Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 36
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA í 15 sjúklinganna og var fyrirstaða í miðblaðsberkju hjá einurn. Ályktanir: Miðblaðsheilkenni var algengt í konum. Endurteknar sýkingar, hósti, uppgangur og mæði voru algeng einkenni. Ymsar vefjagreiningar koma fyrir en berkjuskúlk er algengast og æxli er sjaldgæft. Fyrirstaða í berkju var sjaldan fyrir hendi. V 28 Lungnatrefjun (pulmonary fibrosis). Yfirlit 22 ára á íslandi Jónus Geir Einarsson'. Helgi J. Isaksson2, Gunnar Guðmundsson' 'Lungnadeild Landspítala, 2Rannsóknastofa HÍ í meinafræði jonasge@intemet. is Inngangur: Millivefslungnabólgu af óþekktri orsök (idiopathic interstitial pneumonia, IIP) er skipt upp í usual interstitial pneumonia (UIP), nonspecific interstitial pneumonia (NSIP), cryptogenic organizing pneumonia (COP), acute interstitial pneumonia (AIP), respiratory bronchiolitis-associated interstitial lung disease (RB-ILD) og desquamative interstitial pneumonia (DIP) (1). Greining þessara sjúkdóma og flokkun byggir á sértæku vefjamynstri. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði á íslandi. Efniviður og aðferðir: Einungis voru rannsakaðir sjúklingar sem greinst höfðu með sýnatöku í skurðaðgerð eða í krufningu og höfðu ekki aðrar skýringar á sjúkdómi. Leitað var í gagnagrunni Rannsóknastofu HÍ í meinafræði á árunum 1984-2005. Sjúklingum með trefjavefslungnabólgu var sleppt. Niðurstöður: Á umræddu tímabili voru 45 einstaklingar greindir með millivefslungnabólgu af óþekktri orsök, 30 karlar og 15 konur. Sýnataka með skurðaðgerð greindi 27 en 18 greindust með krufningu. Nýgengi á tímabilinu var 0,76/100.000. Algengasta greiningin var UIP hjá 34, NSIP höfðu fjórir, DIP þrír og hjá fjórum var greining óviss (endastig). Núverandi eða fyrrverandi reykingamenn voru 32/45. Meðferð með sterum var gefin hjá 38/45, súrefni fengu 26/45 og 11/45 fengu ónæmisbælandi meðferð. I byrjun árs 2006 var 31 látinn en 14 voru á lífi og reyndist meðallifun eftir greiningu vera um fimm ár. Ályktanir: Millivefslungnabólgu af óþekktri orsök er sjaldgæfur sjúkdómaflokkur á íslandi. Dreifing meðal flokka er svipuð og í öðrum rannsóknum. Sjúkdómurinn er algengari hjá karlmönnum og þeim sem reykja. Meðferð er reynd hjá flestum en dánartíðni er há. 1. American Thoracic Society/European Respiratory Society International Multidisciplinary Consensus Classification of the Idiopathic Interstitial Pneumonias. Am J Respir Crit Care Med 2002; 165:277. V 29 Áhrif kransæðavíkkunar á heildutengd lífsgæði Aliliildur Pórðardóttir. Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, Karl Andersen Hjartadeild Landspítala andersen@landspitallis Inngangur: Kransæðavíkkanir eru árangursrík aðferð til að bæta blóðflæði í hjarta og draga úr sjúkdómseinkennum. Auk þess að minnka hjartaverk hefur verið sýnt fram á að meðferðin bætir heilsutengd lífsgæði. Konur hafa oft ódæmigerð einkenni kransæðasjúkdóms. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort kynjamunur væri í áhrifum kransæðavíkkana á heilsutengd lífsgæði. Efniviður og aðferðir: Hjartasjúklingar, sem voru á leið í kransæðavíkkun með stoðnetsísetningu (PCI), svöruðu SF-36v2 spurningalistanum urn heisutengd lífsgæði. Að sex mánuðum liðnum var sama próf lagt fyrir aftur og síðan gerð ný hjartaþræðing til að meta endurþrengsli í stoðnetinu. Reiknilíkan spurningalistans gefur niðurstöður fyrir átta mismunandi svið heilsutengdra lífsgæða sem eru dregin saman í tveimur flokkum sem endurspegla líkamlega (PCS) og andlega (MCS) heilsu. Niðurstöður eru bornar saman við meðaltal þýðis heilbrigðra þar sem 50 er meðaltalsgildi í hverjum flokki og staðalfrávik 10 (norm based scoring). Niðurstöður: Sextíu og fjórir hjartasjúklingar tóku þátt í rannsókninni og voru 12 (19%) konur. Meðalaldur var 63,6 (+/- 9,1) ár. PCS MCS Fyrir PCI Eftir PCI P Fyrir PCI EftirPCI P Konur 35,2 42,0 ns 40,5 31,8 ns Karlar 44,1 51,0 0,001 50,2 52,1 ns Bæði kyn 42,4 49,6 0,001 48,3 49,7 ns Konur hafa marktækt lægra PCS skor (p<0,01) og MCS skor (p<0,001) bæði fyrir og eftir víkkun PCS (p<0,05), MCS (p<0,05). Ályktanir: Kransæðavíkkun bætir líkamlega þætti heilsutengdra lífsgæða fremur en andlega. Áhrifin eru greinileg meðal karla en ekki marktæk hjá konum. Heilsutengd lífsgæði mælast lægri hjá konum en körlum bæði fyrir og eftir kransæðavíkkun. V 30 Endurþrengsli í stoðneti eftir kransæðavíkkun veldur ekki breytingu á heilsutengdum lífsgæðum Hólmfríður Aðalstcinsdóttir, Álfhildur Þórðardóttir, Kristján Eyjólfsson, Axel F. Sigurðsson, Þórarinn Guðnason, Sigurpáll Scheving, Torfi F. Jónasson, Þorbjörn Guðjónsson, Karl Andersen Hjartadeild Landspítala qndersen@landspitali.is Inngangur: Kransæðavíkkanir eru árangursrík aðferð til að bæta blóðflæði í hjarta og draga úr sjúkdómseinkennum. Sýnt hefur verið fram á að meðferðin bæti heilsutengd lífsgæði. í um 20-30% tilvika verða endurþrengsli í stoðneti kransæða fjórum til sex mánuðum eftir aðgerðina. Ekki er vitað hvort þetta hafi áhrif á heilsutengd lífsgæði. Efniviður og aðferðir: Hjartasjúklingar sem voru á leið í kransæðavíkkun með stoðnetsísetningu (PCI) svöruðu SF-36v2 spurningalistanum um heilsutengd lífsgæði. Að sex mánuðum liðnum var sama próf lagt fyrir aftur og síðan gerð ný hjartaþræðing til að meta endurþrengsli í stoðnetinu. Reiknilíkan spurningalistans gefur niðurstöður fyrir átta mismunandi svið heilsutengdra lífsgæða sem eru dregin saman í tveimur flokkum sem endurspegla líkamlega (PCS) og andlega (MCS) heilsu. Niðurstöður eru bornar saman við meðaltal þýðis heilbrigðra þar sem 50 er meðaltalsgildi í hverjum flokki og staðalfrávik 10 (norrn based scoring). Niðurstöður: Þrjátíu og sex sjúklingar hafa komið til nýrrar 36 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.