Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 35
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA stöðva blæðingu, en duga þó ekki alltaf og dánarhlutfall er hátt. Recombinant factor VII (rfVII), sem ætlað er sjúklingum með blæðingarsjúkdóma hefur verið reynt við slíkar blæðingar, oft með góðum árangri. Lítið er skráð um virkni lyfsins við blæðingar í hjartaaðgerðum. Markmið þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna árangur meðferðar með rFVII á Landspítala í slíkum aðgerðum. Efniviður og aðferðir: Frá júní 2003 til febrúar 2006 hafa 10 sjúklingar fengið rFVII vegna meiriháttar blæðinga, tengdum hjartaaðgerðum á Landspítala. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Niðurstöður: Algengustu aðgerðimar voru ósæðarlokuskipti með eða án kransæðarhjáveitu. Meðalaldur sjúklinganna var 66 ár (36-82) og voru allir í NYHA*-hjartabilunarflokki III eða IV. Meðaltímalengd aðgerðanna var 673 mínútur (475-932). Sjúklingar fengu að meðaltali 17 einingar af rauðkornaþykkni í aðgerð (5-61) auk blóðs úr hjarta- og lungnavél. Hjá níu sjúklingum náðist að stöðva blæðingu. Þrír þurftu þó í enduraðgerð vegna blæðinga, þar af einn sjúklingur í tvær. Blæðingartími (APTT** og PT***) styttist mjög við gjöf rFVU. Fimm sjúklingar létust. Einn lést úr óstöðvandi blæðingu í aðgerð. Annar dó úr blóðtappa í heila og í lungum. Aðrar orsakir voru hjartadrep, fjölkerfabilun og blóðstorkusótt. Alyktanir: Hár aldur, alvarlegur hjartasjúkdómur og langar skurðaðgerðir, mikil blæðing og fullreynd meðferð blóðhluta eru einkennandi fyrir sjúklinga sem fengið hafa rFVII í hjartaaðgerð hér á landi. Svo virðist sem rFVII sé mjög virkt lyf í að stöðva alvarlegar blæðingar í hjartaaðgerðum. Dánartíðni er þó há. Rannsaka þarf betur fylgikvilla rFV/7-meðferðar, en lyfið gæti hafa stuðlað að myndun blóðtappa í heila og lungum hjá einum sjúklingi. * NYHA = New York Heart Association ** APTT = Activated Partial Throboplastin Time; *** PT = Prothrombin Time V 26 Carcinoid lungnaæxli á íslandi •Jóhanna M. Sigurðardóttir1, Kristinn Jóhannsson', Helgi ísaksson2, Steinn ■Jónsson3'1, Bjami Torfason1-5, Tómas Guðbjartsson1-’ ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Rannsóknastofa HÍ í meinafræði, lungnadeild Landspítala, ’læknadeild HÍ <omasgudbjarlsson@holmait.com johannamsig@yahoo.com Inngangur: Carcinoid æxli eru krabbamein af taugainnkirtlauppruna (neuroendocrine) (APUD-frumur) og er algengast að þau greinist í kviðarholi, sérstaklega í botnlanga. Þau geta einnig greinst í lungum, jafnt í báðum kynjum og á öllum aldri. Til er eldri rannsókn á carcinoid lungnaæxlum greindum á íslandi. Sú rannsókn náði hins vegar aðeins til 20 tilfella sem öll voru greind á tímabilinu 1955-1984 (1). Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hegðun þessa sjúkdóms hér á landi frá 1981, með aðaláherslu á árangur meðferðar og vefjafræði æxlanna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga sem greindust með carcinoid æxli í lungum á Islandi á tímabilinu 1981-2005. Upplýsingar fengust úr meinafræði- og sjúkraskrám auk Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands. Skráðar voru upplýsingar um einkenni, meðferð og greiningarmáta. Lagt var mat á árangur meðferðar og reiknaðar lífshorfur. Öll vefjasýni voru endurskoðuð af meinafræðingi og æxlin stiguð samkvæmt TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein. Niðurstöður: Frá 1981 til 2005 greindust samtals 46 sjúklingar (17 karlar og 29 konur, meðalaldur 47 ár, bil 20-86 ár) með carcinoid lungnaæxli á íslandi, sem er 2% af öllum lungnakrabbameinum sem greindust á sama tímabili. Algengasta einkenni sem leiddi til greiningar var hósti og lungnabólga en 30 sj úklingar (65 %) greindust fyrir tilviljun við myndrannsóknir á lungum. Hjá 31 sjúklingi voru æxlin staðsett í miðju lunganu, oftast í hægra lunga. Meðalstærð æxlanna var 2,6 cm (bil 1-5,5 cm). Langoftast var um dæmigerða (classical) vefjagerð að ræða (90%) en fjórir sjúklingar voru með illkynja afbrigði (atypical). Einn þessara sjúklinga greindist með meinvörp í litla heila og dó skömmu síðar. Hinir sjúklingamir voru allir á stigum I eða II, þar af tveir með meinvörp í miðmætiseitlum Allir sjúklingamir fóru í skurðaðgerð, oftast blaðnám (87%) en hjá einum sjúklingi þurfti að nema á brott allt lungað. Engir sjúklingar létust innan 30 daga eftir skurðaðgerð. Af 46 sjúklingum hefur aðeins einn (2%) látist úr sjúkdómnum. Ályktanir: Carcinoid lungnaæxli virðast álíka algeng hér á landi og í nágrannlöndum okkar. Hegðun þessara æxla er yfirleitt tiltölulega góðkynja en í sumum tilvikum geta þau sáð sér í eitla og jafnvel í önnur líffæri. Árangur skurðaðgerða er góður og langtímahorfur sömuleiðis. Heimildir 1. Hallgrimsson JG. et al. Bronchopulmonary carcinoids in Iceland 1955-1984. A retrospective clinical and histopathologic study. Scand J Thorac Cardiovasc Surg 1989; 23:275-8. V 27 Miðblaðsheilkenni. Klínísk einkenni og meinafræði Jón Þorkcll Einarsson'. Jónas G. Einarsson1, Helgi J. ísaksson2, Gunnar Guömundsson1 'Lungnadeild og 2rannsóknastofa í meinafræði, Landspítala jonthorkell@gniail. com Inngangur: Miðblaðsheilkenni (middle lobe syndrome) er sjaldgæft sjúkdómsástand í miðblaði hægra lunga. Lítið er vitað um klínísk einkenni og meinafræði þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þessi atriði. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru sjúkragögn sjúklinga þar sem miðblaðið hafði verið fjarlægt árin 1993 til 2006. Þeir fundust með leit í gagnagrunni Rannsóknarstofu í meinafræði Landspítala og sjúkraskýrslur frá klínískum deildum voru kannaðar. Niðurstöður: Um var að ræða 18 sjúklinga, fimm karla og 13 konur á aldrinum 2-86 ára (meðaltal 53 ár). Algengast var að sjúklingar hefðu endurteknar sýkingar (13) og hósta (12). Einnig uppgang (níu), mæði (átta), brjóstverk (sjö) og blóðhósta (tveir) sem einkenni. Átta voru með teppusjúkdóm í lungum. Við skoðun heyrðist önghljóð yfir lungum hjá sjö sjúklingum. Tölvusneiðmyndir voru til af öllum sjúklingunum og sýndu þær þéttingu (níu), samfall (níu), berkjuskúlk (sex) og dreifðar þéttingar (fjórar). Hjá einum sást aðskotahlutur í berkju. Vefjafræðilegar greiningar voru berkjuskúlk hjá 10 sjúklingum, trefjavefslungnabólga hjá sex, langvinnar bólgubreytingar hjá fimm, lungnahrun hjá tveimur, einn sjúklinganna hafði æxli við eða í berkju og einn var með aðskotahlut í berkju. Berkjuspeglun hafði verið gerð Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.