Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 19
AGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA meðgöngusykursýki (sykurþolspróf samkvæmt WHO) á árunum 2002-2003. Niðurstöður: Tíðni meðgöngusykursýki var 2,4% árið 2002 og 3,1% 2003. Mæðurnar fengu allar leiðbeiningar um mataræði og 40% kvennanna voru meðhöndlaðar með insúlíni að auki. Meðalfæðingarþyngd barnanna var 3693 gr. 27% barnanna voru >4000 gr. og 5% voru >4500 gr. Meðalmeðgöngulengd var um 39 vikur. Það var marktæk tilhneiging hjá konum með líkamsþyngdarstuðul (BMI) yfir 35 að fæða þung börn. Fæðing var framkölluð hjá 47% kvennanna samanborið við 14% almennt. Með vaxandi þyngd móður jukust líkur á gangsetningu. í 67% tilfella var um að ræða fæðingu um leggöng og þar af 5% með sogklukku/ töng. Keisarafæðingar voru 33%. Það var enginn munur á fjölda keisaraskurða við framkallaða eða eðlilega (spontan) fæðingu hjá mæðrum með líkamsþyngdarstuðul undir eða yfir 30 eða þegar börnin eru undir eða yfir 4000 gr. Af börnunum voru 10% greind með sykurfall og 9% með gulu. Alyktanir: Meðgöngusykursýki þrefaldar líkurnar á gangsetningu fæðingar og tvöfaldar líkurnar á keisaraskurði miðað við almennt, jafnvel þó að fæðingarþyngd barnanna sé álíka. Börnin hafa hærri líkur á að fá sykurfall og gulu miðað við almennt. E 4 Samanburður á segavörnum á Landspítala á árunum 1992 og 2006 Kristín Ása Einarsdóttir1, Brynja R. Guömundsdóttir1. Páll Torfi Önundarsmr] ‘Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2læknadeild HI pallt@landspitali. is Inngangur: Árið 1992 var gerður samanburður á notkun prótrombíntíma (PT) og prótrombín-prókonvertíntíma (PP) við skömmtun K-vítamínhemla (KVH) á Landspítalanum. INR gildi reiknuð samkvæmt PP prófi reyndust algerlega sambærileg við INR samkvæmt prótrombíntíma og í ljósi þess hefur áfram verið skammtað eftir PP prófi. Árið 1992 voru K-vítamínhemlar skammtaðir af hjartalæknum og tókst að halda sjúklingum innan meðferðarmarkmiðanna INR 2,0-3,0 um 37% meðferðartímans en 51% voru innan markanna 2,0-4,5. Nær 50% meðferðartímans fengu sjúklingar blóðþynningu innan við INR 2,0. Rannsóknin 1992 leiddi einnig í ljós, að blæðingarhætta var fyrst og fremst hjá einstaklingum með INR yfir 6,0. K-vítamínhemlar voru skammtaðir árið 2006 af sérhæfðu starfsfólki með hjálp tölvuforritsins DAWN AC. Efniviður og aðferðir: Árið 2006 var með þverskurði borin saman blóðþynning (anticoagulation intensity) þriggja sambærilegra abendingarhópa á einum tímapunkti úr rannsóknarhópnum frá 1992 og úr hópi skjólstæðinga segavarna 2006. Helstu niðurstöður: Sjúklingar með gáttatif voru innan markgilda INR 2,0-3,0 í 43% tilvika árið 1992 en 65% tilvika árið 2006 (49% aukning) og sjúklingar með bláæðasega með eða án segareks til lungna í 35% á móti 65% tilvika (86% aukning). Sjúklingar með gervihjartalokur (mechanical heart valves, MHV) voru innan markgilda 2,5-3,5 í 30% tilvika 1992 á móti 51% árið 2006 (70% aukning). Séu meðferðarmarkmið víkkuð um +/- 0,2 INR-stig eru í sömu röð árið 2006 83%, 78% og 66% sjúklinga innan markgilda. Tölvuskammtar eru ýmist auknir eða dregið úr þeim í 21% tilvika við markgildin INR 2,0-3,0 en í 36% tilvika þegar markgildin eru 2,5-3,5. Ályktanir: Árangur segavarna mældur sem blóðþynning innan marka hefur batnað verulega á tímabilinu en árangur mætti þó enn batna hjá sjúklingum með gervihjartalokur. Líklegt er að DAWN AC eigi þátt í þessum árangri. E 5 Algengi sykursýki af tegund 2 og efnaskiptavillu á íslandi 1967-2002 Jóhannes Bergsveinsson1, Thor Aspelund2, Vilmundur Guðnason2, Rafn Benediktsson1-2-3 ‘Læknadeild HÍ, 2Hjartavernd, 3innkirtladeild Landspítala johannes@mLis Inngangur: Algengi sykursýki af tegund 2 (SS2) og efnaskiptavillu (metabolic syndrome) hefur aukist gríðarlega í hinum vestræna heimi en einnig í svokölluðu þróunarlöndum. Á síðustu árum hafa verið lögð til ný og mismunandi greiningarskilmerki fyrir sykursýki sem leitt hefur til ósamræmis hvað algengistölur varðar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta algengi sykursýki af tegund 2 og efnaskiptavillu á íslandi á tímabilinu 1967-2002 með mismunandi greiningarskilmerkjum (WHO 1985, ADA 1997, WHO 1999). Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr þremur rann- sóknum Hjartaverndar: Hóprannsókn Hjartaverndar, Afkom- endarannsókninni og Rannsókn á ungu fólki. Alls voru þetta 16.184 einstaklingar 7747 karlar og 8437 konur. Skoðað var aldursbilið 45-64 ára. Rannsóknartímabilinu var skipt niður í fimm þversniðstímabil, 1967-1972, 1974-1979, 1979-1984, 1985-1991 og 1997-2002 og var algengi og nýgengi SS2 og efnaskiptavillu metin á hverju tímabili. Niðurstöður: Algengi (95% öryggismörk) SS2 samkvæmt ADA 1997 hefur á 30 ára tímabili vaxið úr 3,3% (2,6-4,0) í 4,9% (3,5-5,3) hjá körlum sem er um 48% hækkun og úr 1,9% (1,4-2,4) í 2,9% (1,9-3,9) hjá konum á sama aldri eða um 53% hækkun. Tímaleitnin var marktæk bæði hjá körlum og konum. Fyrir hvern einn sem er með þekkta sykursýki eru nú þrír með óþekkta sykursýki, en hlutfall óþekktrar sykursýki var vaxandi á rannsóknartímabilinu. Algengi efnaskiptavillu hefur aukist enn meira en SS2, úr 4,6% (3,8-5,4) í 8,7% (6,9-10,5) hjá körlum sem er um 89% hækkun og úr 2,8% (2,2-3,4) í 5,0% (3,8-6,2) hjá konum sem er um 79% hækkun. Ályktanir: Ljóst er að sama þróun er að eiga sér staðar hérlendis og annars staðar hvað varðar hækkun á algengi SS2 og efnaskiptavillu en þó er algengi SS2 á íslandi með því lægsta sem þekkist í Evrópu. E 6 Alvarleiki og fylgikvillar ífarandi meningókokkasýkinga á íslandi Ingi Karl Reynisson1, Helga Erlendsdóttir2, Magnús Gottfreðsson1-2 ‘Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild og ’lyflækningadeild Landspítala magnusgo@landspitali. is Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum meningókokka (Neisseria Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 19

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.