Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 29
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA V 10 Tvær boðleiðir virkja AMPK í æðaþelinu Brynhildur Thors', Haraldur Halldórsson', Guðmundur Þorgeirsson1-2 'Rannsóknastofa HÍ í lyfjafræði, 2lyflækningadeild Landspítala brynhit@hi.is Inngangur: AMPK (AMP-activated protein kinase) er vel þekktur prótein kínasi sem oft er nefndur „aðalrofi efnaskipta“, enda hefur hann áhrif á hina ýmsu þætti frumunnar sem viðhalda innra orkujafnvægi. Nýlegar rannsóknir hafa bendlað AMPK við víðtækari stjórnun efnaskipta, jafnvel orkustjórnun líkamans alls. Efniviður og aðferðir: Við kynntum nýlega niðurstöður sem sýndu að G-prótein örvararnir histamín og thrombín valda NO myndun og fosfórun á eNOS á Serll77 í æðaþelsfrumum (HUVEC) og sýndum einnig að þessari örvun er miðlað með AMPK óháð PI3K- Akt. Kalsíum klóbindirinn BAPTA hindraði algjörlega fosfórun AMPK og eNOS og kalsíum jónferjan A23187 líkti eftir áhrifum histamíns og thrombíns á AMPK og eNOS. Til að Iíta nánar á þá þætti sem verka á AMP kínasann sjálfan höfum við mælt breytingar á ATP og AMP í æðaþelinu, eftir meðhöndlun með ýmsum áverkunarefnum bæði með HPLC og „luciferasa assay“. Niðurstöður: Thrombín, histamín og A23187 höfðu öll áhrif til lækkunar á ATP innan frumunnar (14%, 7% og 20%). Þetta kom fram eftir tvær mínútur og náði lækkunin hámarki á fimm mínútum. Samtímis þessu varð hækkun í AMP. CaMKK hindrinn STO-609 hindraði að hluta fosfórun AMPK og eNOS eftir meðhöndlun með thrombíni, histamíni eða A23187. Alyktanir: Við drögum þá ályktun að G-prótein örvararnir thrombín og histamín valdi á kalsíumháðan hátt fosfórun á AMPK fyrir tilstuðlan tveggja AMPKK; annars vegar kalmodulín háða kínasans CaMKK og hins vegar LKBl, sem bregst við lækkun á ATP/AMP hlutfallinu. V 11 Aukin blæðingareinkenni hjá heilbrigðum unglingum tengjast vægum, mælanlegum frumstorkugöllum Brynja R. Guðmundsdóltir'. Páll Torfi Önundarson'-2 'Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ brynjarg&andspitali.is Inngangur: Blæðingareinkenni eru það algeng í samfélaginu, að það er mögulegt að þau finnist fyrir tilviljun hjá fólki, sem mælist með mjög væga frumstorkugalla. Efniviður og aðferðir: Til þess að meta hvort vægir frumstorkugallar valdi aukinni blæðingarhneigð könnuðum við blæðingareinkenni hjá hópi heilbrigðra unglinga. Síðan var undirhópur unglinga með aukin blæðingareinkenni og samanburðarhópur rannsakaður nánar til þess að ákvarða aukna blæðingarhættu, sem tengist vægri, tölfræðilegri lækkun á von Willebrand þælti (VWF), og hjá þeim sem höfðu væga skerðingu á blóðflöguvirkni samkvæmt blóðflögukekkjun. Helstu niðurstöður: Aukin blæðingarhneigð var til staðar hjá 63 af 809 táningum (7,8%) og 48 (76%) komu til blóðrannsóknar. Af 48 komu 39 (62%) í aðra blóðprufu til að endurtaka VWF mælinguna. Til viðmiðunar komu 162 einkennalausir í eina mælingu en 151 í tvær. Lág gildi VWF samkvæmt þremur mælingaraðferðum voru algengari hjá einkennahópnum en hinum einkennalausu, það er lág virkni ristócetín hjálparþátta (ristocetin cofactors) (23,1% á móti 5,3%; OR 5,3), lág kollagenbinding virkni (15,3% á móti 4,6%; OR 3,7) og lágt VWF prótein (25,6% á móti 6,6%; OR 4,8). Lág gildi ristócentín hjálparþátta voru frá 35-45 U/dL nema hjá einum sem var með gildið 26 U/dL. Matshæf blóðflögukekkjun var gerð hjá 47 af 63 með blæðingarhneigð (75%) og 159 einkennalausum. Væg óeðlileg kekkjun (það er óeðlileg kekkjun samtímis með ADP og epinephrini) var algengari hjá táningum sem höfðu blæðingarhneigð en hjá viðmiðunarhópnum (12,8% á móti 4,8%; OR 3,2). Alyktanir: Táningar með vægt lækkaðan VWF og vægt óeðlilega blóðflögukekkjun eru í 5,3-faldri og 3,2-faldri hlutfallslega aukinni blæðingarhættu. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að geta metið nánar klíníska þýðingu þessarar áhættu. V 12 Algengi efnaskiptaheilkennis og tengsl þess við líkamsástand og hreyfingu þriggja starfsstétta í Þingeyjarsýslu Börkur Már Hcrsleinsson'2, Ásgeir Böðvarsson3, Kristján Þór Magnússon3, Erlingur Jóhannsson2. Þórarinn Sveinsson3, Sigurbjörn Árni Arngrímsson2 'August Krogh Institute Kaupmannahafnarháskóla, "íþróttafræðasetur KHÍ Laugarvatni, 3Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, 4Rannsóknastofa í hreyfivísindum HÍ borknr_mar@hotmaH.com Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga líkamsástand og hreyfimynstur þriggja starfsstétta í Þingeyjarsýslu og algengi efnaskiptaheilkennis (metabolic syndrome) samkvæmt skilgreiningu Amerísku hjartasamtakanna (American Heart Association). Efniviður og aðferðir: Alls voru 162 einstaklingar (52 verkamenn, 69 skrifstofumenn og 41 bóndi) af báðum kynjum rannsakaðir. Lrkamsástand var athugað með húðklípum, líkamsþyngdarstuðli og ummáli mittis og mjaðma. Blóðþrýstingur var mældur, fastandi blóðsýni tekin og blóðsykur, HDL-kólesteról og þríglýseríð mæld, en þessi þrjú blóðgildi ásamt mittismáli og blóðþrýstingi, eru þeir áhættuþættir sem mynda efnaskiptaheilkenni. Hreyfing þátttakenda var mæld með hreyfimælum. Niðurstöður: Bændur höfðu marktækt lægri (p<0,05) blóðsykur og þríglýseríð í blóði heldur en hinar starfsstéttirnar og hærra HDL-kólesteról. Enginn marktækur munur fannst á milli líkamsmælinganna og starfsstétta. Allir þættirnir sem mynda efnaskiptaheilkenni sýndu tölfræðilega marktæka fylgni sín á milli og hafði heildarhreyfing yfir daginn marktæka fylgni við alla þættina, en tími í hreyfingu sem samsvarar þrefaldri grunnbrennslu eða meira (3METs) sýndi einungis fylgni við mittisummál. Bændur hreyfðu sig marktækt meira yfir daginn en hinar tvær starfsstéttirnar, en ekki fannst munur á tíma yfir 3METs. í rannsókninni teljast 11,1% þátttakenda vera með efnaskiptaheilkenni. Ályktanir: Við ályktum að á meðal þessara þriggja starfsstétta hafi bændur betri blóðgildi hvað varðar efnaskiptaheilkenni, án þess þó að líkamsástand þeirra sé hagstæðara. Er þetta líklega vegna virkari lífsstíls bænda samanborið við verkamenn og skrifstofumenn. Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.