Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 22
ÁGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Svefnlyfjanotkun var mest 40% (í) og minnst 23% (D og N). Notkun geðdeyfðarlyfja var mest 30% (í) og minnst 10,6% (N). Notkun sefandi lyfja var mest 12,8% (F) og minnst 3,1% (D). Notkun kalsíum og vítamína var mest 19% (í) og 23% (f). Notkun statína var mest um 10% (í og S). Alyktanir: Það er athyglisverður munur á lyfjanotkun á Norðurlöndunum meðal annars svipaðs hóps aldraðra sjúklinga á bráðadeildum. Til að meta þýðingu þessa er ítarlegri vinna fyrirhuguð þar sem lyfjaupplýsingar eru tengdar við upplýsingar um vitræna og líkamlega færni og útkomu í MDS-AC matinu. E 12 Fjölskyldutengsl íslenskra sjúklinga með nýrnasteina Viðar Eðvarðsson1, Sverrir Póroddsson2, Runólfur Pálsson3'4, Ólafur S. Indriðason3, Kristleifur Kristjánsson2, Kári Stefánsson2, Hákon Hákonarson2 ‘Barnaspítali Hringsins Landspítala, 2íslensk erföagreining, 3nýrnalækningaeining og lyflækningasvið I Landspítala, 4læknadeild HÍ runolfur@landspitali. is Inngangur: Líklegt er að erfðaþættir hafi afgerandi áhrif á mein- myndun nýrnasteina. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta möguleg áhrif erfðaþátta á steinasjúkdóm í nýrum með því að kanna ættlægni sjúkdómsins hjá íslenskum sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Leitað var að sjúkdómsgreiningum sem gáfu til kynna nýrnasteina í gagnagrunnum á Landspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu (Domus Radiologica) á tímabilinu 1983- 2003. Af 6054 sjúklingum með nýrnasteina fundusl 5954 í ættfræðigagnagrunni íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem notaður var til þess að kanna fjölskyldutengsl þeirra. Hlutfallsleg áhætta (relative risk) og skyldleikastuðull (kinship coefficient) voru metin til þess að spá fyrir um hættu á nýrnasteinamyndun meðal ættingja sjúklinga með nýrnasteina og til að ákvarða fjölskyldumynstur. Niðurstöður: Hlutfallsleg hætta á myndun nýrnasteina meðal fjölskyldumeðlima sjúklinganna var umtalsvert meiri en hjá samanburðareinstaklingum í ættfræðigagnagrunni IE. I tilviki 2959 sjúklinga með röntgenþétta steina var hlutfallsleg áhætta frá 1,07 hjá fimmtu gráðu ættingjum (p<0,01) upp í 2,25 (p<0,001) hjá fyrstu gráðu ættingjum (p<0,001). Hlutfallsleg hætta á nýrnasteinum hjá foreldrum og börnum sjúklinga sem greinst höfðu með þrjá eða fleiri steina (n=453) var 10 (p<0,001), sem er meira en fjórum sinnum hærra en hjá þeim sjúklingum sem aðeins höfðu greinst með einn stein. Mat á skyldleikastuðli sýndi að íslenskir sjúklingar með nýrnasteina eru skyldari hver öðrum en Islendingar eru almennt, jafnvel þegar skyldleiki er >4 rýriskiptingar (meiosis) (p<0,05). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknar okkar benda til þess að erfðaþættir geti haft umtalsverð áhrif á meinmyndun nýrnasteina. E 13 Nýgengi, orsakir og horfur sjúklinga með skorpulifur á íslandi og í Svíþjóð Slcingerðiir Anna Gunnarsdótlir. Bjarni Þjóðleifsson2, Nick Cariglia3, Sigurður Ólafsson2, Einar Björnsson1 ‘Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið Gautaborg, 2Landspíta!i, -’Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Amia.Gtmnarsdottir@medic.gu.se Inngangur: Nýgengi skorpulifur á íslandi hefur áður verið rannsakað fyrir árin 1950-1990 og var þá 2,4 sjúklingar á 105/ári sem er með lægstu tíðni af skorpulifur í hinum vestræna heimi (Ludviksdottir et al. Eur J Gast & Hepatol 1997). Takmarkaðar upplýsingar eru til um orsakir og horfur sjúklinga með skorpulifur eftir að lifrarbólga-C (HCV) uppgötvaðist og samanburður við önnur Norðurlönd hefur ekki áður verið gerður. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga á Islandi (280.000 íbúar) sem fengu sjúkdómsgreininguna skorpulifur í fyrsta skipti á árunum 1994-2003, sama gildir fyrir alla sjúklinga með sambærilega greiningu á sama túnabili í Gautaborg (600.000 íbúar). Niðurstöður: Á íslandi greindust 98 sjúklingar með skorpulifur og 918 sjúklingar í Gautaborg. Samanburður á orsökum skorpulifrar á íslandi og í Gautaborg leiddi í ljós að alkóhóllifrarsjúkdómur (ALD) var algengasta orsökin í báðum löndunum (tafla I). Aðrar orsakir voru: lifrarbólga-C 5% á íslandi á móti 10% í Gautaborg, alkóhól-lifrarsjúkdómur + lifrarbólga-C 3% á móti 12%, af óþekktum uppruna (cryptogenic) 21% á móti 16%, Prímary Biliary Cirrhosis 14% á móti 4%, Auto-Immune Hepatitis 9% á móti 2%, hemochromatosis 7% á móti 1% og aðrar orsakir 12% á móti 5%. Heildarhlutfall sjúklinga með lifrarbólgu-C var 8% á íslandi á móti 22% í Gautaborg (p<0,01). Dánarorsakir voru: lifrarbilun hjá 31% á íslandi á móti 39% í Gautaborg, blæðing frá vélindaæðahnútum 7% á móti 10%, Gl-blæðingar 3% á móti 3%, sýkingar 14% á móti 10%, lifrarkrabbamein 17% á móti 13%, annað 28% á móti 25%. Tafla I. Skorpulifur á íslartdi og í Gautaborg. Árlegt nýgengi á 105 % karla Meöal- aldur ± SF ALD % Alkóhól- lítrar á hvern íbúa >15 ára Eins árs lifun % Fimm ára lifun % Gautaborg 15*** 60 50*** 6,7 64 28* 69** ±12* Island 3,5 52 64 29 5,5 67 43 ±14 * p<0,01; **p<0,001; ***p<0,0001 Ályktanir: Nýgengi skorpulifrar er enn mjög lágt á íslandi, einungis fjórðungur af því sem það er í Svíþjóð, munurinn virðist liggja í lægri tíðni alkóhóllifrarsjúkdóms þrátt fyrir lítinn mun á áfengissölu. Þetta gæti skýrst af erfðaþáttum eða umhverfisáhrifum eins og til dæmis mismun á óskráðri áfengisneyslu eða mismunandi neysluháttum. E 14 Lyfjaumsjá á hjúkrunarheimili með þátttöku klínísks lyfjafræðings í þverfaglegu teymi Kannvcig Einar.sdóttir', Siguröur Helgason2, Aðalsteinn Guðmundsson' 'Landspítali, 2Landlæknisembættiö rann ve@landspitali. is Inngangur: Aldraðir íbúar hjúkrunarheimiia eru líkamlega veikari, með meiri færniskerðingu og flóknari lyfjameðferð en áður þekktist. Meira en helmingur íbúa hjúkrunarheimila á íslandi 22 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.