Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 14
„Lœknirinn vill meina að ég s I Það er nú hestamennskunni að þakka að ég uppgötvaði þetta með blóðfituna. Sko, blóðfita og blóðþrýstingur eru sjálfsagt erfiðustu viðfangsefni sem til eru vegna þess að einstaklingurinn finnur ekkert fyrir þessu. Það var líklega 2001 að við vorum að ríða út og ég segi við samreiðarfélaga minn: Mikið er það skrýtið þegar ég er að ríða á móti svona fræsingi að þá næ ég bara ekki djúpa andanum. „Það er fjári skrítið,” segir félaginn. „Ríddu bara út á morgun og vittu hvort þetta er viðvarandi.” Ég geri það og það er náttúrulega alveg eins, svo að ég er drifinn í þræðingu að læknisráði. Þeir segja við mig: „Heyrðu, þú ert með þrælstíflaðar kransæðar og það sem verra er: Við getum ekki blásið í þær.” Með 11 í blóöfitu Svo ég var skorinn einhvern tímann í apríl. Ég fór í einhver blóðtest og þá mældist blóðfitan 11 þannig að ég var helvíti efnilegt keis, segir Halli og hlær. Jæja, svo ég fer á eitthvert statín og það gengur ekkert að ná þessu niður. Ég byrja á 20 milligrönnum, svo 40, þvínæst 60 og loks 80 og alltaf er blóðfitan svona 7,5 - 8. Þá er mér líka ráðlagt að fara að éta kál, sem mér þykir alveg hábölvað, segir Halli glettinn á svip. svo ég segi að það hljóti nú að vera einhverjar aðrar leiðir út úr þessu. Þeir segja: „Þetta er sko 80 - 90% genetískt og 10-20% matur.” Þá segist ég nú ekki hafa geð í mér til að fara að háma í mig kál upp áeinhver 10-20%. „Wonderkeis” Svo sem minn er háttur fer ég í sund daglega. Þar er einhverju sinni farið að ræða um blóðfitulyf og þar er einn af „stamgestum”, tannlæknir, vinur minn. Talið berst að

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.