Þjóðlíf - 01.03.1991, Síða 47

Þjóðlíf - 01.03.1991, Síða 47
nýlegri úttekt minni er þessu þveröfugt farið. íslenskir rétthafar (útgefendur) myndbanda hafa dreift töluverðu af ástr- ölskum kvikmyndum, þar á meðal mynd- um sem teljast í þyngri kantinum (svoköll- uðum menningarmyndum). Að sögn Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndagerðarmanns í Holly- wood er helsti ókostur við að framleiða kvikmyndir sem fara beint í leigu á mynd- bandi, hvað þær fá litla umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum miðað við myndir sem frumsýndar eru í kvikmyndahúsum. Þetta á greinilega við um ástralskar kvik- myndir. Margar góðar myndir hafa nánast „læðst“ inn á okkur íslendinga. Kynning- in er svo lítil að fólk veit ekki af ýmsum úrvalsmyndum. Við skulum athuga hér tvö eða þrjú efnissvið ástralskrar kvik- myndagerðar og sjá hvað af þessum mynd- um hefur verið dreift á Islandi. Eitt af skemmtilegum afbrigðum ástr- alskra mynda er hve kvikmynda- gerðarmennirnir eru óhræddir að lýsa stöðu konunnar í myndum sínum. Leik- stjórinn Gillian Armstrong tók á þessu í mynd sem vakti mikla athygli, Aíy Brilli- ant Career. Sú mynd hefur ekki verið gef- in út á Islandi en seinni mynd hennar High Tide hefur hinsvegar verið dreift hér. í kvikmyndinni Regnhlífarkonan (nefnd The Good Wife við markaðssetn- ingu utan Ástralíu), er lýst uppreisn eigin- konu sem ekki er ánægð með hlutskipti sitt. Þessi mynd vakti athygli víða um heim og hefur verið dreift hér á landi. Tvær nýlegar ástralskar spennumyndir sýna konur í nokkuð óvenjulegum kvik- myndahlutverkum. f myndinni She was fairgame snýst kona til varnar af hörku er á hana er ráðist af byssumönnum. I mynd- inni Dúnalogn (Dead Cafrn) leikur Nicole Kidman konu sem syrgir ungan son sinn. Róleg seglskútuferð endar með glímu við brjálaðan morðingja. Konan rífur sig upp úr sorg og þunglyndi til að kljást við morð- ingjann og bjarga eiginmanni sínum úr nauðum. Fyrir fólk sem vill fá hraðar spennu- myndir en samt vandaða kvik- myndagerð má benda á Grievous Bodily Harm, aðeins um tveggja ára gamla mynd sem hlaut góða dóma, en fáir vita af henni á leigunum. Colin Friels leikur frétta- mann sem einbeitir sér að morðmálum. Rannsókn hans á einu slíku leiðir til þess að hann fær fjöldamorðingja á hæla sér. Sami leikari er í myndinni Ground Zera. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og segir frá kjarnorkuslysi í Ástralíu sem reynt var að hylma yfir þrátt fyrir um- Sam Neil ogNicole Kidman íspennumyndinni„Dúnalogn“ (Dead Calm). Kvikmyndin varlofuð af gagnrýnendum og vinsæl á íslenskum myndbandaleigum. hverfisspjöll og að líf fólks væri í hættu. Þá má nefna aðra nýlega mynd Slate, Wyn og ég. Nokkuð dæmigerð spennu- og byssu- mynd, en öll kvikmyndagerð mjög vönd- uð, líkt og virðist aðalsmerki Ástralanna. Myndin Stjörnuljósahótelið (The Star- light Hotel) gerist rétt eftir fyrri heims- styrjöldina. Ung stúlka strýkur frá fóstur- foreldrum sínum. Á ferð sinni rekst hún á fyrrum hermann sem ber sálrænan skaða eftir stríðsátökin. Þetta er vönduð ungl- ingamynd, laus við ofbeldi og morð. essa dagana eru Steinar hf. að dreifa tveimur áströlskum bíómyndum. Celia fjallar um níu ára stúlku sem skyndi- lega tileinkar sér ósiði úr heimi hinna full- orðnu. Hin myndin er Boys in the Island og fjallar um unglinga á áströlsku eyjunni Tasmaníu. Áströlsk kvikmyndagerð hefur átt við storma að stríða undanfarin ár. Komið hafa fram stórmyndir sem hafa farið sigur- för um heiminn. Ástralir hafa hinsvegar misst góða leikstjóra til Bandaríkjanna og margar myndir hafa ekki hlotið eins góðar viðtökur og búist var við. Miklar vonir eru bundnar við mynd sem verið er að ljúka við þessa dagana og nefnist „Þar til þú komst“ („ Till there was you“). í kvikmyndinni segir frá ástum og örlögum fólks sem býr á Kyrrahafseyjum nálægt Ástralíu. Ég bíð spenntur eftir að sjá þessa mynd. Ég mun væntanlega sjá hana á myndbandi. Sigmar Þormar er þjóðfélagsfræðingur að mennt. Hann rekur ráðgjafaþjónustu um faglega myndbandaleigu, Fyrirmynd Ástralskar kvikmyndir sem getið er um í þessari grein: íslenskur rétthafi: Boys in the Island Steinar hf. Celia Steinar hf. Crocodile Dundee Háskólabíó Cry in the Dark, A Háskólabíó Dead Calm Steinar hf. Good Wife, The (uppr. heiti The Umbrella Woman) Steinar hf. Ground Zero Arnarborg hf. Grievous Bodily Harm Myndform sf. High Tide Skífan hf. Slate, Wyn and Me Skífan hf. Starlight Hotel, The Myndform sf. She Was Fair Game Myndform sf. 0 ÞJÓÐLÍF 47

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.