Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Side 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Side 38
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA verið skráðar fyrir allt landið síðan 1975 og flestir stofnarnir sem ræktuðust eftir 1990 hafa verið hjúpgreindir og frystir. Gert var næmispróf á öllum lifandi stofnum fyrir oxasillíni, erýþrómýsíni, klóramfeníkóli, trímetóprím-súlfa og tetrasýklíni með skífuprófi og fyrir penisillíni og ceftríaxóni með E-strimlum (oxasillín ónæmir stofnar). Allir stofnarnir voru hjúpgreindir og flestir voru stofngreindir með „pulsed field gel electrophoresis (PFGE)“ á DNA (eftir bútun með Sma\ skerðihvatanum). Niðurstöður: Af 698 pneumókokkum sem höfðu ræktast frá ífarandi sýkingum fundust 492 lífvænlegir stofnar. Minnkað næmi fyrir penisillíni fannst hjá 41 (8,3%), en aðeins einn þeirra stofna var alveg ónæmur. Ónæmi/minnkað næmi fyrir klóramfeníkóli var 5,5%, erýþrómýsíni 8,9%, tetrasýklíni 6,7% og súlfa-trímetóprími 21,2%. Minnkað næmi fyrir penisillíni var 7,7% á árunum 1990- 1994, 9,4% á árunum 1995-1999 og 7,8% 2000-2004. Eryþrómýsín ónæmi fyrir sömu tímabil var 8,8%; 8,8% og 9,1%. Algengustu hjúpgerðirnar voru 7F (108), 9V (44), 6B (41), 14 (39), 23F (29), 4 (27) og 19A (22). PFGE stofngreining hefur verið gerð á 343 (70%) af stofnum helstu hjúpgerða. Fjöldi klóna innan hjúpgerða er breytileg. Hjúpgerðir 4, 19A og 3 hafa allar aðeins einn klón, og hjúpgerð 7F aðeins tvo. Allir stofnar hjúpgerðar 1 nema einn tilheyra einum klóni sem birtist fyrst 2002. Hjúpgerð 14 hefur hins vegar átta mismunandi klóna. Ályktanir: Breytileiki innan hjúpgerða er mismunandi og nýgengi þeirra breytist með tíma sem þó þarf ekki að endurspeglast í nýgengi viðkomandi hjúpgerðar. Þetta skiptir máli þegar meta þarf áhrif nýrra bóluefna. Verið er að PFGE stofngreina pneumókokka frá heilbrigðum börnum á sama tíma til samanburðar. V 34 Remicade-meðferð við Crohns sjúkdómi og sáraristilbólgu. Árangur af meðferð Kjartan B. Örvar, Guðmundur Ragnarsson, Margrét Steindórsdóttir, Birna Steingrímsdóttir Lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Sólvangi kjartan@stjo.is Inngangur: Tumor Necrosis factor alfa (TNF alfa) gegnir mikilvægu hlutverki í bólgusvari þarma bæði í Crohns sjúkdómi (CD) og sáraristilbólgu (colitis ulcerosa, UC). Anti-TNF alfa (Remicade) hefur verið notað í erfiðum Crohns sjúkdómi frá 1999 og við sáraristilbólgu frá 2005. Tilgangur rannsóknar var að athuga árangur af Remicade-meðferð hjá fyrstu 15 sjúklingunum sem fengu lyfið á lyflækningadeild St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði. Efniviður og aðferðir: Tólf sjúklingar með Crohns sjúkdóm og þrír með sáraristilbólgu hafa fengið Remicade-meðferð frá 1999 til 15 apríl 2006, alls 154 inngjafir. Lyfjasvörun var talin fullkomin ef sjúklingur var án einkenna og af sterum, hlutasvörun ef viðkomandi var betri, en ekki einkennalaus og enn á sterum. Talið var að um enga svörun væri að ræða ef mikil einkenni voru til staðar og áfram þörf fyrir stera. Fjöldi innlagna og innlagnardaga var skoðaður fyrir og eftir upphaf Remicade-meðferðar. Aukaverkanir voru skoðaðar. Niðurstöður: Tólf sjúklingar með Crohns sjúkdóm hafa fengið Remicade og sjö hafa fengið fullkomna svörun, þrír hafa svarað að hluta og tveir svöruðu vel en urðu að hætta á Remicade vegna aukaverkana. Þrír sjúklingar með sáraristilbólgu hafa fengið 38 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 Remicade og tveir hafa svarað að hluta en einn svaraði ekki og fór í aðgerð. Meðalfjöldi innlagnardaga var 4,46 (0-98 ) fyrir upphaf Remicade-meðferðar, en eftir Remicade 2,06 (1-50). Aukaverkanir voru eftirfarandi: Sjúklingur Aukaverkun Remicadegjafir A. CD Streptókokkahálsbólga 3 Serum sickness viðbragð 4 Aðgerð á ristilþrengslum 5 B. CD Aðgerð á perianal abscess 8 C. CD Sýking eftir hálskirtlatöku 12 Jákvætt Mantoux próf 16 D. CD Svaesin ofnæmisútbrot 1 E. CD Höfuðverkur 4 Ályktanir: Góður árangur hefur náðst með Remicade-meðferð í erfiðum sjúkdómstilfellum af Crohns sjúkdómi en ekki af sáraristilbólgu. Árangur okkar er svipaður og sést hefur í erlendum rannsóknum. Jafnvel þeir sem ekki svara fullkomlega fá greinilegan bata og geta tekið lægri skammta af sterum. Aukaverkanir eru tíðar og eru sýkingar algengar. V 35 Faraldsfræði gauklasjúkdóma á íslandi 1993-1997 Konstantín Shchcrbak1. Ólafur Skúli Indriðason2, Viðar Eðvarðsson3, Jóhannes Björnsson4, Runólfur Pálsson2 'Lyflækningasvið I,2nýrnalækningaeining, 3Barnaspítali Hringsins og 4rannsóknastofa í meinafræði Landspítala runolfur@l(inilspitali. is Inngangur: Þótt gauklasjúkdómar séu ein af helstu orsökum lokastigsnýrnabilunar hér á landi, liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um faraldsfræði þeirra. Þá finnast takmarkaðar upplýsingar meðal annarra þjóða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi gauklasjúkdóma á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tekur yfir 20 ára tímabil, frá 1983 til 2002. Unnið hefur verið úr gögnum frá fimm ára tímabili, 1993-1997. Upplýsingar um vefjagreiningu voru fengnar úr skrám meinafræðideildar Landspítala og klínískar upplýsingar úr sjúkraskrám. Endaleg sjúkdómsgreining var byggð á niðurstöðu meinafræðilegrar rannsóknar með hliðsjón af klínískum þáttum. Niðurstöður: Á tímabilinu 1993-1997 komu 116 nýrnasýni til rannsóknar á Rannsóknarstofu í meinafræði vegna gruns um gauklasjúkdóm. Nákvæm sjúkdómsgreining var staðfest hjá 101 einstaklingi en í 15 tilvikum var sjúkdómsgreiningin óviss. Algengust var IgA-tengd gauklabólga sem greindist hjá 27 einstaklingum (23,3%), þar af IgA-nýrnamein hjá 21 (18,1%) og Henoch-Schönlein purpura hjá sex (5,2%). Nýrnahersli var næstalgengast en það fannst hjá 16 einstaklingum (13,8%) og reyndust 12 (10,3%) vera með góðkynja nýrnahersli af völdum háþrýstings. Focal segmental glomerulosclerosis (FSGS) greindist hjá 11 (9,5%), mýlildi (amyloidosis) hjá átta (6,9%) og minimal cliange disease (MCD) hjá sex einstaklingum (5,2%). Ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til að IgA-nýrnamein sé algengasta tegund gauklasjúkdóms hér á landi eins og víðast annars staðar. Athygli vekur að enginn sjúklingur greindist með membranous nephropathy á framangreindu fimm ára tímabili. Þá er hlutdeild FSGS og MCD lægri en flestar erlendar rannsóknir hafa sýnt.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.