Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 43

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 43
„Þetta er rudraksha," sagði Sai Baba um Ieið og hann sveiflaði höndinni og rétti Erlendi þennan fagra grip úr sluragulli. Steinninn ofan á gullskildinum er ekta rúbín. sambandi töframanna. Sá maður hafði haft afskipti af Sai Baba í þeim tilgangi að fletta ofan af honum og ég innti hann eftir árangrinum. Hann sagðist mjög fljótlega hafa orðið þess fullviss að ekki væri um töfrabrögð að ræða. Seinna fékk ég sjálfur inngöngu í al- þjóðasamtök töframanna, þó að engan telji ég mig töframanninn. Karlis Osis ræddi athuganir okkar við bandaríska töframanninn fræga Douglas Henning og sýndi honum myndbönd af Sai Baba. Hann kvaðst geta leikið nær öll krafta- verkin eftir ef hann fengi að undirbúa sig en sum voru honum hulin ráðgáta. Kynni mín af töframönnum færðu mig ekki nær lausninni á gátunni um Sai Baba þótt ég yrði margs fróðari um möguleika til blekkinga. Mér tókst ekki að færa sönnur á að fyrir- bærin væru blekkingar. Ég tek hins vegar skýrt fram að ég sannaði ekki heldur að þau væru raunsönn þar sem ég fékk Sai Baba ekki til að taka þátt í tilraunum. En ekki er ósennilegt að Sai Baba búi yfir hæfileikum sem ekki verða útskýrðir með eðlilegum hætti.“ rlendur Haraldsson hefur, sem fyrr segir, sérstakan áhuga á fyrirbærum sem lúta að hinu dulræna og í lokin spurði ég hann því um svonefnda nýaldarbylgju sem tröllriðið hefur landanum síðustu misseri. „Mér sýnist að með þessari nafn- gift, „nýöld“, sé verið að setja í eina heild mjög ólíkar hreyfingar gamalkunnugra trúarbragða, dæmalausra hindurvitna og allt þar á milli,“ svaraði hann. „Fæst af þessu er nokkuð nýtt. Það eina nýja er líklega hreyfmg sem nefna má nýspírit- isma og er upprunnin í Bandaríkjunum. Angi af þessu eru svokölluð Michaelfræði. Þessi boðskapur kemur frá fólki sem að eigin sögn skrifar og talar ósjálfrátt. í gegnum það eiga að koma persónuleikar frá löngu liðnum tímum með trúarlegan boðskap. Margir þessir nýju „miðlar“ hafa skrifað bækur sem sumar hafa fengið töluverða útbreiðslu. Þetta eru eins konar opinberunarbókmenntir og þetta fólk tal- ar á ensku um að það sé „channels“, eða leiðarar, fyrir umræddar verur með trúar- legan boðskap, svo sem Michael, Seth og Ramþa. Þessi fyrirbæri er hins vegar eng- in leið að rannsaka á raunhæfan hátt frem- ur en aðrar staðhæfmgar um trúarleg efni. Það er enginn vafi á því að ýmislegt af því sem flokkað er undir nýöldina er notað til þess að hafa fé út úr fólki og auka með því trúgirni. En við verðum að minnast þess að það ríkir trúfrelsi í landinu og ekki getum við bannað fólki að iðka trúar- brögð. Sjálfur lít ég svo á að á grundvelli ýmissa tilrauna sem ég hef gert geti menn á stund- um fengið einhverja vitneskju frá um- hverfi sínu án þess að hún komi eftir þekktum leiðum. Hins vegar er þessi vitn- eskja ákaflega lítil og óstöðug. En því verður að bæta við að þótt liðin sé heil öld síðan menn hófu að rannsaka þessi fyrir- bæri þá deila vísindamenn enn um það hvort tekist hafi að færa sterkar líkur fyrir tilveru nokkurra dulrænna fyrirbæra.“ Þegar Erlendur er spurður um eigin trú, til dæmis hvað varðar kenningar um endurholdgun, svarar hann: „Trú er trú og verður aldrei neitt annað. Spurningin snýst um það hvort við finnum einhverjar sönnur þess að einhver dulræn fyrirbæri séu til, þ.e. finnum við traustar vísbend- ingar um að dulræn fyrirbæri gerist í reynd. Þær kannanir sem ég hef fram- kvæmt segja ekki til um það. Leiðin til þess að fá trausta vitneskju um dulræn fyrirbæri eru tilraunir og árangur þeirra hefur verið misjafn. Sumar þeirra hafa þó sýnt að þar kunni að vera um raunsönn fyrirbæri að ræða. í vísindum er aðeins rætt um sannanir á afstæðan hátt. Hér er fjallað um hverjar líkur séu til þess að einhver fyrirbæri séu raunsönn. Svar vís- indamanns sem kannar hið dulræna verð- ur alltaf háð mati á líkindum.“ ( ÞJÓÐLÍF 43

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.