Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 21
ÁGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
E 9 Samband reykinga og beinheilsu hjá heilbrigðum
fullorðnum íslendingum
Orvar Gunnarsson1, Ólafur Skúli Indriðason1, Leifur Franzson2, Gunnar
Sigurðsson1
'Lyflækningasvið I og 2rannsóknarsvið Landspítala
orvarg@gmail.com
Inngangur: Ýmislegt bendir til að reykingafólk hafi lægri beinþéttni
(BMD) en þeir sem ekki reykja. Tilgangur rannsóknarinnar var að
skoða samband reykinga og beinabúskaps.
Efniviður og aðferðir: Mtttakendur voru á aldrinum 30-85 ára og
valdir með slembiúrtaki af höfuðborgarsvæðinu. Beinþéttni var
mæld með DEXA, PTH mælt með PTH-C (mælir lífvirkt PTH) og
PTH-E og PTH-T (mæla einnig niðurbrotsefni PTH) aðferðum.
Ýmsir beinvísar voru mældir í sermi. Við útilokuðum einstaklinga
með sjúkdóma eða lyf sem hafa áhrif á beinabúskap. Við notuðum
ANCOVA með aldursleiðréttingu til að bera saman þá sem reykja
og þá sem ekki reykja, fyrir karla og konur.
Niðurstöður: Eftir útilokun voru 490 karlar og 517 konur í
rannsókninni. Hjá körlum var beinþéttni lægra hjá þeim sem reykja,
jafnt í mjöðm (p<0,001), lendhrygg (p<0,001) og heildarbeinþéttni
(p<0,001). PTH-E var lægra hjá þeim sem reykja (p=0,004), en ekki
var marktækur munur á PTH-C (p=0,43) eða PTH-T (p=0,46).
Þeir sem reykja voru með lægra S-25(OH)D (p=0,009), hærra S-
fosfat (p=0,006) en lægri fitulaus massi (lean mass) (p=0,02). Ekki
var marktækur munur á beinvísum (p>0,05). Reykingakonur voru
á mörkum þess að vera með marktækt lægri heildarbeinþéttni
(p=0,07) en þær voru með lægri beinþéttni í lendhrygg (p=0,03) og
mjöðm (p=0,003). Þær voru með lægra PTH-E (p=0,002) og einnig
á mörkum þess að vera með lægra PTH-C (p=0,06) og PTH-T
(p=0,07). Konur sem reykja voru með lægra S-25(OH)D (p<0,009),
hærra S-fosfat (p=0,002) en lægri líkamsþyngdarstuðul (BMI)
(p=0,001), fitumassa (p=0,001) og fitulaus massi (p=0,01). Ekki var
marktækur munur á beinvísum (p>0,05).
Alyktanir: Reykingar tengdust lægri beinþéttni, einkum í lendhrygg
og mjöðm, sem eru ríkust af frauðbeini en síður í heildarbeinagrind
(70% skelbein). Á óvart kom að reykingum fylgdi lægri styrkur
PTH án breytinga á beinvísum en lægri þéttni 250HD vítamíns
í blóði. Þessi tengsl beinþéttni og reykinga þarfnast því frekari
rannsókna.
E 10 Ónæmisviðbrögð við áreynslu hjá sjúklingum með
herslismein og merki sjúkdómsins í lungum
Hrönn Haröardóttir1, Hanneke van Helvoort2, Madelon C. Vonk\ Richard P.N.
Dekhuijzen2, Yvonne F. Heijdra2
'Lyf- og lungnalækningadeild Landspítala, 2lungnadeild og 3gigtardeild Radboud
University Nijmegen Medical Centre, Nijmegen, Hollandi
hroimh@landspitali.is
Inngangur: Herslismein (Systemic sclerosis) er fjölkerfa sjúkdómur
með háa tíðni af virkni sjúkdómsins í lungum. Sjálfsofnæmi og
virkjun ónæmiskerfisins liggur að baki meingerð sjúkdómsins.
Areynsla kemur af stað einkennandi ónæmissvörun í heilbrigðum
einstaklingum og í sj úklingum með lungnasj úkdóma. Þessi rannsókn
lýsir áhrifum hámarksáreynslu á kerfisbundnar bólgubreytingar
og oxunarsvörun hjá sjúklingum með herslismein og merki
sjúkdómsins í lungum.
Efniviður og aðferðir: Almenn bólgusvörun og oxunarálag var
mælt við hámarksáreynslu (cardiopulmonary exercise testing) hjá
11 sjúklingum með herslismein og merki sjúkdómsins í lungum
og 10 heilbrigðum einstaklingum. Hvít blóðkorn og deilitalning
þeirra, magn af interleukin-6 (IL-6), myndun frjálsra radikala
daufkyrninga (free radical production of neutrophils), oxun
eggjahvítuefna (carbonyls) og fituefna (TBARs) voru mæld í hvíld,
við hámarksáreynslu og eftir 30 mínútna hvíld.
Niðurstöður: Áreynsla eykur á fjölda hvítra blóðkorna af öllum
tegundum. Sjúklingar með herslismein náðu hámarksáreynslu við
hlutfallslega mun minna vinnuálag (Wmax:88 watt), en samt sem
áður var hækkun hvítra blóðkorna hjá þeim sambærileg því sem
gerist hjá heilbrigðum einstaklingum eftir hámarksálag (Wmax:206
watt). IL-6 jókst í báðum hópunum eftir hámarksáreynslu en
hækkunin var umtalsvert meiri hjá sjúklingunum með herslismein
en hjá heilbrigðum einstaklingum. Marktæk hækkun var á
kerfisbundnu oxunarálagi, mælt með framleiðslu frjálsra radicala
í daufkyrningum, oxun á eggjahvítuefnum og fituefnum, hjá
sjúklingum með herslismein en ekki hjá heilbrigðum einstaklingum.
Marktæk fylgni fannst milli hækkunar á IL-6 og útbreiðslu
herslishúðar í sjúklingunum.
Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir fram á að almenn ónæmissvörun
við hámarksáreynslu er aukin hjá sjúklingum með herslismein
með merki sjúkdómsins í lungum í samanburði við heilbrigða
einstaklinga. Fylgni fannst milli hækkunar á IL-6 við áreynslu og
útbreiðslu herslishúðar hjá þessum sjúklingum.
E 11 Munur milli Nordurlanda á lyfjanotkun aldraðra
sjúklinga á bráðadeild. Gögn úr MDS-AC rannsókninni
Ólafur Samúelsson1, Gösta Bucht2, Jan Bjömsson’, Pálmi V. Jónsson1
'Landspítali, 2Háskólasjúkrahúsið í Umeá,3Diakonhjemmet Osló
olafs@landspitali. is
Inngangur: Gögn úr rannsókn á Minimal Data Set - Acute Care
(MDS-AC) öldrunarmatstækinu voru notuð til að bera saman
lyfjanotkun eldri sjúklinga á bráðadeild á lyflækningadeildum á
Norðurlöndunum.
Efniviður og aðferðir: MDS-AC er heildrænt öldrunarmatstæki
sérhannað til notkunar á bráðadeildum. Árin 2001 og 2002 var gerð
rannsókn á völdum bráðasjúkrahúsum á öllum Norðurlöndunum
til að prófa MDS-AC tækið. í hverju landi voru valdir með
slembiúrtaki 160 sjúklingar 75 ára og eldri sem fengu bráðainnlögn
á lyflækningadeildir sjúkrahúsanna. Gögnum var safnað við
innlögn, á völdum tímapunktum meðan á dvölinni stóð og fjórum
og 12 mánuðum eftir útskrift. Upplýsingar um lyfjanotkun voru
skráðar við útskrift. Með því að tengja MDS-AC gagnagrunninn
og lyfjanotkunina má skoða áhrif lyfjanotkunar á færni og útkomu.
Athuganir sem hér eru tíundaðar sýna samanburð á lyfjanotkun
þessara sjúklinga á Norðurlöndunum.
Niðurstöður: Sjö hundruð og sjötíu sjúklingar tóku þátt.
Meðalaldur var 84 ár. Meðalfjöldi lyfja var 3,4 í Noregi (N), 6,5 í
Finnlandi (F), 7,3 í Danmörku (D) og íslandi (í) og 7,5 í Svíðþjóð
(S). Benzódíazepínnotkun var mest 20% (í) og minnst 6% (S).
Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 21