Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 40
AGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA Ályktanir: Á rannsóknartímabilinu urðu mæld gildi betri og náðu flest markmiðum klínískra leiðbeininga á síðasta ári rannsóknartímabilsins. Þörf er að auka tíðni mælinga. Heimildir 1. American Diabetes Association. Economic consequenses of diabetes mellitus in the U.S. in 1997. Diabetes Care 1998; 21: 296-309. 2. UK Prospective Diabetes Study (UKPDS) group. Tight blood pressure control and risk of macrovascular complicantions in type 2 diabetes (UKPDS 38). BMJ 1998: 703-13. 3. DCCT Research Group. The effect of intensive treatment of diabetes in the development and progression of long-term complications in insulin-dependent diabetes mellitus. N Engl J Med 1993; 329: 977-86. 4. Landlæknisembættið. Klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð sykursýki af tegund 2. www.landlaeknir.is Sjá klínískar leiðbeiningar við sykursýki tegund 2. V 39 Mið- og utanbrúarafmýling í kjölfar leiðréttingar blóðnatríumlækkunar. Sjúkratilfelli Ólafur Svcinsson', Runólfur Páisson:; ‘Lyflækningasvið I og 2nýrnalækningaeining Landspítala ruitolfur@landspitali.is Inngangur: Mið- og utanbrúarafmýling (central pontine and extrapontine myelinolysis) er sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli of hraðrarleiðréttingarásvæsinniblóðnatríumlækkun(hyponatremia). Þessi fylgikvilli kom nýlega fyrir hjá ungri konu þótt varlega væri farið við meðferð blóðnatríumlækkunar. Tilfelli: Fjörutíu og þriggja ára gömul kona var lögð inn á Landspítala vegna svæsinnar blóðnatríumlækkunar. Hún hafði haft vaxandi slappleika um einnar viku skeið og kastað upp nokkrum sinnum. Saga var um háþrýsting sem var meðhöndlaður með atenólóli og hýdróklórtíazíði/tríamtereni. Við komu var konan sljó en gat svarað einföldum spurningum og hún var áttuð. Vökvaástand var metið eðlilegt. S-Na var 91mmól/l og S-osmólaþéttni 194 mosm/kg. Hún var einnig með öndunarlýtingu. Þ-Na var 79 mmól/1 og Þ-osmólaþéttni 187 mosm/kg. Blóðnatríumlækkun var talin hafa myndast á fremur löngum tíma og því var stefnt að hægfara leiðréttingu. Konan fékk í fyrstu 0,9% NaCI 100 ml/klst og furósemíð 40 mg, hvort tveggja í æð auk þess sem hýdróklórtíazíð/tríamteren var stöðvað. Um 24 klukkustundum eftir komu hafði S-Na hækkað í 98 mmól/l, eftir 48 stundir var það komið í 106 mmól/1 og í 118 mmól/1 eftir 72 stundir. Samhliða fór meðvitundarástand batnandi. Á fjórða degi fékk konan alflog í þrígang og reyndist S-Na þá 121 mmól/1. Hún jafnaði sig skjótt og ekkert markvert fannst við tölvusneiðmyndun og segulómun af höfði. Á 11. degi fór að bera á vaxandi sljóleika á ný en þá var S- Na orðið eðlilegt. Næstu daga versnaði ástand konunnar verulega með vægri sundurvísun augnhreyfinga, taltruflun, kyngingartregðu og ferlömun. Segulómun sýndi segulskærar breytingar miðsvæðis í brú og í djúphnoðum (basal ganglia) beggja vegna er þóttu samrýmast mið- og utanbrúarafmýlingu. Konan fékk almenna stuðningsmeðferð og síðan endurhæfingu. Hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu fjórum mánuðum eftir komu og hafði þá náð nær fullum bata. Umræða: Þrátt fyrir að hraði leiðréttingar blóðnatríumlækkunar væri innan þeirra marka (<10-12 mmól/1/24 klst) sem ráðlagt hefur verið, þá myndaðist mið- og utanbrúarafmýling. Þetta undirstrikar að þegar blóðnatríumlækkun telst langvinn skal ávallt leiðrétta S-Na eins hægt og kostur er og kann að vera æskilegt að hraði leiðréttingar sé ekki meiri en 6-8 mmól/dag. V 40 Dánarmein aldraðra á íslandi Lilja Sigrún Jónsdóttir1, Arsæll Jónsson2 'Landlæknisembættið, 2öldrunarsvið Landspítala Landakoti (irsaellj@landspitali. is Inngangur: Dánarmein aldraðra gefa upplýsingar um aldursháða sjúkdóma og er áhugavert að bera þau saman við dánarmein yngri aldurshópa og kanna hvaða breytingar hafa orðið í tímans rás. Skráning dánarmeina samkvæmt alþjóðlegu flokkunarkerfi var tekin upp á íslandi árið 1911 og fyrir liggja rannsóknir og staðtölulegar upplýsingar til ársins 2003. Á þessum tíma hafa ævilíkur landsmanna aukist um 30 ár. Efniviðurogaðferðir:Upplýsingavaraflaðfrákrufningarannsóknum á 90 ára og eldri og þær bornar saman við tæplega sjötuga íslendinga frá 1966-1979, sérstakri krufningarannsókn á hjartameinum aldraðra frá 1951-1980, framsærri þýðisrannsókn á 80 ára og eldri sem létust 1982-1997, dánarorsökum á hjúkrunarheimili 1983- 2002 og dánarvottorðum þaðan eftir ICD-10 frá 1997-2002 og loks frá staðtölulegum upplýsingum um samanburð dánarmeina á Norðurlöndum á einstaklingum eldri en 85 ára. Sérstaklega var könnuð dánartíðni vegna elli (senilitas) úr heilbrigðisskýrslum á íslandi ásamt samanburðarrannsókn við Evrópulönd. Niðurstöður: Háaldraðir, 90 ára og eldri, höfðu hærri tiðni öndunarfærasjúkdóma og fleiri framkallandi og meðverkandi sjúkdóma en sjötugir. Háaldraðir höfðu færri æxli og hærri tíðni sjúkdóma í þvagfærum, í heilaæðum og meiri pokamyndanir í ristli. Háaldraðir höfðu lægri tíðni dánarmeina úr kransæðasjúkdómum og sýndu víðtækari skemmdir í hjartavegg en hinir yngri. Glöp, eins og lýst var í dagálum, voru mjög algeng meðal háaldraðra. Niðurstöður krufningarannsókna á einstaklingum um sjötugt sýndu ekki marktæk frávik frá klínískum dánarvottorðum. Góð fylgni var á milli skráðra dánarorsaka í framsærri rannsókn á 80 ára og eldri og heilbrigðisskýrsla fyrir árið 1990. Um helmingur aldraðra bjó á elli- og hjúkrunarheimili þegar andlát bar að höndum. Krufningum hafði þá fækkað verulega borið saman við eldri rannsóknir. Blóðrásarsjúkdómar voru algengustu dánarmeinin. Elliglöp voru tilgreind í þriðjungi þessara dánarvottorða og aðeins í einu tilviki færð sem dánarmein. Algengustu sjúkdómar heimilismanna við komu á hjúkrunarheimili í Reykjavík árin 1983-2002 voru heilabilun, kransæðasjúkdómar og beinbrot. Algengustu heilsufarsáföllin á stofnuninni voru sýkingar, hjarta- og heilaáföll og kviðverkir. Algengustu dánarmeinin flokkast sem blóðrásar-, geð- og öndunarfærasjúkdómar. Heilabilunarsjúkdómar töldust aðeins vera um 22% dánarmeina. Tíðni elli sem dánarmeins var um 24% árið 1911 en lækkaði síðan og féll hratt úr 16% í um 4% um miðja öldina og lækkaði áfram í 0,26% árið 1998 á íslandi. Samanburður við önnur Norðurlönd 2002-2003 sýnir að blóðrásarsjúkdómar eru algengastir og elliglöp þar næst, en 40 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.