Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 42

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 42
MENNING bergi og hann og þvoðu af honum serkina sem hann klæðist. Ég ályktaði sem svo að ef svik væru í tafli hlyti einhver að hafa orðið einhvers var á öllum þessum tíma. Sai Baba fer sjaldan frá heimaþorpi sínu og til þess að geta gefið frá sér þennan fjölda af skartgripum hlaut hann að hafa einhverja samstarfsmenn. Ég lagði mikla áherslu á að ná tali af þeim sem voru með honum á hans yngri árum þegar samskipti hans við fylgjendur sína voru nánari en nú er og sérstaklega við þá sem gagnrýna hann. Þetta tókst vel og ég held ég megi segja að ég hafi talað við langflesta af þeim sem mest hafa umgeng- ist Sai Baba í gegnum árin. Þeir báru allir sömu söguna: Enginn taldi sig hafa komist að raun um að nokkur svik væru í tafli, ekki einu sinni þeir sem höfðu yfirgefið Sai Baba í reiði af ýmsum ástæðum. Öllum bar saman um að Sai Baba byggi yfir ókunnum gáfum. Meðal þeirra sem ég talaði við var rektor Bangalore-háskóla en hann er sérlega gagnrýninn maður. Hann stofnaði á sín- um tíma nefnd sem nefnd var Krafta- verkanefndin og átti að fletta ofan af ir™ svindlurum. Nefndin óskaði eftir sam- starfi við Sai Baba en hann svaraði aldrei þeirri beiðni. Þá var tekið til bragðs að birta bréf nefndarinnar til hans í helstu dagblöðum Indlands en það bar þann ár- angur að nefndin fékk hundruð bréfa frá almenningi sem hafði haft kynni af Sai Baba. Sjálfurlét hann ekkert frá sér heyra. Spurningin sem leitað var svars við var fyrst og fremst sú hvort Sai Baba beitti töfrabrögðum við kraftaverkin, þ.e. hristi hlutina fram úr erminni eða fæli þá í hári sér eða í fötum. Á fjölda myndbanda sem ég tók af honum gat ég útilokað kenning- una um hárið því að hann fer afar sjaldan með hendurnar að hárinu. Hann gengur alltaf í sams konar fötum, eins konar serk úr þunnu efni sem fellur beint niður lík- amann og leggst ekki í fellingar. Á þeim eru engir sjáanlegir vasar. Ég talaði m.a. við fólk sem hann hafði gist hjá og að beiðni hans þvegið serkinn. Það hafði skoðað klæðin vandlega og ekki fundið nein merki um leynilega vasa. Ég komst einnig í kynni við töframann sem er mjög þekktur og hefur fengið verð- laun fyrir afbragðs töfrabrögð frá alþjóða- Kosningaskýrslur 1874-1987 Ómissandi rit í komandi alþingiskosningum ✓ Hagstofa Islands hefur gefið út allar skýrslur sem gerðar hafa verið um kosningar til alþingis og sveitarstjórna, forsetakjör og þjóðarakvæða- greiðslur á þessu tímabili. Skýrslurar eru ljósprentaðar og innbundnar með gyllingu í tveimur bindum Verð aðeins kr. 3.855.- Kosningaskýrslur 1874-1987 eru til sölu í afgreiðslu Hagstofunnar að Skuggasundi 3. Hægt er að panta skýrslurnar í síma 91-609866 eða um bréfsíma 91-623312. 42 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.