Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 56

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 56
Af feitum hundum lærir fólk ad grennast Börnin sofa best í eigin rúmi Tilraunir á dýrum hafa leitt í ljós áður óþekkt áhrif hor- móns sem myndast í nýrna- hettum. Ef of feitum hundum er gef- ið hormón sem myndast í berki nýrnahettnanna grenn- ast þeir umtalsvert og styrkur kólesteróls í blóði þeirra minnkar einnig. Þessi upp- götvun kom fram við rann- sóknir við háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum og á eflaust eftir að koma bæði of feitum mönnum og skepn- um að gagni. Hormónið nefnist dehýdró- epíandrósterón og myndast í nýrnahettuberki manna og annarra spendýra. Það er í blóði þeirra í talsverðum mæli en hlutverk þess hefur verið nær óþekkt fram til þessa. í fyrrgreindri rannsókn var um- rætt hormón gefið 19 akfeitum hundum og að þremur mánuð- um liðnum höfðu margir þeirra lést um fimmtung lík- amsþyngdar og kólesteról- magn í blóðinu minnkaði um fjórðung. Áhrif þessa hormóns verða nú könnuð ítarlegar en ef þau reynast þessi er hugsanlegt að nýtt og náttúrulegt megrunar- lyf hafi fundist sem reynst get- ur því fólki gagnlegt sem á erf- itt með að passa línurnar. Því fer fjarri að menn skilji hvernig hormónið framkallar megrun. Ef til vill eykur lík- aminn brunann og það hefur í för með sér að fleiri kaloríur brenna í stað þess að hlaðast utan á líkamann sem fita. Það sem styrkir þá hugmynd er að hundarnir fyrrgreindu voru mun virkari og kvikari á þess- um þremur mánuðum en þeir höfðu verið áður en til hor- mónagjafarinnar kom. Allir kannast við það hve nota- legt það er að deila rúmi með öðrum. Það á ekki síst við um börn sem ekkert kjósa fremur en að fá að kúra hjá pabba og mömmu, helst á hverri nóttu. Ef það verður að vana að börnin sofi milli foreldranna er hætta á því að varanleg svefn- vandamál skjóti upp kollin- um. Bandarískir læknar hafa kynnt sér þetta svið mannlegs lífs. Spurningar voru bornar undir 303 foreldra tveggja og þriggja ára barna. Þá kom í ljós að um fjórðungur barnanna deildi rúmi með foreldrunum að minnsta kosti einu sinni í viku og rúmur helmingur for- eldranna tók börnin upp í til sín öðru hverju. Ýmiss konar svefnörðug- leikar greindust hjá þeim börnum sem oftast skriðu upp í til foreldranna og þau sættu sig æ sjaldnar við það að sofa ein í rúmi sínu er á leið. Jafn- framt kostaði það sífellt meiri fyrirhöfn að koma þeim í rúm- ið á kvöldin. Það kom augljós- lega fram að undanlátssemi foreldranna var í raun bjarnar- greiði við börnin, vandi þeirra minnkaði ekki heldur fór vax- andi. Barn sem sefur í sama rúmi og tveir aðrir hlýtur að verða fyrir einhverri truflun vegna þess að rúmrusk og svefnhljóð foreldranna hljóta að skapa því ósamfelldari svefn en ef það svæfi eitt í eigin rúmi. Það hefur enda komið í ljós að þessi börn eru oft þreyttari og verr fyrir kölluð að morgni en önnur börn. Læknarnir sem gerðu þessa rannsókn mæla með því að öll- um ráðum verði beitt til þess að börnin sætti sig við það að sofa í eigin rúmi og ekki er fráleitt að auðvelda þeim það með því að gauka að þeim ein- hverju lítilræði ef þau vakna í sínu rúmi að morgni. Hins vegar á það alls ekki að raska svefnvenjum barnsins þó að því sé leyft að skríða upp í til foreldranna eftir martröð, þrumuveður eða því um líkt. Galdurinn felst sem sé í því að taka börnin upp í þegar eitt- hvað bjátar á en gera það ekki að vana. 0 Vitaskuldir Rafknúnir bílar eru ekki nýir undir sólunni. Margir þeirra bíla sem komu fram um síð- ustu aldamót voru rafknún- ir. ★ Olíuleiðsla sem flytur olíu frá Norðursjónum til vestur- strandar Jótlands í Dan- mörku er 215 km löng. Hún er hreinsuð einu sinni í viku með því að renna gegnum hana sívölu járnstykki. Hundurinn Læka var fyrsta lífvera frá jörðu sem fór um geiminn. Hundurinn var sendur á braut um jörðu með Spútník 7 í nóvember 1957. ★ Enginn nýr kjarnaofn hefur verið tekinn í notkun í heim- inum frá vori 1989. Frá þeim tíma hafa 14 nýir ofnar verið afpantaðir og 15 teknir úr notkun. ★ Hestar geta hlaupið með 21 metra hraða á sekúndu, um tvöfalt hraðar en menn. ★ Spilafíkn getur orðið svo mögnuð að telja verður að um sálræna truflun sé að ræða. Ef illa haldinn spilafík- ill er hindraður í að fullnægja fíkn sinni fær hann fráhvar- fseinkenni sem lýsa sér með óróleika og pirringi (sbr. Þjóðlíf 12.tbl.1990) í sumum hlutum Nepals deyr nær helmingur allra barna áður en þau ná fimm ára aldri. ★ Rannsókn á 45.589 kaffi- þömburum bendir ekki til þess að kaffineysla auki líkur á hjartasjúkdómum. ★ Á vesturlöndum notar hver þegn að meðaltali 500-800 lítra af vatni á sólarhring. ★ Árlega deyja um 35.000 manns úr hundaæði, flestir í þriðja heiminum. 56 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.