Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 44

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 44
HLJOMPLÖTUR UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Tcmita Tikaram: Everybody’s Angel Einstök Alveg er með ólíkindum hvað þessi stúlka (sem er ekki ættuð frá Grænlandi eins og sumir halda, heldur frá Fiji-eyjum og Þýskalandi, og er búsett á Englandi) hefur gert það gott á undanförnum þremur og hálfu ári. 18 ára gömul gaf hún út stórkostlega plötu, „Ancient Heart“ og hefur sú skífa þegar selst í tæplega fjórum milljón- um eintaka. „The Sweet Keepei“ kom út í febrúar á síðasta ári og kemst ekki með tærnar þar sem A.H. hefur hælana. Fröken Tanita lætur þó ekki deigan síga, nú er komin út þriðja platan hennar, „Everybody’s Angel. Það er einhvernveginn ekki rétt að bera þessa plötu saman og Ijúf viðA.H.Ená plötunni vinnur svotil sama fólkið með Tanitu og hefur gert. Tanita er á svip- uðum nótum og fyrr, syngur ljúfar melódíur með engillíkri röddu, melódíur sem eru oft undir áhrifum frá alþýðu og þjóðlagatónlist, t.d. lagið „Swear by Me“, þar sem 16 hljóðfæraleikarar koma við sögu. Alls eru 14 lög á plötunni og öll í þessum einstaka, ljúfa og persónulega stíl sem Tanita Tikaram hefur skapað sér. I raun er stúlkan einstök, ekki orðin 21 árs gömul og hefur náð svo langt án þess þó að spillast af frægðinni. Vonandi heldur hún dampi. The Charlatans: Some friendly Hammond, ekki Albert EinsogÞorsteinnJ. segiríÚt- varpinu; „Þetta líf, þetta líf‘, þá segi ég; „Þetta orgel, þetta orgel“. Hammond orgelið var einn af þeim þáttum sem sköp- uðu hippamenninguna á sín- um tíma. Hvað hefðu hipparn- ir orðið án þessa hljóðfæris? Það þyrfti að gera vísindalega úttekt á því. Breska hljómsveitin „ The Charlatans“, sem er skipuð fimm ungum piltum, og kem- ur frá Manchester-svæðinu, er svo til mynduð í kring um Hammond orgelið sem Rob Collins keypti fyrir slikk fyrir nokkrum árum. Fyrir tæpum tveimur árum gekk hann til liðs við hljómsveitina og nú hefur platan „Some Friend- ly“, þeirra fyrsta, litið dagsins ljós. Hún rauk beint í fyrsta sæti óháða listans, seldist í 100.000 eintökum á tveimur dögum. Tónlist hljómsveitarinnar er það sem ég kýs að kalla „Ham- mond-marinerað danspopp“ því orgelið er aðalhljóðfærið. Varðandi lagasmíðarnar eru þær margar hverjar ágætar, t.d „ You ’re not very welT, „Polar Bear“ og „FloweC, en þeir hefðu mátt vera gagnrýnni á útsetningarnar sem á stundum eru langdregnar. Samt er óhætt að fullyrða að hljóm- sveitin er að gera spennandi hluti, þrátt fyrir að nokkur byrjendabragur sé á þessari skífu. Jesus Jones: Doubt Jésús Jónsson Frá Englandi (eins og margt annað í popptónlist) kemur þessi kvintett, „Jesus Jones“. Formaður hans er Mike nokk- ur Edwards. Þetta er fyrsta verk hljómsveitarinnar og hljómar bara skrambi vel að mestu leyti. Þetta er einskonar bræðingur af poppi, rokki, danstónlist, sýrurokki og jafn- vel örlar á pönki einhversstað- ar á bakvið. Söngvarinn, (Mi- ke, býst ég við) er með hrjúfa, kraftmikla og góða rödd sem passar við bræðinginn þannig að heildarmyndin skemmist ekki. Þó maður hrópi nú ekki „Jesús minn!!“ af gleði yfir plötunni í heild sinni gerist það næstum því í lögum eins og „Trust me“, „International bright young thing’, „Welcome back Victoria“ og „Real, real, reaT. Mér finnst frumburður Jés- úsar Jónssonar lofa góðu og verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi árum. 44 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.