Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 33
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
epidermidis í þremur af átta flöskum og Eikanella corrodens og
Moraxella sp. í einni flösku. Þrátt fyrir viðeigandi sýklalyfjameðferð
var sjúklingur áfram með toppóttan hita og sýkingarmerki í
blóði lækkuðu aðeins lítillega viku seinna. Kennergren fjarlægði
gangráðsvírana með aðstoð leysigeislatækni (Spectranectics caridal
lead removal system). Gangráðsdósin var einnig fjarlægð. A
sleglavírnum var hrúður sem samræmdist því sem sást við
vélindaómun.
Tveimur vikum eftir að gangráðsvír og gangráðsdós voru
fjarlægð var reynt að setja nýjan gangráð um vinstri viðbeinsbláæð
en fyrri gangráður hafði verið hægra megin. Sjúklingur reyndist þá
hafa vinstri efri holæð (persitent vena cava superior) sem mynnti í
kransstokkinn. Sjúklingur var því fluttur frá FSA á LSH þar sem
gangráðsdós var grædd undir húð vinstra megin í brjóstkassa og
gangráðsvírar þræddir undir húð og inn um hægri viðbeinsbláæð.
V 21 Meðgöngu- og fæðingartengd hjartabilun, fyrsta
tilfelli á islandi? Sjúkratilfelli
Gunnar Þór Gunnarsson1, Guðmundur Otti Einarsson1, Ragnheiður
Baldursdóttir1, Magnús Gottfreðsson2, Gestur Þorgeirsson2, Árni Kristinsson2
'Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, "Landspítali
af lungum sýndi ekki merki um lungablóðrek. Blóðrauði var 73 g/1.
Konan var strax meðhöndluð með blóð-, blóðvökva- og vökvagjöf
og meðferð hafin með C-PAP. Ómskoðun af hjarta sýndi víkkun
á báðum sleglum með mikið skertum samdrætti, útflæðisbrot 20-
25% og stóran míturlokuleka. Lungnaslagæðarþrýstingur var 55-
60 mmHg. Konan var flutt af FSA á Landspítala til að vera nærri
viðbúnaði, kæmi til þess að nota þyrfti ósæðardælu eða hjarta- og
lungavél, ef hjartabilun versnaði. Konan var meðhöndluð með
„inotrope“ hjartalyfjum á gjörgæslu Landspítala og hafin var
meðferð með betahemli, ACE hemli og digitalis, auk þvagræsilyfja.
Próf fyrir enteróveirum reyndust jákvæð. Konan var flutt aftur á
FSA eftir sjö daga dvöl á Landspítala.
Bati var hægur fyrstu þrjá til fjóra mánuðina, litlar sem engar
breytingar urðu á útflæðisbroti og stærð vinstri slegils sem sýndi
óheppilega aðlögun að hjartabiluninni með þynningu á hjartavöða
á vissum svæðum. Þremur og hálfum mánuði eftir fæðingu fór að
bera á mælanlegum breytingum á starfsemi hjartans sem héldu
áfram að batna eftir það (tafla I).
Hjartastarfsemi er nú, tveimur árum eftir fæðingu bamsins,
nær eðlileg og líkamleg líðan góð. Allri lyfjameðferð, nema lágum
skammti af betahemlum, hefur verið hætt.
gunnar.gunnarsscm@est. is
Inngangur: Meðgöngu- og fæðingartengd hjartabilun (e. peripartum
cardiomyopathy, PPCM) er sjaldgæf tegund hjartabilunar. Hún er
skilgreind sem hjartabilun sem kemur fram á tímibili frá síðasta
mánuði meðgöngu og allt að fimm mánuðum eftir fæðingu, að því
uppfylltu að ekki finnst önnur skýring á hjartabiluninni og ekki
sé vitað til fyrri hjartasjúkdóms eða galla. Nýgengi meðgöngu- og
fæðingartengdrar hjartabilunar er óþekkt, en talið vera 1/3000-
15.000 fæðingar. Dánartíðni er talin vera á bilinu 9-56%. Nýgengi
og horfur virðast þó vera mismunandi eftir ýmsum þáttum, meðal
annars eftir kynþætti. Ástæður þessarar tegundar hjartabilunar
eru óljósar. Bati er yfirleitt góður, komi hann á annað borð,
en umtalsverðar líkur eru á bakslagi við seinni meðgöngur (1).
Meðgöngu- og fæðingartengd hjartabilun hefur ekki áður greinst á
Islandi svo höfundar viti til.
Lýsing á tilfelli: Tilfellið varðar tuttugu og eins árs gamla kona
í annarri meðgöngu. Fyrri meðganga þremur árum áður var án
vandkvæða. Konan veiktist með niðurgangi þremur vikum fyrir
fæðingu, en þau einkenni gengu yfir. Síðustu fjóra daga fyrir fæðingu
var aukin mæði og hósti, en talið vera berkjubólga og meðhöndluð
með betaörvandi úða. Konan var þreytt og móð í fæðingunni og
eftir fæðingu var blæðing frá leggöngum, áætlað um tveir til þrír
lítrar. Skömmu eftir það fór konan í lostástand. Tölvusneiðmynd
V 22 Ungur maður með þríknippa hjartablokk og
skyntaugaheyrnardeyfu. Sjúkratilfelli
Gunnar Þór Gunnarsson, Jón Þór Sverrisson
Lyflækningadeild FSA
gunnar. gunnarsson @est. is
Inngangur: LeNegres sjúkdómur og Levs sjúkdómur eru
aldurstengdir hrörnunarsjúkdómar í leiðslukerfi hjartans sem geta
leitt til hjartsláttartruflana. Yngsti einstaklingur, sem til þessa hefur
fengið úrskurð eða úrskurðaðan grun um LeNegres sjúkdóm, er 21
árs karlmaður (1). Hér er lýst þríknippa blokki hjá 21 árs karlmanni
með skyntaugaheyrnardeyfu.
Lýsing á tilfelli: Tilfellið varðar 21 árs gamlan karlmann með
skyntaugaheyrnardeyfu frá barnsaldri. Við sex ára aldur var gerð
aðgerð á báðum fótum vegna mikillar innskeifu. Hann hafði
annars verið frískur og stundað íþróttir. Engin ættarsaga var um
hjartasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma eða ífarandi sjúkdóma.
Hann lagðist inn á lyflækningadeild FSA með þriggja daga
sögu um endurtekin yfirlið og næryfirlið. Hjartalínurit sýndi
þríknippablokk og eðlilegt QT-bil. Ómskoðun af hjarta var eðlileg.
Eftir innritun komu fram á hjartasírita endurtekin köst með
hægtakti og hléum án rafvirkni í hjarta allt að 10-15 sekúndur. Innan
Tími frá fæðingu
Fæöing 10 dagar 1 mánuöur 3 mánuður 7 mánuöir 12 mánuöir
Útflæðisbrot 20% 35% 35% 45% 55% 55%
Vinstri slegill 6,6/5,3cm 6,5/5,5cm 6,5/5,3cm 5,4/4,1 cm 5,2/3,6cm 5,0/3,6cm
Míturleki 3/4 3/4 2/4 2/4 2/4 1/4
1. Ro A, Frishman WH. Peripartum cardiomyopathy. Cardiol Rev 2006; 14 (1); 35-42.
Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 33