Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 48

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 48
A síðasta snúningi. Aðalleikarar spcnnandi myndar. sérvitru; en þau fá allt of lítinn tíma í sviðsljósinu miðað við Ron Silver, sem leikur lögfræðing Klaus von Bulows, og lögfræðinemahyskið sem aðstoðar hann í málinu, öll lítandi út eins og statistar í kókauglýsingu. Merkileg og áhugaverð saga og hrein unun að fylgjast með því þegar Irons, í hlutverki Klaus, segir frá fortíð þeirra hjóna og aðdragandanum að óhappinu sem varð honum að falli. Nú ætti Irons að smíða skáp undir Óskarinn sem er væntanlegur í hendur hans. Leik- stjórinn Oliver Stone var annar framleið- enda. Arachnaphobia (Hættuleg tegund) - **H Bíóhöllin eikstjórinn Steven Spielberg og framleiðandinn Frank Marshall hafa hlutverkaskipti við gerð þessarar myndar og ber hún þess glöggt merki. Það vantar tilfinnanlega þá spennu og tækni sem allar ævintýramyndir undir leikstjórn Spielbergs hafa. Hér er sögð saga af risa- könguló sem fær far (í líkkistu) með hópi af vísindamönnum. Þeir eru á heimleið til Ameríku eftir vel heppnaða ferð til Venes- úela þar sem leitað var að sjaldgæfum skordýrategundum. Risaköngulóin fer að búa í hlöðu hjá vísitölufjölskyldu sem er nýflutt út á land frá stórborg í Kaliforníu. Það vill svo óheppilega til að fjölskyldu- faðirinn, leikinn af Jeff Daniels, er hald- inn ofsa ótta við köngulær eða Arachnafó- bíu. Sú stóra byrjar að fjölga sér og ætlar að ná heimsyflrráðum en, viti menn, það er fjölskyldufaðirinn ógurlegi sem snýst til varnar og verður hetja dagsins. Þið hafið væntanlega heyrt og séð eitthvað sambæri- legt þessu í kvikmyndum fortíðarinnar. Spennan í myndinni fer forgörðum en kímnin stendur fyrir sínu og tæknibrellur eru allar mjög góðar. Því meiri óbeit sem bíógestur hefur á köngulóm þeim mun meira á hann eftir að skemmta sér á þessari mynd. K.D.P. KVIKMYNDIR KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON STJÖRNUR Stanno Tutti Bene (Allt í besta lagi) ______________ ★★ Háskólabíó Kemst ekki með tærnar þar sem fyrri mynd Tornatore „Cinema Paradi- so“ hefur hælana. Einfeldningslegur söguþráður þar sem boðskapurinn er hamraður inní áhorfendur. Súrrealistísk- ar senur og leikarinn snjalli Marcello Ma- stroianni bjarga þessari mynd frá glötun. Pacific Heights (Á síðasta snúningi) - **J4 Bíóborgin Myndin fer snilldarvel af stað og held- ur sínu striki fram yfir miðju en fellur saman eins og sprungin blaðra í lok- in. Melanie Griffith og Matthew Modine leika kærustupar sem fjárfestir í fallegu viðarhúsi í hæðahverfmu Pacific í San Francisco og fær til sín leigjendur sér til aðstoðar fjárhagslega. Þau eru það heppin að fá ríkan einhleypan uppa; skemmtilega leikinn af Michael Keaton, sem vill endi- lega leigja íbúðina í sex mánuði og stað- greiða leiguna. En uppinn er ekki allur þar sem hann er séður og í rauninni hverfur hann nær algjörlega af sjónarsviðinu fyrsta klukkuu'mann af myndinni og bíógestum gefinn laus taumurinn til að ímynda sér hvað skúrkurinn er að aðhafast bak við luktar dyr því að allt er að fara til helv... hjá parinu unga og virðist sem leigjandinn eigi þátt í því. Skemmtilega stíleriseðar tökur og klipping halda fjörinu gangandi og ekki skaðar tónlist Hans Zimmer sem er jafn frumleg og vanalega. Það sem skaðar myndina eru vonbrigðin sem maður verð- ur fyrir þegar í ljós kemur hvað það er sem leigjandinn skrítni er á höttunum eftir og formúlukennt uppgjörið milli hans og húsfrúarinnar. Alltsaman ósköp venjulegt og meðalmennskukennt, sorgleg örlög fyrir metnaðarfulla mynd. Reversal of Fortune (Sýknaður!!?!) - **Vi Háskólabíó Saga Von Bulow, til þessa, á hvíta tjald- inu. Glenn Close og Jeremy Irons eiga frábæran leik í hlutverkum hjónanna 48 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.