Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 44
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA þáttar (VWF) og blóðflögukekkjunar. Helstu niðurstöður: Lokunartímar CT c/epi og c/ADP lengjast stighækkandi við lækkandi VWF, og lengjast upp fyrir mælisvið við Bernard-Soulier heilkenni. Við aðra blóðflögugalla fer CT c/epi hækkandi eftir því hve svæsinn blóðflögugallinn er samkvæmt kekkjunarprófi en CT c/ADP lengist ekki. Mesta lengingin á CT c/epi við blóðflögugalla, aðra en Bernard-Soulier heilkenni, er eftir aspiríninntöku. Bæði CT c/epi og CT c/ADP höfðu marktæka neikvæða fylgni við VWF-virkni (mæld sem ristocetin cofactor eða collagen bindigeta VWF). AJyktanir: Lokunartími CT c/epi lengist stigvaxandi við vaxandi frumstorkugalla en CT c/ADP lengist aðeins við lækkun á VWF og Bernard-Soulier heilkenni. Þannig virðist CT c/ADP ef til vill vera sérstaklega næmur fyrir göllum í viðloðunareiginleikum blóðflagna (sem tengjast VWF og/eða GPIb viðtakanum á blóðflögum), en CT c/epi virðist vera næmt fyrir bæði viðloðunar- og samloðunareiginleikum. V 49 Tengsl stærðar QRS-útslaga á hjartalínuriti við dánartíðni karla Steinunn Þórðardóttir1. Thor Aspelund2, Árni Grímur Sigurðsson', Vilmundur Gylfason2, Þórður Harðarson1 ‘Lyflækningasvið I Landspítala, 2Hjartavernd sleinunnl@intemet. is Inngangur: Þykknun vinstri slegils er niikilvægt teikn þar sem henni fylgja auknar líkur á hjartabilun, takttruflunum, kransæðastíflu, skertu útfallsbroti, skyndidauða, ósæðargúl og heilaáfalli. Hefð er fyrir að greina þykknaðan vinstri slegil með stórum QRS-útslögum á hjartalínuriti og eru ýmis líkön notuð í þeim tilgangi, þar á meðal Minnesota-líkanið sem Hjartavernd styðst við. Rannsóknin fólst í því að kanna forspárgildi líkansins varðandi dánartíðni og sjúkrahlutfall karla og finna þá stærð QRS-útslaga sem hefðu mest næmi og sértæki þar að lútandi. Efniviður og aðferðir: í tilfellahópnum voru þeir karlar sem greindust með þykknaðan vinstri slegil samkvæmt hjartalínuriti í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar (n=209). Samanburðarhópinn skipuðu hinir þátttakendur rannsóknarinnar (n=8896). Skilmerki varðandi stærð QRS-útslaga voru þrengd kerfisbundið og dánartíðni og sjúkrahlutfall þeirra sem uppfylltu þrengri skilmerki borin saman við hina. Þeir sem ekki uppfylltu þrengd skilmerki fluttust í samanburðarhóp. Niðurstöður: Ekki fannst marktækur munur á dánartíðni og sjúkrahlutfalli þeirra sem uppfylltu skilmerki Minnesota-líkansins um þykknun vinstri slegils og þeirra sem gerðu það ekki. Þegar skilmerkin voru þrengd fannst aðeins ein samsetning sem gaf marktæka aukningu á dánartíðni (p=0,04); R í aVL >18 mm R í I, II, III eða aVF >20 mm R í V5 eða V6 >34 mm Þó sást leitni í þá átt að stærri útslögum fylgdi aukning á dánartíðni, en sú leitni var ekki sterk. Eins fannst engin samsetning skilmerkja sem sameinaði gott næmi og sértæki. Ályktanir: Stærstu QRS-útslögum á hjartalínuriti fylgir aukning á dánartíðni og sjúkrahlutfalli af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Leitnin í þessa átt er þó ekki sterk og virðist helst um að kenna hversu lágt hlutfall karla (0,5%) hafa nægilega stór útslög til að fram komi marktækur munur á þeim og þeim sem ekki ná að uppfylla svo ströng skilyrði. Því má segja að stærð QRS-útslaga á hjartalínuriti sé ófullkomið tæki til forspár um dánartíðni karla. V 50 Hjartamýlildi Theódór Skúli Sigurðsson1, Jón Þór Sverrisson1, Jóhannes Bjömsson2 ‘Lyflækningadeild FSA, 2meinafræðideild HÍ theodor@fsa.is Tilfelli: Fimmtíu og sjö ára gamall maður, almennt heilsuhraustur, án þekktra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma, leitaði til hjartalæknis í janúar 2002 vegna brjóstverkja við áreynslu. Við áreynslupróf koma fram 2 mm ST-lækkanir í vinstri brjóstleiðslum sem vekja grun um kransæðasjúkdóm auk þess sem ísótópaskann af hjarta er jákvætt. Hjartaómun er hins vegar eðlileg og hjartaþræðing skömmu síðar sýnir engar marktækar þrengingar á kransæðum. Tímabundið hlé var á einkennum næstu mánuði. Á vormánuðum 2003 fer svo að bera á auknum einkennum, með vaxandi þróttleysi og bjúgsöfnun. Endurtekin hjartaómun sýnir miklar breytingar samanborið við fyrri rannsókn. Merki er um restrictive hjartasjúkdóm og vaknar strax grunur um hjartamýlildi (cardiac amyloidosis). Frekari rannsóknir leiða í ljós sjúkdóm í blóðmerg (AL amyloidosis). Vegna sterks gruns um hjartamýlildi er ákveðið að taka hjartavöðvasýni sem sýnir klárar mýlildisútfellingar og staðfesta greiningu. Hafin var ónæmisbælandi lyfjameðferð í júlí 2003 í samráði við blóðmeinasérfræðing. Áður en meðferð gat hafist að fullu lést maðurinn skyndidauða í ágúst 2003. Uniræða: Hjartamýlildi er skilgreint sem uppsöfnun mýlildis- útfellinga í hjartavöðva með klínískum einkennum um vanstarfsemi í virkni hjartavöðvans eða leiðslukerfi hjartans. Sjúkdómurinn getur verið erfiður í greiningu, orsök er oftast vegna sjúkdóms í blóðmerg, en langvarandi bólgur eða sýkingar, erfðagallar, nýrnaskiljun og hár aldur geta líka verið orsök. Meðferðarúrræði eru fá, hjartaskipti hafa verið reynd með takmörkuðum árangri. Sjúkdómsgangur er yfirleitt hraður og horfur afar slæmar. Meðallifun einstaklinga með hjartabilun er sex til níu mánuðir, en rúmir 12 mánuðir hjá einstaklingum með vægari einkenni frá hjarta. V 51 Algengi ofnæmis í frumbernsku í Póllandi Iwona Maria Gabriel, Krystyna Stencel-Gabriel Medical University of Silesia Póllandi, Landspítali ginsiar@interia.pl magnij@landspitali. is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða algengi ofnæmis meðal ungbarna í Silesiu í suðurhluta Póllands. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin fór fram milli 2002 og 2005 í stærsta þéttbýlissvæði Póllands (18.000.000 íbúa eða um 20% íbúafjölda Póllands). Rannsóknarþýðið samanstóð af 500 44 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.