Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 37
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
hjartaþræðingar hálfu ári eftir stoðnetsísetningu. Endurþrenging
(>50%) greindist hjá 10 sjúklingum (28%). Meðalaldur var
62,5±9,1 ár.
Endurþrengsli Ekki endurþrengsli
Fyrir PCI Eftir PCI P Fyrir PCI Eftir PCI P
PCS 42,2 50,0 0,2 43,7 49,5 <0,05
MCS 45,3 44,8 ns 49,1 51,0 ns
Ályktanir: Heilsutengd lífsgæði breyttust ekki marktækt hjá þeim
sjúklingum sem fengu endurþrengsli í stoðnet. Hins vegar mældist
marktækur bati í líkamlega þætti heilsutengdra lífsgæða sem ekki
fengu endurþrengsli.
V 31 Áreynsluþolpróf er ekki gagnleg aðferð til að greina
endurþrengsli í stoðnetum kransæða
Sandra Dís Stcinþórsdóttir'. Sigurdís Haraldsdóttir2, Karl Andersen1-2
'Læknadeild HÍ, 2hjartadeild Landspítala
andersen@landspitali. is
Inngangur: Kransæðavíkkun er árangursrík meðferð við
kransæðaþrengslum. í flestum tilfellum er sett stoðnet til að
bæta langtímaárangur meðferðarinnar. Þrátt fyrir góðan árangur
víkkunarinnar verða endurþrengsli í stoðneti í allt að 20-30%
tilfella innan fjögurra til sex mánaða. Hluti þessara endurþrengsla
er án einkenna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu
vel áreynslupróf og klínískt einkennamat segja til um hvort að
endurþrenging hafi orðið.
Efniviður og aðferðir: Þrjátíu og sex sjúklingar sem komu til
kransæðavíkkunar með stoðnetsísetningu voru skoðaðir að hálfu ári
liðnu með klínísku einkennamati og áreynsluþolprófi. Einkennamat
byggðist á hjartalínuriti og einkennum um áreynslutengda
brjóstverki. Áreynsluþolprófið var gert á þrekhjóli og leitað var
að hjartalínuritsbreytingum sem bent gætu til endurþrengsla í
kransæðum. Að lokum voru endurþrengsli í stoðnetum metin með
kransæðaþræðingu.
Niðurstöður: Meðalaldur var 62,5+9,1 ár. Þrjár konur (8,3%) og 33
karlar tóku þátt.
Klínískt mat Áreynsluþolpróf
Naemi (sensitivity) % n,i 33,3
Sértæki (specificity) % 84,6 53,8
Spágildi jákvæðs prófs (PPV) % 20,0 20,0
Spágildi neikvæðs prófs (NPV) % 73,3 70,0
PPV: Positive predictive value
NPV: Negative predictive value
Ályktanir: Hvorki klínísk mat né áreynsluþolpróf voru áreiðanlega
til að meta endurþrengsli í stoðnetum en neikvætt spágildi prófanna
var nokkuð gott. Áreynsluþolpróf veitir ekki frekari upplýsingar en
klínískt einkennamat í þessari rannsókn.
V 32 Greining endurþrengsla í stoðnetum kransæða með
sextíu og fjögurra sneiða tölvusneiðmyndatæki
Sigurdís Haraldsdóttir1*3, Birna Jónsdóttir2, Sandra Dís Steinþórsdóttir3, Jónína
Guöjónsdóttir2, Axel F. Sigurðsson1, Kristján Eyjólfsson1, Þórarinn Guönason1,
Sigurpáll Scheving1, Ragnar Danielsen1, Torfi Jónasson1, Guðmundur Þorgeirsson1,
Kristleifur Kristjánsson4, Hákon Hákonarson4, Karl Andersen1-3
'Hjartadeild Landspítala, 2Læknisfræðileg myndgreining Domus Medica,
3læknadeild HÍ, 4íslensk erfðagreining
andersen@landspitalLis
Inngangur: Endurþrengsli verða í allt að 30% af þeim
stoðnetum sem sett eru í kransæðar og takmarkar það verulega
meðferðarárangur. Greining endurþrengsla byggir á klínískum
einkennum, áreynsluþolprófi og nýrri hjartaþræðingu þegar
klínískur grunur er sterkur. Með þessari rannsókn vildum við kanna
hversu vel sneiðmyndataka af kransæðum með nýjustu 64 sneiða
tækni nýtist við greiningu á endurþrengslum í stoðnetum.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem fengið höfðu stoðnet í
kransæð vegna kransæðaþrenginga voru kallaðir aftur inn í
endurmat að hálfu ári liðnu. Kransæðamyndataka með 64 sneiða
CT var gerð og borin saman við niðurstöðu hjartaþræðingar.
Marktæk endurþrengsli voru talin til staðar ef þrengslin voru yfir
50% af þvermáli æðarinnar.
Niðurstöður: Þrjátíu og níu sjúklingar (8% konur) með samtals 57
stoðnet voru rannsakaðir. Ellefu stoðnet (í fimm sjúklingum) voru
útilokuð, sjö vegna tæknilegra vandamála (kalkbreytinga/atrial
fibrillation) og fjögur vegna þess að stoðnetið var minna en 3 mm í
þvermál. Meðalaldur (staðalfrávik) var 62,8 (9,1) ár. Af sjúklingum
höfðu 72% fjölskyldusögu, 15% höfðu sykursýki, 41% höfðu
hækkun á kólesteróli og 28% reyktu. Lyfjahúðuð stoðnet voru notuð
í 18% tilfella. Miðtími (25% og 75% dreifing) frá kransæðavíkkun
að þræðingu var 191 (181/206) dagur. Miðtími (25%, 75% dreifing)
frá CT að hjartaþræðingu var fjórir (-3,4) dagar. Næmni (sensitivity)
CT rannsóknar til að greina yfir 50% endurþrengsli í stoðneti var
22%, sértækni (specificity) 80%, jákvætt forspárgildi (ppv) 29% og
neikvætt forspárgildi (npv) 74%.
Ályktanir: Sneiðmyndataka af kransæðum með 64 sneiða CT er ný
aðferð sem getur gagnast við að útiloka endurþrengsli í stoðnetum.
Hins vegar er jákvætt forspárgildi lágt. Aðferðin er í þróun og þörf
er á stöðlun viðmiða til greiningar endurþrengsla í stoðnetum.
V 33 Sameindafaraldsfræði pneumókokka í ífarandi
sýkingum á íslandi 1990-2004
Karl G. Krislinsson. Hólmfríður Jensdóttir, Helga Erlendsdóttir, Þóra R.
Gunnarsdóttir
Sýklafræðideild Landspítala
karl@landspitali. is
Inngangur: Tilhneiging pneumókokka til að valda ífarandi sýkingum
er háð hjúpgerð, en meinvirkni virðist þó geta verði misjöfn meðal
stofna innan sömu hjúpgerðar. Markmið rannsóknarinnar var að
skoða pneumókokka sem ræktuðust frá ífarandi sýkingum (blóði
og mænuvökva) á íslandi með tilliti til klónasamsetningar og
breytinga á tíðni klónanna á 15 ára tímabili.
Efniviður og aðferðir: Ifarandi pneumókokkasýkingar hafa
Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 37