Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Qupperneq 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Qupperneq 26
ÁGRIP ERINDA / VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ÁGRIP VEGGSPJALDA V 1 Hjartabilun með varðveitta slegilvirkni (hlébilsbilun). Samanburður á hlé- og slagbilsbilun Auöur Sigbergsdóttir1, Axel F. Sigurösson2 'Læknadeild HÍ, 2Landspítali axeljfsig@landspitali. is Inngangur: Flestar klínískar rannsóknir á hjartabilun hafa verið gerðar á sjúklingum með skertan samdrátt í vinstri slegli (slagbilsbilun). Rannsóknir benda til að stór hluti sjúklinga með hjartabilun hafi varðveitta slegilvirkni. Rannsókn þessi nær til sjúklinga sem þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna hjartabilunar. Tilgangurinn var að gera samanburð á sjúklingum með slag- og hlébilsbilun, með tilliti til aldurs, kyns, orsaka sem að baki liggja og afdrifa. El'niviður og aðferðir: Skoðaðar voru sjúkraskrár einstaklinga sem fengu hjartabilunargreiningu á Landspítala tímabilið 01.03. 2002- 31.12. 2003. Sjúklingar voru flokkaðir eftir útfallsbroti hjarta í tvo hópa. Útstreymisbrot <40% var skilgreint sem slagbilsbilun (hópur A) og útsreymisbrot >40% var skilgreint sem hlébilsbilun (hópur B) . Niðurstöður: í hópi A (n=147) voru 108 karlar (74%) og 39 konur (26%) í hópi B (n=199) voru 92 karlar (46%) og 107 konur (54%). Meðalaldur í hópi A var 72 ár og í hópi B 77 ár (p<0,01). í hópi A lést 21 í sjúkrahúslegunni en 12 í hópi B (p<0,01). Kransæðasjúkdómur var algengasta orsök hjartabilunar, 65% hjá hópi A og 51% hjá hópi B. Háþrýstingur var algengari orsök hjartabilunar hjá hópi B (11%) en hópi A (5%). Hópur B hafði að meðaltali þykkari hjartavöðva og stærri vinstri gátt en hópur A, samkvæmt niðurstöðum hjartaómskoðana. Ekki var marktækur munur á lyfjameðferð við útskrift. Alyktanir: Algengt er að sjúklingar sem leggjast inn á sjúkrahús vegna hjartabilunar hafi varðveitta slegilvirkni. Þessi sjúkdómsmynd virðist algengari meðal kvenna en karla. Þótt meðalaldur sé hærri virðast skammtímahorfur betri hjá sjúklingum með hlébilsbilun en hjá sjúklingum með slagbilsbilun. V 2 Insúlíndælur á íslandi Ágúst Hilmarsson, Arna GuöniundsdoUir Landspítali arnag@internet. is agnsth@gmail. com Inngangur: Notkun á insúlíndælum við sykursýki hefur aukist til muna á síðastliðnum áratug. Slik meðferð var hafin á Islandi í janúar 2004 og eru nú 33 einstaklingar með dælu. Valdir voru einstaklingar sem uppfylltu tiltekin skilyrði, voru með góða blóðsykurstjórnun og mældu blóðsykur minnst fjórum sinnum á dag. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hversu vel meðferðin hefur reynst, bæði með lilliti til sykurstjórnunar og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk. Tíu dælur voru settar upp árið 2004 og 12 árið 2005. Skoðuð voru sjúkragögn þeirra 14 einstaklinga sem hafa verið með insúlíndælu í eitt ár eða lengur. Athugað var hvaða áhrif meðferðin hafði á HbAlc og þyngdarstuðul. Einnig var gerð úttekt á því hvort insúlínmagnið á dag breyttist samanborið við meðferð með insúlínpennum. Niðurstöður: HbAlclækkaði hjá 11 einstaklingum um að meðaltali 0,7 (dreifing 0,1-1,8). Hjá þremur einstaklingum hækkaði HbAlc, hjá tveimur um 0,1 og einum um 0,4. Að meðaltali var lækkunin 6% (95% vikmörk 2%-10%). Dagleg notkun insúlíns minnkaði hjá 13 einstaklingum um að meðaltali 14 einingar (dreifing 5-34). Hjá einum jókst insúlínskammtur um tvær einingar. Meðalþyngdarstuðull (BMI) var 25,1 (dreifing 21,8-30,5) og var hann svo til óbreyttur eftir eitt ár. Einn einstaklingur fékk sýkingu í húð og þarfnaðist sýklalyfjameðferðar. Almenn ánægja er með meðferðina meðal sjúklinga og hefur enginn óskað þess að hefja meðferð með pennum á ný. Ályktanir: Árangur meðferðar með insúlíndælum hérlendis er góður. Þessar fyrstu niðurstöður staðfesta að meðferðin er örugg og stenst samanburð við önnur meðferðarform. Betri sykurstjórnun náðist um leið og insúlínþörfin var minni. Insúlíndælur eru að ryðja sér til rúms hér á landi og með áframhaldandi framförum í tæknibúnaði má gera ráð fyrir auknum vinsældum þeirra. V 3 Bætt sykurstjórnun barna og unglinga eftir meðferð með langvirku insúlíni Rannveig L. Pórisdóttir1, Ragnar Bjarnason2-3, Elísabet Konráösdóttir2, Árni V. Þórsson1*2 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins Landspítala, 3GP-GRC, Drottning Silvias barn- och ungdomssjukhus, Sahlgrenska Akademi við Gautaborgarháskóla arnivt@simnet.is Inngangur: Langvirk insúlínafbrigði hafa verið notuð í vaxandi mæli á síðastliðnum árum við meðferð hjá bömum og unglingum með sykursýki af tegund 1. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur sykurstjórnunar eftir að insúlínmeðferð var breytt úr NPH í meðferð með langvirku insúlíni (insúlín glargine (Lantus)) hjá íslenskum börnum og unglingum, sem fylgt er eftir við göngudeild Barnaspítala Hringsins. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað frá 59 sjúklingum (34 stúlkum og 25 piltum) í sex mánuði fyrir og 12 mánuði eftir að meðferð með langvirku insúlíni hófst. Skráður var fjöldi alvarlegra blóðsykurfalla, niðurstöður mælinga á blóðrauða (hemoglobin) Alc (HbAlc) mældar með DCA 2000. Ennfremur voru skráðir daglegir insúlínskammtar. Niðurstöður: Meðalaldur (+/-SD) við upphaf meðferðar með langvirku insúlíni var 13,9+/-3,2 ár. Eftir sex mánuði hafði meðalgildi HbAlc hjá öllum hópnum lækkað úr 9,5+/-l,5 í 8,8+/- 1,3% (p<0,001). Eftir 12 mánuði hafði meðalgildi HbAlc lækkað í 8,6+/-1,0% (p<0,001). Mesta lækkunin kom fram hjá þeim einstaklingum sem mældust í upphafi með HbAlc yfir 10,5%. Hjá þeim hópi var lækkunin l,5+/-0,4%. Ellefu tilfelli af alvarlegum blóðsykurföllum komu fram á fyrstu sex mánuðum meðferðarinnar (37,2/100 sjúklingaár), en 15 slík tilfelli voru skráð á síðasta hálfa árinu fyrir meðferð með langvirku insúlíni (50,8/100 sjúklingaár). Engar marktækar breytingar urðu á insúlínskömmtum þegar borin voru saman tímabilin sex mánuðir fyrir og eftir að meðferðin hófst (p>0,5). 26 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.