Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 43
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA V 46 Notkun samfelldrar blóðskilunar við meðferð svæsinnar blóðnatríumlækkunar hjá sjúklingi með bráða nýrnabilun. Sjúkratilfelli Ólöf Viktorsdótfir'. Runólfur Pálssoiv. Ólafur Skúli Indriðason2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild og 2nýrnalækningaeining og lyflækningasvið I Landspítala rimolfiir@landspitali. is Inngangur: Við meðferð blóðnatríumlækkunar (hyponatremia) er mælt með að leiðrétta S-Na ekki hraðar en um 10-12 mmól/1 (mM) á sólarhring til að forðast miðbrúarafmýlingu (central pontine myelinolysis). Meðferð svæsinnar blóðnatríumlækkunar er sérlega vandasöm hjá sjúklingum sem þarfnast skilunarmeðferðar þar sem lægsti Na-styrkur í skilunarvökva er 125-130 mM og því líklegt að leiðrétting á S-Na verði of hröð. Tilfelli: Fimmtug kona með sögu um langvarandi áfengisneyslu var send á bráðamóttöku Landspítala frá Vogi þar sem hún hafði verið lögð inn til meðferðar tveimur dögum áður. Þar hafði borið á vaxandi slappleika og rugli hjá henni, auk þess sem hún mun hafa dottið og fengið höfuðhögg. Við komu var konan mjög sljó en svaraði þó einföldum spurningum; hún var ekki áttuð. Lífsmörk voru ómarkverð og vökvaástand var metið eðlilegt. Marblettir voru víða á líkama hennar. Blóðrannsóknir sýndu að S-Na var aðeins 92 mM, S-kreatínín 1439 pmól/1, CK 7582 U/l. Tölvusneiðmyndir af höfði voru ómarkverðar. Strax var hafin meðferð með 0,9% NaCl 100 ml/klst. í æð. Fljótlega kom í ljós alger þvagþurrð og var konan flutt á gjörgæslu. Daginn eftir komu hrakaði konunni hratt og var hún sett í öndunarvél vegna aukinnar meðvitundarskerðingar og öndunarbilunar. Einnig var brýn þörf fyrir skilunarmeðferð. Ákveðið var að beita samfelldri blóðskilun (CVVHD) og var Na- styrk í skilunarvökva haldið 6-10 mM hærri en S-Na. Við upphaf skilunar var S-Na 97 mM. Dagleg hækkun S-Na var mest 7 mM og eftir 10 daga var S-Na 131 mM. Eftir þriggja vikna legu hafði nýrnastarfsemi batnað verulega svo unnt var að stöðva skilunarmeðferð. Meðvitund hafði einnig batnað umtalsvert þótt enn bæri nokkuð á rugli. Við útskrift af sjúkrahúsinu átta vikum eftir komu var meðvitundarástand eðlilegt en eftir sat væg kraftminnkun í vinstri handlegg og handskjálfti. Segulómun gerð skömmu fyrir útskrift sýndi engar sjúklegar breytingar í heila eða heilastofni. Umræða: Meðvitund við komu var skárri en búast mátti við í ljósi svæsinnar blóðnatríumlækkunar og þvageitrunar og því var álitið að þróun blóðnatríumlækkunar hafi verið fremur hæg. Með samfelldri blóðskilunarmeðferð tókst að stýra nákvæmlega hraða leiðréttingar S-Na. Slíkt hefði ekki verið hægt með hefðbundinni blóðskilun. V 47 Lifrarbólga C. Árangur tveggja lyfja meðferðar með interferóni og ríbavírini Ólöf Viktorsdótlir'. Már Kristjánsson2, Arthúr Löve\ Sigurður Ólafsson2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2lyflækningasvið I og ’veirufræðideild Landspítala sigurdol@landspilali. is Inngangur: Lifrarbólga C er vaxandi vandamál og algeng orsök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar. Meðferð lifrarbólgu C byggir á samblandsmeðferð með vikulegum skammti af peginterferóni (P- INF) gefnum undir húð og daglegum skammti af ríbavírini (RV) um munn í 24-48 vikur. Árangur meðferðar fer meðal annars eftir arfgerð veirunnar og meðferðarfylgni. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta árangur lyfjameðferðar á íslandi, meðferðarfylgni og aukaverkanir. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða aftursæja rannsókn á sjúklingum sem fengu meðferð með peginterferóni og ríbavírini á árunum 2001-2004 á Landspítala. Aflað var upplýsinga um aldur, smitleið, arfgerð og gang meðferðar. Niðurstöður: Alls fékk 41 sjúklingur meðferð með peginterferóni og ríbavírini. Karlar voru 27 (66%) og meðalaldur 38 ár. Langflestir (73%) höfðu sögu um að sprauta sig með fíkniefnum. Enginn var með lifrarbólgu B en einn (2%) með jákvætt HlV-próf. Alls höfðu 27 (66%) arfgerð 3A, 13 (32%) arfgerð 1 en arfgerð var óþekkt hjá einum (2%). Tuttugu og níu (71%) luku fullri meðferð. Samtals var 21 (51%) með neikvætt PCR fyrir lifrarbólguveiru C 24 vikum eftir lok meðferðar og þar með taldir læknaðir. Af þeim sem luku fullri meðferð læknaðist 21 (72%). Fjórir (14%) þeirra sem luku meðferð svöruðu henni ekki og fjórir (14%) mættu ekki í eftirlit eftir að meðferð lauk þannig að óljóst er um afdrif þeirra. Af 27 sjúklingum með arfgerð 3A voru 18 (66%) taldir læknaðir en aðeins þrír (23%) af 13 með arfgerð 1. Tólf (29%) luku ekki áætluðum meðferðartíma, þar af þrír (7%) vegna lélegrar meðferðarfylgni og fjórir (10%) vegna aukaverkana. Hjá fimm (12%) voru skammtar minnkaðir vegna aukaverkana en helstu aukaverkanir voru þunglyndi, blóðleysi og afturhvarf til neyslu. Ályktanir: Um helmingur sjúklinga með lifrarbólgu C sem fær meðferð með peginterferóni og ríbavírini læknast. Árangur er betri hjá sjúklingum með arfgerð 3A. Árangur er svipaður og lýst er í erlendum rannsóknum. V 48 Um notagildi PFA-100® lokunartíma við greiningu á frumstorkugöllum Margrét Ágústsdóttir', Brynja R. Guðmundsdóttir1, Páll Torfi Önundarsonu 'Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ pallt@landspitali. is Inngangur: von Willebrand sjúkdómur (VWD) og ýmsir blóðflögugallar valda afbrigðilegri blæðingarhneigð vegna truflunar á myndun frumstorku. Erfitt getur reynst og kostnaðarsamt að greina þessa sjúkdóma sökum breytileika í mælingum og skorts á góðu skimprófi. Við rannsökuðum notagildi lokunartíma (closure time mælt á Platelet function analyzer, PFA-100®frá Dade-Behring) til skimunar fyrir mismunandi svæsnum frumstorkugöllum. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru allir þeir 266 einstaklingar, sem vísað hafði verið til rannsóknar vegna blæðingarhneigðar á tímabilinu 2000 til 2005 og gerð hafði verið á fullkomin rannsókn með tilliti til þess. Bornar voru saman greiningar og niðurstöður lokunartíma (closure time, CT c/epi og CT c/ADP), von Willebrand Læknablaðjð/Fylgirit 52 2006/92 43

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.