Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 20
ÁGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA meningitidis) eru gríðarlegt heilsufarsvandamál um allan heim. Settar hafa verið fram kenningar um síðbúna sjálfsofnæmiskvilla í kjölfar sýkinga með meningókokkum af hjúpgerð B. Við gerðum afturvirka rannsókn þar sem könnuð voru kiínísk einkenni, alvarleiki sjúkdóms og fylgikvillar hjá þeim sem greindust með ífarandi sýkingu af völdum meningókokka á íslandi. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár þeirra einstaklinga sem höfðu greinst með ífarandi sýkingu af völdum meningókokka á Islandi á árunum 1975 til 2004 voru skoðaðar. Enn fremur leituðum við handvirkt að síðbúnum sjálfsofnæmisfylgikvillum og leituðum að sjálfsofnæmissjúkdómum með leit í ICD 9 og ICD 10 kóðum. Niðurstöður: Á þessu 30 ára tímabili greindust 562 einstaklingar með 566 tilfelli af ífarandi meningókokkasýkingum. Skoðaðar voru sjúkraskár 538 einstaklinga. Þar af voru 400 börn (meðalaldur 4,7 ár) og 138 fullorðnir (meðalaldur 32,3 ár). Meðallengd einkenna fyrir innlögn var 27,6 klukkustundir. Meirihluti einstaklinga greindist með heilahimnubólgu, eða 62,5%, en 33,6% einstaklinga greindust með blóðsýkingu. Meðaltal GMSPS skors hjá börnum sem lifðu var 1,9 en 8,3 hjá þeim sem létust (p<0,05). Meðaltal APACHE II skors hjá fullorðnum sem lifðu var 8,4 en 20,5 hjá þeim sem létust (p<0,05). Dánartíðnin hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Tíðni langtímafylgikvilla var 8,7%. Algengasti fylgikvilli var heyrnarskerðing og drep í húð. Ályktanir: Dánartíðni einstaklinga með ífarandi meningó- kokkasýkingu er svipuð hér á landi og hefur verið lýst annars staðar. Sterk tengsl eru milli klínískra einkenna við innlögn og dánartíðni, bæði á meðal barna og fullorðinna. Tíðni langtímafylgikvilla er há. Engin tengsl fundust milli sýkinga með hjúpgerð B og síðbúinna sjálfsofnæmiskvilla. Okkar niðurstöður styðja að hafnar verði klínískar prófanir með bóluefni gegn hjúpgerð B sem fyrst. E 7 Spá þarfir sjúklings við innlögn á sjúkrahús fyrir um afdrif einu ári síðar? Pálmi V. Jónsson', Anja Noro2, Anna B. Jensdóttir1, Gunnar Ljunggren3, Else V. Grue4, Marianne Schroll5, Gösta Bucht6, Jan Björnsson4, Harriet Finne-Soveri2, Elisabeth Jonsén6 'Landspítali, STAKES, 2Centre for Health Economics, Helsinki, -’taugavísindadeild Karolinska Institutet Stokkhólmi, 4Diakonhjemmets Hospital Osló, 'Bispebjerg Hospital Kaupmannahöfn, ‘Háskólasjúkrahúsið Umeá palmivj@landspitalUs Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að finna spáþætti fyrir afdrif við eilt ár með tilliti til lifunar, vistunar á stofnun og endurinnlagna meðal aldraðra sem eru lagðir brátt inn á sjúkrahús. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak var tekið úr hópi sjúklinga 75 ára og eldri sem voru lagðir brátt inn á lyflækningadeildir sjúkrahúsa á Norðurlöndunum fimm; n=770. Gögnum var safnað á fyrsta sólarhring með MDS-AC mælitækinu og niðurstöður tengdar við afdrif (dauða, vistun á öldrunarstofnun og endurinnlagnir) eftir eitt ár í hverju landi fyrir sig: Danmörku (D), Finnlandi (F), íslandi (í), Noregi (N) og Svíþjóð (S). Beitt var fjölþáttagreiningu. Niðurstöður: Eftir eitt ár bjuggu 55% sjúklinganna á eigin heimili (D=58%, F=47%, í=58%, N=50%, S=61%), 11% bjuggu á stofnun (D=9%, F=5%, í=19%, N=14%, S=6%) en 28% höfðu látist (D=13%, F=30%, í=20%, N=36%, S=23%). Átján af hundraði bjuggu á eigin heimili án endurinnlagna á sjúkrahús á tímabilinu (D=5%, F=16%, í=23%, N=26%, S=22%). Vitrænt og líkamlegt færnitap við innlögn voru marktækir spáþættir fyrir stofnanavistun en nýr heilsufarsvandi spáði fyrir um dauða eftir eitt ár. Sjálfstæðar innlagnarbreytur skýrðu 36% af breytileika varðaði stofnanavistun en 14% af breytileika vegna dauða (logistic regression analyses; R-square). Ályktanir: Talsverður breytileiki sést eftir eitt ár í afdrifum sjúklinga sem eru lagðir brátt inn á lyflækningadeildir á Norðurlöndum. Niðurstöður okkar benda til þess að kerfisbundið mat á þörfum og færni aldraðra við innlögn geti skilgreint áhættuhóp hvað varðar óæskileg afdrif. Slíkt mat er fyrsta skrefið í því að vinna gegn endurinnlögnum og stofnanavistun aldraðra. E 8 Áhættumat Hjartaverndar fyrir hjarta- og æðasjúkdóma í samræmi við nýjar evrópskar leiðbeiningar Thor Aspelund', Guðmundur Porgeirsson1-2, Gunnar Sigurðsson1-2, Vilmundur Guðnason1-2 ■Hjartavernd, 2Landspítali aspehind@hjartCL is Inngangur: Áhættureiknivél Hjartaverndar hefur verið í notkun á vefsetri stofnunarinnarðan 2003. Um svipað leyti gáfu Evrópusamtökin um forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma út nýjar leiðbeiningar um áhættumat. Þar er lagt til að svonefnd SCORE- (Systematic Coronary Risk Evaluation) áhættukort verði notuð við mat á lfkum á dauðsfalli vegna hjarta- og æðasjúkdóma á næstu 10 árum. Sitt hvort kortið er notað fyrir svæði með lága eða háa áhættu. Mikilvægt er að vita hvernig áhættumat á íslandi samræmist áhættumati í Evrópu. Efniviður og aðferðir: Gögn 15.553 einstaklinga (52% konur) úr Hóprannsókn Hjartaverndar voru notuð. Upplýsingar um dánardag og dánarorsök voru fengnar frá Hagstofu Úíslands. Sömu aðferðarfræði var beitt og við gerð SCORE-kortanna. Líkur á dauða á næstu 10 árum vegna hjarta- og æðasjúkdóma voru metnar fyrir hvern einstakling út frá aldri, reykingasögu, heildarkólesteróli og blóðþrýstingi. Grunnáhætta (meðaláhætta eftir aldri) fyrir karla og konur, svo og hlutfallsleg áhætta vegna reykinga, hækkunar kólesteróls um lmmól/L og hækkunar blóðþrýstings um 10 mmHg var metin. Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta vegna ofangreindra áhættuþátta er næstum sama á íslandi og í Evrópu. Grunnáhætta karla er mitt á milli lágrar og hárrar áhættu, eins og hún er skilgreind af SCORE og grunnáhætta kvenna telst lág. Fylgni milli áhættumats Hjartaverndar og SCORE er næstum fullkomin eða 0,99. Með því að skoða næmi og sértæki sést að SCORE-kortið fyrir svæði með lága áhættu á vel við á Islandi. Ályktanir: Mjög gott samræmi er á milli áhættumats Hjartaverndar og SCORE. Grunnáhætta og hlutfallsleg áhætta vegna helstu áhættuþátta sker sig ekki úr á íslandi miðað við Evrópu. Áhætta á dauðsfalli á næstu 10 árum vegna hjarta- og æðasjúkdóma telst lág á íslandi, þó svo að lagt sé til af Evrópusamtökunum að nota kort fyrir háa áhættu fyrir lönd á norðurhveli. 20 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.