Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 31
HEILBRIGÐI
Hjálp víd að hætta að reykja
Nálastungumeðferðin getur í vissum til-
> fellum aðstoðað reykingamenn sem
reyna að hætta að reykja.
Helstu fráhvarfseinkenni stórreykinga-
> manna eru deyfð með nálastunguaðferð-
inni. Líkamsmorfínin hafa auk verkja-
stillandi áhrifa einnig veruleg slökunar-
áhrif. Fráhvarfseinkennin eru að stórum
hluta streituóþægindi, og því getur nála-
stungan unnið gegn þeim. Nálarnar hafa
eingöngu áhrif á fráhvarfseinkennin.
Meðferðin er veitt á meðan þau eru mest,
þ.e. fyrstu tvær eða þrjár vikurnar; oftast
ekki í meira en þrjú skipti.
Ljós
°9
myrkur
Þekkt hugtök í kínverskri heimspeki
fjalla um það sem Kínverjar kalla Yin og
Yang eigindir líkamans. Yang er bjarta
hliðin, sólskinshluti hæðar eða norður-
bakki ár. Yin er skuggahluti hæðar eða
suðurbakki ár. Yin og Yang eru eigindir
sem allir hlutar líkamans ráða yfir. Sum
líffæri ráða yfir fleiri Yin og aðrir fleiri
Yang eigindum. Hvorttveggja er þó
alltaf til staðar samtímis.
Yang eigindin liggur niður á við frá
handleggjum niður í fætur. Hún liggur
einnig eftir höfðinu. Yang eigindin liggur
alveg eins eftir öllum líkamanum en upp á
við, frá fótum til handleggja með viðkomu
í höfðinu.
Yin
kona
kalt
himinn
líf
Yang
karlmaður
heitt
jörð
dauði
Kínverjar tala einnig um orkubrautir í
líkamanum sem skerast á Yin og Yang
líkamans. „Chi“ er kínverskt tákn fyrir
lífsorkuna sem flæðir eftir öllum brautum
líkamans. Hún viðheldur stöðugleika,
veldur breytingum og hitar líkamann.
Þegar sjúkdómar skjóta upp kollinum hef-
ur orkustreymið farið úr skorðum. Með
því að stinga á rétta punkta líkamans er
jafnvægi komið á aftur.
Reykingar eru einn helsti óvinur heilbrigðis.
Menn geta ekki litið framhjá þeirri
staðreynd, hvort sem þeir vilja eða ekki.
ÞJÓÐLÍF 31