Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 34

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 34
MATURINN ER BESTA LYFID HaUgrímur Þorsteinn Magnússon lœknir telur að heilbrigðir lifnaðarhættir og meiri skilningur á tilgangi lífsins geri gæfumuninn. „Ef skaparinn hefði talið uppskurði nauðsynlega hefði hann sett á okkur rennilás“ Hallgrímur Magnússon er sérfræðingur í svæfingum og deyfingum. Hann starf- rækir einkastofu í húsi sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi. Þar stundar hann nála- stungulækningar, deyfingar í taugar og punkta ásamt lasermeðferð við verkjum. að má segja að áhugi fólks fyrir óhefð- bundnum lækningum hafi færst í vöxt. Þessi bylgja byggist á þeirri skoðun að við séum sjálf ábyrg fyrir líðan okkar. Hallgrímur stundar deyfingalækningar sem kallast „neuralterapia". Þær byggjast á deyfingum í taugar og punkta. Þá er deyfilyfi sprautað í marga sömu punkta sem nálunum er stungið í. „Læknar á Vesturlöndum nota nála- stungur fyrst og fremst til að lækna verki í stoðkerfi. Við höfum ekki alveg samþykkt hvernig þessar brautir Kínverjanna liggja í líkamanum. Við höfum ekki heldur sam- þykkt Yin og Yang kenninguna. Nálastungulækningar og heimspeki Kínverja eru mjög flókin fyrirbæri sem við eigum erfitt með að samþykkja miðað við okkar læknismenntun. Þeir sem kynna sér hins vegar þessa speki sjá fljót- lega að hún á mikinn rétt á sér.“ „Ef fullkomin lækning á að nást þarf miklu meira til heldur en nálastungur ein- ar og sér. Læknar eru farnir að huga meira að innri orku líkamans sem tengist mjög ýmsum sjúkdómum. Þannig má segja að kínverska hugsunin í sambandi við nála- stungulækningar höfði í vaxandi mæli til okkar.“ Að sögn Hallgríms er ekki beint hægt að segja að nálastungur séu „kokkabókar- EVA MAGNÚSDÓTTIR læknisfræði“. Læknirinn myndar sér ákveðnar skoðanir á því hvaða punkta og hvaða brautir ber að nota hjá hverjum og einum. í mörgum tilvikum er hægt að nota sömu punktana en þó tveir einstak- lingar hafi svipaðan verk þá liggur orsök hans oft á mismunandi svæðum. Það er því ekki alltaf hægt að nota sömu punkt- ana. Margir læknar halda því fram að verkir stafi af of litlu blóðflæði að veika svæðinu miðað við þarfir þess. „Verkur í hjartastað kemur ef of lítið súr- efni streymir til hjartans. Verkir sem kon- ur fá þegar þær fæða börn stafar af því að legið dregur sig saman og lokar þar með fyrir allar æðar til legsins. Þá verður skort- ur á súrefni þar,“ segir Hallgrímur. „Blóðflæðið eykst við það að sprautað er í ákveðna punkta eða deyfðar taugar. Ósjálfráða taugakerfið dofnar og við það flyst meira súrefni í vefina. Þó að deyfing- in vari aðeins í 10-15 mínútur þá er líkam- inn ekki í sama ástandi eftir deyfmguna. Breytingar sem komið hefur verið af stað hverfa ekki samdægurs. Ástandi viðkom- andi vefs hefur verið breytt. Nálastungan hefur áhrif á taugaboð frá heilanum. Eftir deyfingu eða nálastungu eru ekki sömu neikvæðu skilaboð send til líkamans." Á stofu Hallgríms er einnig verið að fást við lasertækni. Það er verkjameðferð sem í stórum dráttum er notuð á svipaðan hátt 34 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.