Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 41
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
talsverður munur er á milli landa hvað varðar aðrar greiningar
dánarmeina.
Alyktanir: Þessi rannsókn bendir til að gæði dánarvottorða hafi tekið
framförum í tímans rás og sé orðin í betra samræmi við sjúkdóma
aldraðs fólks en áður var. Skilgreina þarf vægi greiningaraðferða (til
dæmis krufninga), reglna um skráningu dánarmeina og breyttrar
eiginlegrar tíðni sjúkdóma í skráningu dánarmeina hjá þessum
aldurshópi. Góð saga og dómgreind lækna mun áfram leggja grunn
að gæðum dánarmeinagreininga.
V 41 Þróun vefjaræktunarlíkans til rannsókna
á þekjuvef lungna
Valþór Ásgrímsson1-4, Guðmundur Hrafn Guðmundsson2, Margrét Steinarsdóttir5,
Ólafur Bal(lurssonu, Skarphéðinn Halldórsson2, Þórarinn Guðjónsson14'7 * * * * * *
11 Læknadeild, 2Líffræðistofnun og 3lyfjafræðideild HÍ, 4Rannsóknastofa í
sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, ’meinafræðideild,
‘lungnadeild og ’blóðmeinafræðideild Landspítala
olafbald@laiidspiMli. is
Inngangur: Aukinn skilningur á þroskun og sérhæfingu
lungnafrumna er nauðsynlegur til að hægt sé að kortleggja uppruna
og eðli ýmissa lungnasjúkdóma. Skortur hefur verið á frumulínum
og vefjaræktunarlíkönum sem endurspegla starfrænt og myndrænt
form lungnaþekjufrumna í líkamanum. Markmið þessa verkefnis
var að búa til lungnþekjufrumulínu og þróa vefjaræktunarlíkan til
rannsókna á þekjuvef lungna.
Efniviður og aðferðir: Með innleiðslu á HPV-16 veirugenum E6
og E7 í eðlilegar mannaberkjufrumur hefur okkur tekist að búa
til frumulínuna VA-10. Frumulínan hefur verið notuð í ýmsum
tilraunum í yfir tvö ár (sjá veggspjald um áhrif aziþrómýsíns) og
hefur ekki sýnt merki öldrunar. Litningagreining sýnir að í hærri
umsáningum hafa orðið einhveijar litningabreytinar en þó minni
en í sambærilegum birtum frumulínum. Þá tjáir frumulínan sömu
frymisgrindarprótein og fyrsta stigs berkjufrumur í rækt (e. primary
cultures).
Niðurstöður: Þegar frumulínan er ræktuð á gegndræpum
himnum myndar hún skautað þekjulag og hátt rafviðnám milli
efri (apical) og neðri (basolateral) hluta þekjunnar sem unnt er
að mæla með rafviðnámsmæli. Þetta endurspeglar að hún tjáir
þéttitengslapróteinflókann sem er mælikvarði á skautun frumnanna.
Með mótefnalitunum höfum við sýnt fram á að frumulínan tjáir
prótein þéttitengsla. Tjáningin kemur fram sem netlíkt form þar
sem próteinin eru staðsett í frumuhimnunni á milli frumna. Við
höfum einnig ræktað frumulínuna í svokölluðu air-liquid interface
en þá er frumuætið sogað af efri hluta frumnanna svo eini vökvinn
sem liggur ofan á þekjunni er sá sem hún framleiðir sjálf, líkt og
gerist í mannslíkamanum. í þrívíðri rækt í millifrumuefni sem líkir
eftir aðstæðum in vivo myndar frumulínan skautaða vefjabyggingu
sem staðfest hefur verið með frystiskurði og mótefnalitunum gegn
ýmsum kennipróteinum fyrir lungnaþekjufrumur.
Ályktanir: Ræktun VA-10 frumulínunnar í umhverfi sem líkir eftir
aðstæðum í líkamanum mun nýtast til rannsókna á: 1) sérhæfingu
lungnafrumna, 2) sjúkdómsmyndun í lungum, auk þess að vera
hentugt líkan til lyfjaprófana.
V 42 Áhrif aziþrómýsíns á þekjuvef lungna
Valþór Ásgrímsson14, Þórarinn Guðjónsson* 1-4-5 *, Guðmundur Hrafn Guðmundsson2,
Ólafur llaldurssonv'
‘Læknadeild HÍ, 2Líffræðistofnun og Myfjafræðideild HÍ,
4Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands,
5blóðmeinafræðideild og Mungnadeild Landspítala
olafbald @landspitali. is
Inngangur: Slímseigja (e. cystic fibrosis) er talin stafa af galla í
rafhrifum yfir þekjuvef. Rafhrifum er stýrt af þéttitengslum milli
frumna og af jónagöngum á yfirborði frumna. Helsta dánarorsök
sjúklinga með slímseigju er öndunarbilun vegna langvinnra
sýkinga í berkjum. Rannsóknir sýna að leiðrétting á gallanum
losar lungnaberkjur við pseudomonas sýkingar. Aziþrómýsín
(AZM) er sýklalyf sem bætir líðan sjúklinga með slímseigju, óháð
bakteríudrepandi áhrifum þess.
Efniviður og aðferðir: Markmið okkar var að kanna hvort
AZM hefði áhrif á rafviðnám yfir lungnaþekju. Við ræktuðum
lungnaþekjufrumulínuna VAIO á brunnum með gegndræpri himnu.
AZM (0,4; 4,0 eða 40 pg/ml) var sett í frumuætið undir þekjuna og
rafviðnám mælt og borið saman við ómeðhöndlaðar frumur.
Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að AZM jók rafviðnám yfir
lungnaþekju, skammtaháð. Sambærilegar niðurstöður fengust
þegar fyrsta stigs lungnaþekjufrumur (e. primary cultures) voru
ræktaðar við sömu aðstæður. Erýþrómýsín og penisillín höfðu engin
áhrif á rafviðnámið. Mótefnalitanir og western blot bentu til þess
að tjáning á próteinum þéttitengslaflókans, þar með talið claudin-1
og -4, breyttist við meðhöndlun með AZM. Engin breyting varð
á tjáningu E-cadherins sem tilheyrir viðloðunartengslaflókanum.
Fyrstu rannsóknir á boðleiðum sem tengjast ferlinu benda til þess
að fosfórun á ezrin-radixin-moesin (ERM) próteinum og F-actin
komi þar við sögu. ERM prótein skorða meðal annars prótein af í
frumuhimnunni og tengjast F-actini en þéttitengslaflókinn er einnig
tengdur F-actini í gegnum ZO (e. zonula occludens) próteinin. Auk
þess sýndi western blot minnkun í styrk ENaC jónaganganna með
hækkandi styrk AZM, sem er áhugavert þar sem starfsemi ENaC er
talin of mikil í þekjuvef sjúklinga með slímseigju.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til nýrra verkunarmáta AZM
og gætu útskýrt gagnsemi þess fyrir sjúklinga með slímseigju og
berkjuskúlk (e. bronchiectasis).
V 43 Samanburður á jöfnum er byggja á kreatíníni
og cystatín-C í sermi og notaðar eru til mats á
gaukulsíunarhraða
Ólafur Skúli Indriðasonl. Runólfur Pálssonl,3, Leifur Franzson2, Gunnar
Sigurðssonl,3
lLyflækningasvið I og 2rannsóknarsvið Landspítala, 31æknadeild HÍ
osi@tv.is
Inngangur: Þó kreatínín í sermi (S-Kr) sé ónákvæmur mælikvarði á
nýmastarfsemi hefur það verið notað til að meta gaukulsíunarhraða
(GSH). Nýlegar rannsóknir benda til að cýstatín-C í sermi (S-
CC) sé betri mælikvarði á nýrnastarfsemi. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að bera saman gaukulsíunarhraða sem reiknaður er
með jöfnum er byggja á kreatíníni í sermi og cýstatín-C í sermi.
Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 41