ægju í veröldinni og vonlaust að neinn geti þolað þau, hvað þá að nokkrum geti þótt vænt um þau. Hvað er þá til ráða? Eru engar ráðstaf- anir til sem geta gert vegalausu börnunum mögulegt að komast áfram inn í venjulegt mannlíf? Er fagfólkið komið í þrot? Nei. Fagfólkið er ekki komið í þrot. Samfélagið er komið í þrot. Fagmennirn- ir, geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjaf- ar, kennarar og uppeldisfræðingar hafa lengi verið að benda á hvað gera þurfi. Meðferðarheimili er lausnin, ekki eitt, heldur nokkur lítil sérhæfð heimili. Sum börnin verða að fá þar samastað til lang- frama, allt til fullorðinsára, en önnur ná sér það vel á strik eftir dvöl á slíku heimili í eitt til tvö ár, að þau geta snúið aftur til foreldra eða farið í langtímafóstur. Hvað er meðferðarheimili? Það er lítil heimiliseining, sem rekin er af sérlærðu fólki fyrir 3 til 6 börn. Meðferðarheimili líkjast á flestan hátt venjulegu tryggu og öruggu heimili. En það krefst ríkulegrar fagmennsku og reynslu frá forstöðufólk- inu að gera heimilið að uppbyggilegum Barnaheill hafa gert úrbætur í vanda vegalausra barna að einu af höfuðviðfangsefnum starfsemi sinnar. Vonandi tekst fljótlega að fá valdhafa til að stefna í þá átt sem fagmennirnir eru að vísa. anna þurfa að vera með þeim hætti að möguleiki sé á að njóta þeirra kosta sem borgin býður upp á eins fljótt og börnin eru fær um að notfæra sér þá. Oftast eru þau rekin af sálfræði- eða uppeldisfræði- menntuðum hjónum í tengslum við þeirra eigin heimili, með ríkulegri aðstoð mennt- aðs aðstoðarfólks. Aldrei má gleyma þeirri staðreynd, að meðferðarheimili er dýrt úrræði. Ef of mikið er sparað, er hætt við að í stað með- ferðar komi geymsla, sem ekki leiðir til annars en að gera vegalausu börnin að vegalausu fullorðnu fólki. íslenskt samfélag er að mínu áliti næmt á eigin vankanta. Oftast er það svo að samvinna einkaaðila og opinberra aðila fyllir upp í þau skörð sem vakin er athygli á að fyrirfinnist í samfélaginu. Fagfólki, sem veit af vanköntunum ber skylda til að vekja athygli á þeim. Barnaheill hafa gert úrbætur í vanda vegalausra barna að einu af höfuðviðfangsefnum starfsemi sinnar. Vonandi tekst fljótlega að fá valdhafa til að stefna í þá átt sem fagmennirnir eru að vísa. Eins og hér hefur komið fram, eiga vegalausu börnin gjarnan foreldra sem hafa búið við afleitar aðstæður í upp- vexti sínum. Foreldrarnir voru kannski „vegalausir" sjálfir. Ef ekki verður að gert eru allar líkur á að næsta kynslóð verði vegalaus líka, —að börn barnanna, sem við erum nú að vekja athygli á verði vega- laus — tilfmningalega eða siðferðislega trufluð. Með réttum ráðstöfunum má brjóta þessa örlagakeðju. 0 0 Feimið barn. griðastað í lífi vegalausu barnanna þrátt fyrir hegðunartruflanir þeirra og van- traust á fólki. Löng hefð og reynsla er fyrir hendi um rekstur meðferðarheimila í nágrannalöndum okkar og á Islandi hafa verið rekin tvö meðferðarheimili um ára- bil, eitt fyrir börn og annað fyrir unglinga. Þessi íslensku heimili hafa að ýmissa áliti aldrei fengið nægilega möguleika vegna naumra fjárveitinga og ófullnægjandi að- stæðna til að taka við sjúkustu einstak- lingunum. En rekstur þeirra hefur gefið dýrmæta reynslu, sem kemur til góða þegar frambúðarlausn kemst í sjónmál. Meðferðarheimili eru gjarnan staðsett í útjöðrum borga, nægilega stutt frá barna- geðdeild og öðrum sérhæfðum úrræðum til að börnin geti haldið áfram meðferð einu sinni til tvisvar í viku. Þau þurfa einnig að hafa möguleika á að halda reglu- bundnum tengslum við kynfjölskyldu sína. Stutt þarf einnig að vera í sérhæfð skólaúrræði. Aðstæður meðferðarheimil- ÞJÓÐLÍF 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.