Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 25
Ungir Danir þreyttir á að hafa öryggið á oddinum Smokkar eru ákaflega þreytandi og vandmeðfarin fyrirbæri og þegar ungir Danir hafa notið unaðssemda ástarlífs- ins með sama aðila nokkrum sinnum fá smokkarnir leyfi til að liggja óhreyfðir í pakkanum á náttborðinu. Þetta er m.a. niðurstaða könnunar sem gerð var á kyn- lífsvenjum ungra Kaupmannahafnarbúa á aldrinum 13 - 20 ára. Það eru aðallega hinar reyndari úr hópi stelpnanna sem eru lítt hrifnar af smokk- um. Þriðjungur þeirra eru það óánægðar með gúmmíflík elskhuga síns að þær kjósa aðeins að fyrirbærið sé notað endrum og eins. Þrátt fyrir að helmingur unga fólks- ins hafi góða reynslu af smokkum eru þeir látnir liggja í friði eftir nokkrar bólfarir. Þekking og skynsemi eru látin víkja fyrir girnd og áköfum tilfinningum. Um helmingur ungmennanna sem þátt tóku í könnunni höfðu öðlast sína fyrstu kynlífsreynslu áður en þau urðu 16 ára. Það eru piltarnir sem eru duglegri að þreifa fyrir sér í upphafi, en um 16 ára snýst myndin við og stúlkurnar verða mun virkari kynlífsneytendur en piltarnir. Smokkar eru ennþá algengasta getnarð- arvörnin við fyrstu samfarirnar, en stór hópur kýs þó að hafa að engu aðvaranir gegn AIDS og öðrum kynsjúkdómum og notar p-pillur. Um fjórðungur ungmenn- anna hóf sinn kynlífsferil án þess að hafa getnaðarvarnir. (bj.þ/danmörku) Snyrlivörur fegra ekki augu allra Framkvæmdastjórn EB lagði nýlega fram tillögur um breytingar á þeim regl- um sem gilda um framleiðslu á snyrtivör- um. Nýju tillögurnar hafa mætt mikilli andstöðu dýraverndunarsamtaka í aðild- arlöndum bandalagsins. Astæðan fyrir því að dýraverndunarsamtök blanda sér í hvað gerist í snyrtivörubransanum er að þúsundir dýra þjást og deyja árlega á tilraunastofum snyrtivöruframleiðenda. ýraverndunarsamtök í Dan- mörku hafa hafið áróðurs- og upplýsingarherferð með það að markmiði að sveipa hulunni af því sem gerist á til- raunastofum snyrtivöruframleiðendanna og fá almenning til að mótmæla notkun dýra við prófanir á snyrtivörum. Það eru aðallega við prófanir á ýmsum aukaverk- unum snyrtivaranna, s.s. ofnæmi og út- brotum, sem dýrin eru notuð. Þau efni sem eru prófuð er dreypt í augun á kanín- um, nuddað inn í húðina á hömstrum og neytt ofan í rottur og hunda. Og áhrifin eru óhugnanleg: bólgin augu, þurr og rifin húð, uppköst, blæðingar og dauði. Margir snyrtivöruframleiðendur hafa kosið að hætta að nota dýr við prófanirnar og valið að nota frumur sem hafa verið ræktaðar á tilraunastofum, manneskjur sem taka þátt í prófununum af fúsum og frjálsum vilja eða einfaldlega notað þekkt og viðurkennd efni. Þær tillögur sem framkvæmdastjórn EB hefur lagt fram um aukið öryggiseftir- lit á innihaldi snyrtivara munu hafa þau áhrif að enn fleiri dýr þurfa að þjást og láta lífið á tilraunastofunum. Dýraverndunar- samtök í öllum löndum EB hafa hafið undirskriftasöfnun gegn notkun dýra við prófun á snyrtivörum sem leggja á fyrir Evrópuþingið seinna á árinu. Markmiðið er minnst 2 milljónir undirskrifta. Eins og Islendingum er vel kunnugt geta dýra- verndunarsamtök haft gífurleg áhrif með áróðursherferðum sínum og því ekki ósennilegt að í framtíðinni fækki þeim dýrum sem enda líf sitt í snyrtivöruverk- smiðju. (bj.þ./Danmörku). Ertu á leiðinni utan? VETRARTILBOÐ HOTELIÐ VIÐ FLUGVÖLLINN 42 þægileg herbergi, fyrsta flokks veitingastaður og bar. Aðeins fimm mínútna akstur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjá okkur fá ferðamenn fyrsta flokks þjónustu. - Alltaf. Flug hótelið í Keflavík er hótelið við flugvöllinn. Vel búin herbergi og svítur. Veitingasalur, bar og rástefnusalur. Bílageymsla í kjallara akstur til og frá Flugstöðinni. VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR HAFNARGATA 57, 230 KEFLAVlK SIMI 92-15222, FAX 92-15223 ÞJÓÐLÍF 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.