Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 17
AGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ÁGRIP ERINDA E 1 Endurþrengsli í stoðnetum kransæða. Tengsl við stærð stoðnets, sykursýki og áhættuþætti kransæðasjúkdóms Karl Andersen, Axel F. Sigurðsson, Þórarinn Guðnason, Sigurpáll Scheving, Torfi Jónasson, Ragnar Danielsen, Guðmundur Þorgeirsson, Kristján Eyjólfsson Hjartadeild Landspftala andersen@landspitali.is Inngangur: Kransæðavíkkanir eru gerðar til að bæta blóðflæði og minnka einkenni kransæðasjúkdóms. Þrátt fyrir góðan árangur meðferðarinnar í upphafi er algengt að æðin þrengist aftur þar sem hún var víkkuð. Notkun stoðneta hefur dregið talsvert úr tíðni endurþrengsla sem verða samt sem áður í um 25-30% tilvika. Endurþrengsli myndast vegna ofholdgunar í æðavegg (intimal hyperplasia) oftast innan tveggja til sex mánaða frá inngripinu. Erfitt hefur reynst að spá fyrir um hvaða sjúklingar koma til með að mynda endurþrengsli. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem komið hafa til kransæðavíkkunar og stoðnetsísetningar á 11 ára tímabili (1993- 2003) voru rannsakaðir. Eftirfylgni var að minnsta kosti eitt ár eftir stoðnetsísetningu. Hjá þeim sjúklingum sem síðar komu til nýrrar hjartaþræðingar var leitað að endurþrengslum (>50% af þvermáli æðarinnar). Niðurstöður: Tvö þúsund átta hundruð og ellefu kransæðavíkkanir með stoðnetsísetningu voru framkvæmdar á 2495 sjúklingum á tímabilinu. Af þessum sjúklingum komu 747 (30%) aftur til hjartaþræðingar og greindust 257 (34%) þeirra með endurþrengsli. Tengsl endurþrenginga við nokkra áhættuþætti eru sýnd í töflu I. Lengd stoðnets 20 mm+ Hlutfall með endurþrengsli (%) P 51 0,001 Lengd stoðnets <20 mm 32 Þvermál stoðnets 3,5 mm+ 28 0,002 Þvermál stoðnets <3,5 mm 39 Sykursýki 37 0,61 Ekki sykursýki 34 Háþrýstingur 37 0,81 Ekki háþrýstingur 32 Karlar 37 0,03 Konur 27 Reykja 32 0,66 Reykja ekki 35 Alyktanir: Endurþrengsli voru algengust í lengri og grennri stoðnetum og er það í samræmi við fyrri rannsóknir. Hins vegar fundust ekki tengsl við sykursýki eins og þekkt er í erlendum rannsóknum og er það hugsanlega vegna betri meðferðar við sykursýki hér en víðast erlendis. E 2 Stofngreining á Streptococcus pyogenes stofnum úr ífarandi sýkingum á íslandi árin 1988-2005 Hrefna Gunnarsdúttir . Helga Erlendsdóttir2, Þóra Rósa Gunnarsdóttir2, Magnús Gottfreðsson3, Karl G. Kristinsson2 'Háskólinn í Reykjavík, 2sýklafræðideild og 3smitsjúkdómadeild Landspítala lielgaerl@landspitali. is Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus pyogenes geta verið mjög skæðar. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að nýgengi þessara sýkinga hefur aukist síðastliðna áratugi. Ákveðnar stofngerðir og ákveðin úteitur (aðallega Spe A og Spe C) hafa verið tengd aukinni meinvirkni. Stofngreiningar hafa hins vegar aðallega verið gerðar á völdum hópum eða í faröldrum. Skort hefur rannsóknir sem ná yfir heila þjóð og lengri tfma. Efniviður og aðferðir: Til eru 145 stofnar á sýklafræðideild Landspítala úr ífarandi sýkingum á landinu öllu af völdum S. pyogenes, þeir elstu frá árinu 1988. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar um dagsetningu sýkingar, aldur sjúklings, kyn, sýkingarstað og afdrif. Gerð var T-prótein greining á öllum stofnunum. Jafnframt voru þeir stofngreindir með skerðiensímum og rafdrætti (PFGE). Að auki var leitað að tilvist spe úteitursgena með PCR aðferð í 40 nýjustu stofnunum, eða öllum stofnum síðastliðinna fjögurra ára. Niðurstöður: Algengasta T-próteingerðin var T-1 (36 alls eða 25%) og voru þeir stofnar aðallega frá tveimur klónum. Algengasti klónninn var 1.001 (+1.002), en 24 stofnar lilheyrðu honum, og voru þeir flestir af próteingerð T-l. Próteingerðirnar T-4 og T-12 voru algengari hjá börnum, en T-28 hjá fullorðnum. Marktækt fleiri fullorðnir létust er höfðu T próteingerð T-1 í samanburði við þá sem höfðu aðrar próteingerðir (p=0,009). Dauðsföll voru einnig marktækt algengari meðal þeirra sem höfðu klón 1.001 (p=0,003). Af 40 nýjustu stofnunum reyndust allir hafa speB, 35% speA og 45% speC. Aðeins einn sjúklingur hefur látist síðastliðin fjögur ár og var stofn hans af próteingerð T-1 og hafði öll spe genin. Alyktanir: Alvarleiki ífarandi sýkinga með S. pyogenes tengist ákveðnum T-próteingerðum og klónum. Meira en helmingur sjúklinganna sem létust sýktust af sama klóni. Sá klónn hefur verið viðvarandi allt rannsóknartímabilið, en tíðni hans hefur lækkað undanfarin sex ár og kann það að eiga þátt í því að horfur sjúklinga hafa batnað. Þessar niðurstöður benda einnig til að rétt sé að skoða klíníska birtingarmynd í samhengi við stofngerðir S. pyogenes. E 3 Greining á meögöngusykursýki hefur áhrif á fæðingarmáta og útkomu barna óháð fæðingarþyngd þeirra Ina K. Ógmundsdúttir'. Ástráður B. Hreiðarsson'. Bertlia María Ársælsdóttir', Þórður Þórkelsson2. Reynir Tómas Geirsson3, Hildur Harðardóttir', Arna Guðmundsdóttir1 'Göngudeild sykursjúkra, 2barnadeild og -’kvennadeild Landspítala kariind@mmedia. is Inngangur: Rannsókn beinist að því hvort meðgöngusykursýki hefur áhrif á fæðingarmáta og fæðingarútkomu barna meðal íslenskra kvenna á árunum 2002-2003. Efniviöur og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og byggir á sjúkraskýrslum. Hún náði til 185 kvenna sem greindar voru með Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 17

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.