Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 23
ÁGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
notar níu lyf eða fleiri. Árið 2003 fékkst styrkur frá Heilbrigðis-
°g tryggingamálaráðuneytinu lil að kanna ávinning þess að hafa
klínískan lyfjafræðing í skilgreindum gæðaverkefnum á Hrafnistu
í Reykjavík, en erlendar rannsóknir á hjúkrunarheimilum hafa
staðfest gagnsemi þess.
Efniviður og aðferðir: Verkefnið var kynnt fyrir læknum og
hjúkrunarfræðingum heimilisins. Lyfjaver, sem sá um tölvustýrða
lyfjaskömmtum, tók saman lyfjalista tiltekinna heimilismanna sem
var áætlað að næðist að meta á þverfaglegum fundi hverju sinni.
Klíníski lyfjafræðingurinn kynnti sér lyfja- og sjúkrasögu og skráði
athugasemdir fyrir fundi með lækni og hjúkrunarfræðingi, þar sem
athugasemdir voru ræddar.
Niðurstöður: Eftir skoðun lyfjameðferða 163 heimilismanna voru
athugasemdir flokkaðar eftir afdrifum og fjölda á eftirfarandi hátt:
Athugasemd (163 einstakllngar) Fjöldi
Fjöldi athugasemda sem voru ræddar 543
Samþykkt 381
Hafnaö 72
Borið undir heimilismann 20
Vísað til utanaðkomandi sérfrasðings 6
Frestað 31
Vmislegt 33
Ályktanir: Vísbendingar eru um að verkefnið hafi leitt af sér aukið
hagræði og hagkvæmni varðandi lyfjameðferð.
1. Kröfu um öryggi og gæði lyfjameðferðar á hjúkrunarheimilum
verður betur mætt með skilgreindri aðkomu og þátttöku klínísks
lyfjafræðings ásamt þverfaglegri lyfjaumsjá.
2. Mikilvægt er að útfæra og nýta frekar möguleika rafrænna
lyfjaávísana og tölvustýrðrar skömmtunar með tilliti til öryggis
lyfjameðferða.
3. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að vinna markvisst að frekari útfærslu á
lyijaumsjá og gæðaeftirliti lyfjameðferðar á hjúkrunarheimilum.
E 15 Eiga erfðir þátt í tilurð gáttatifs?
Itavíð O. Arnar', Sverrir Porvaldsson2, Guðmundur Þorgeirsson1, Kristleifur
Knstjánssoir'. Hákon Hákonarson2. Kári Stefánsson2
'Lyflækningasvið I Landspítala, 2íslensk erfðagreining
davidar@lantlspilali.is
Inngangur: Gáttatif er algeng hjartsláttartruflun og er búist við að
algengi sjúkdómsins eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum.
Nokkrir áhættuþættir gáttatifs, eins og kransæðasjúkdómur,
hjartabilun og háþrýstingur eru vel þekktir. Hins vegar getur
gáttatif einnig sést hjá þeim sem ekki hafa neinn af áhættuþáttum
sjúkdómsins. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að erfðaþættir
auki áhættu á gáttatifi í völdum fjölskyldum en möguleg áhrif
erfðaþátta í stærra þýði hafa ekki verið könnuð.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið samanstóð af 5269
sjúklingum sem greinst höfðu með gáttatif á tímabilinu 1987-2003
og var meðaldur hópsins 71,5 ár. Alls voru 914 sjúklingar (17,3%)
undir sextugu við greiningu. Ættlægni sjúkdómsins var metin með
skyldleikastuðli (kinship coefficient) tjáð sem GIF (genealogic
index of familiality) og áhættuhlutfalli (risk ratio).
Niðurstöður: Skyldleikastuðull gáttatifshópsins (GIF=15,8) var
marktækt hærri en viðmiðunarhóps (GIF=13,8, p<0,00001) og
hélst hliðstæður munur jafnvel þegar allt að sex lög skyldmenna
höfðu verðið fjarlægð. Áhættustuðull fyrir fyrstu gráðu ættingja var
1,77 en fór minnkandi í annarrar til fimmtu gráðu ættingjum (1,36;
1,18; 1,10; 1,05) þó munurinn hafi haldist marktækur (p<0,001 hjá
öllum). Ef hópnum var skipt eftir aldri í þá sem voru undir sextugu
við greiningu og þá sem voru 60 ára og eldri við greiningu kom í Ijós
að áhættuhlutfall var 4,67 (p<0,001) í fyrstu gráðu ættingjum hjá
yngri hópnum en 1,94 (p<0,01) hjá eldri hópnum.
Ályklanir: Pessar niðurstöður sýna að gáttatif hefur sterka
tilhneigingu til ættlægni hérlendis. Þetta bendir til þess að
erfðaþættir kunni að auka hættuna á tilkomu gáttatifs. Niðurstöður
gefa jafnframt vísbendingu um að hlutverk erfðaþátta kunni að
vera stærra hjá yngri sjúklingum og að erfðafræði gáttatifs gæti
verið ólík hjá yngri og eldri sjúklingum.
E 16 Faraldsfræði frumkalkvakaóhófs í íslendingum -
tengsl við beinheilsu
Hclga Eyjólfídótlir'. Ólafur Skúli Indriðason', Leifur Franzson2, Gunnar
Sigurösson'
‘Lyflækningasviö 1 og 2rannsóknasvið Landspítala
helgaeyj@yahoo. com
Inngangur: Frumkalkvakaóhóf er oft einkennalaust og ábendingar
fyrir aðgerð hafa ekki verið skilgreindar. Tilgangur rannsóknarinnar
var að kanna algengi þess í fullorðnum íslendingum og bera hópinn
saman við viðmiðunarhóp með tilliti til beinumsetningar og
beinþéttni (BMD).
Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin úr þversniðsrannsókn
á beinheilsu sem gerð var frá 2001 til 2003. Þátttakendur voru
á aldrinum 30-85 ára og valdir með slembiúrtaki. Þeir svöruðu
ítarlegum spurningalista, teknar voru blóðprufur, þvagprufur,
hæð og þyngd mæld sem og líkamssamsetning. Beinþéttni var
mæld með DEXA. Beinumsetning var metin með mælingum á
osteókalcíni, kollagenkrossum og TRAP í sermi. Skilgreining
á frumkalkvakaóhófi var PTH >65 ng/L og jóníserað kalsíum
>1,30 mmól/L. Við notuðum t-próf og Mann-Whitney próf til
að bera saman sjúklinga með frumkalkvakaóhóf og heilbrigðan
viðmiðunarhóp sem valinn var af handahófi og var eins samsettur,
hvað varðar aldur, kyn og komumánuð í rannsóknina.
Niðurstöður: Af 1630 einstaklingum höfðu 16, þar af einn karl,
einkennalaust frumkalkvakaóhóf. Heildaralgengi er því 0,98%,
1,44% meðal kvenna og 0,17% meðal karla. Meðal kvenna
hækkaði tíðnin með aldri og var 0,7% hjá konum 30-45 ára, 1,4%
hjá 50-65 ára og 2,1% hjá 70-85 ára. Munur milli aldurshópanna var
þó ekki tölfræðilega marktækur. Sjúklingahópurinn hafði marktækt
meiri beinumsetningu og kalsíumútskilnað en viðmiðunarhópurinn
en ekki var marktækur munur á beinþéttni.
Ályktanir: í rannsókninni kom fram að frumkalkvakaóhóf er mun
algengara meðal kvenna en karla og tíðnin eykst með vaxandi aldri.
Þessar tölur eru sambærilegar við niðurstöður erlendra rannsókna.
Aukin beinumsetning þessara einstaklinga bendir til aukinnar
áhættu á beinþynningu þó ekki hafi komið fram marktækur munur
á beinþéttni. Niðurstaðan bendir til að þörf sé á langtímaeftirliti
og að hugsanlega sé ástæða til að ráðleggja aðgerð snemma í gangi
sjúkdómsins.
Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 23