Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Qupperneq 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Qupperneq 39
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA V 36 Sameindaerfðafræðileg rannsókn á algengi faraldra sveppasýkinga í blóði Lena Rós Ásmundsdóttir'. Helga Erlendsdóttir2, Gunnsteinn Haraldsson1-2, Hong Guo3, Jianping Xu’, Magnús Gottfreösson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Landspítali, ’McMaster University, Hamilton, Kanada magmisgo@lamlspitali.is Inngangur: Tíðni alvarlegra sveppasýkinga fer ört vaxandi hér á landi. Dánartíðni sjúklinga með slíkar sýkingar er mjög há. Rannsóknir hafa verið gerðar á útbreiðslu þessara sýkinga en umfang faraldra í stærra samhengi er óljóst. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka sameindaerfðafræðilega eiginleika allra Candida stofna sem ræktuðust úr blóði sjúklinga á íslandi á 15 ára tímabili og meta þannig umfang faraldra sveppasýkinga í blóði á landsvísu. Efniviður og aðferðir: Öllum tiltækum stofnum af Candida sp. sem ræktast höfðu úr blóði sjúklinga á íslandi 1980-2005 (N=205) var safnað. Arfgerð sveppastofnanna var ákvörðuð með því að magna upp erfðaefnið með AP-PCR. Notaðir voru fjórir vísar: M13, (GACA)4, T3B og PA03. Skyldleikatré voru gerð til að meta innbyrðis skyldleika sveppastofnanna. Hópsýking var skilgreind þegar stofnar af sömu arfgerð ræktuðust frá tveimur eða fleiri sjúklingum á sömu deild á innan við 30 daga tímabili Niðurstöður: Sveppastofnarnir skiptust þannig: Candida albicans 61,5% (126 stofnar), C. glabrata 14,1% (29), C. tropicalis 10,2% (21), C. parapsilosis 8,3% (17), C. dubliniensis 3,9% (átta) og aðrar Candida tegundir 2% (fjórir). Með því að nota M13 vísinn fundust 62 stofnar C. albicans, átta af C. glabrata, fimm af C. tropicalis, fimm af C. parapsilosis og sjö af C. dubliniensis. Á rannsóknartímabilinu greindust 12 hópsýkingar, tveir stofnar með sambærilega arfgerð í hverri: C. albicans sjö, C. tropicalis þrír, C. glabrata einn og C. parapsilosis einn. Hlutfall sveppasýkinga í blóði sem orsakaðist af útbreiðslu skyldra stofna var því að lágmarki 11,7% (n=24). Ályktanir: í óvöldu þýði sjúklinga má álykta að 11,7% sveppasýkinga í blóði hið minnsta megi rekja til lítilla faraldra eða hópsýkinga. Hætta á slíkri útbreiðslu er háð bæði sjúklingahópi og legudeild og reynist vera mest á gjörgæsludeildum. V 37 Alvarleiki og birtingarmynd ífarandi sýkinga með Streptococcus pyogenes á íslandi Lovísa Ólafsdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Magnús Gottfreðsson1-1 ‘Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild og ’lyflækningadeild Landspítala magnusgo@lamlspitali.is Inngangur: Streptococcus pyogenes er algeng orsök yfirborðssýkinga hér á landi. í undantekningartilfellum getur sýkillinn borist í blóðrás og þá valdið alvarlegum sýkingum með hárri dánartíðni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði ífarandi sýkinga hér á landi ásamt einkennum, meðferð og afdrifum sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður blóð-, lið- og mænuvökvaræktana og sjúkdómsgreiningar á sjúkrahúsum á árunum 1975-2005. Rannsóknarhópinn mynduðu þeir sem höfðu jákvæða ræktun fyrir S. pyogenes eða fengu greininguna sýklalost eða fellsbólga með drepi. Upplýsingar voru fengnar með því að yfirfara sjúkraskrár rannsóknarhópsins. APACHE-II stigunarkerfið var notað til þess að bera sjúklinga saman og meta alvarleika sýkingarinnar við komu á sjúkrahús. Niðurstöður: Tvö hundruð og sjö tilfelli uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar á síðustu 30 árum. Upplýsingar fundust um 192 sjúklinga, 150 fullorðna og 42 börn. Meðalaldur fullorðinna var 62,6 ár og barna 5,1 ár. Fyrstu 10 ár rannsóknartímabilsins var nýgengi sýkinga 0,79/100.000/ár, næstu 10 árin 2,79/100.000/ár og á síðustu 10 árunum var nýgengið 3,43/100.000/ár (p<0,05). Greinilegur árstíðarbundinn munur var á sýkingatíðni, en 28,65% sýkinganna greindust í mars og apríl. Sýkingar í mjúkvefjum ásamt blóðsýkingu var algengasta birtingarformið. B-laktam lyf voru notuð í 97,2% tilfella. Meðallengd sýklalyfjameðferðar í æð var 11,6 dagar. Dánartíðni sjúklinga var 10,4%. Ályktanir: Nýgengi ífarandi sýkinga af völdum S. pyogenes hefur aukist á síðastliðnum 30 árum. Alvarlegum sýkingum virðist fara fjölgandi. Áhugavert væri að skoða þessar niðurstöður í samhengi við stofngerðir sýkilsins. V 38 Meðferð við sykursýki tegund 2 á Heilbrigðisstofnuninni Selfossi Margrét Dís Oskarsdóttir'. Ragnar Gunnarsson2 •Læknadeild HÍ, 2Heilbrigðisstofnunin Selfossi mdo@hi.is Inngangur: Sykursýki er algengur og alvarlegur sjúkdómur (1). Á undanförnum árum hefur komið í ljós að góð stjórn blóðsykurs, blóðþrýstings og fleiri þátta getur seinkað eða komið í veg fyrir langvinna fylgikvilla (2,3) sem valda skerðingu lífsgæða og miklum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið (1). Árið 2002 voru gefnar út klínískar leiðbeiningar á vegum Landlæknisembættisins um meðferð við sykursýki af tegund 2 og er því tímabært að spyrja hvort slíkt skili sér í bættri meðferð sykursjúkra (4). Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og tók til áranna 1999-2003. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám 60 einstaklinga, völdum handahófskennt úr þýði 130 einstaklinga sem höfðu greininguna sykursýki tegund 2 á þessu tímabili á Heilsugæslustöðinni á Selfossi (2,0% af íbúum svæðisins). Skráð var í töflu hvort og hvaða ár eftirfarandi mælingar/rannsóknir lágu fyrir: hjartalínurit, augnskoðanir, fótapúlsar, taugaskoðanir, blóðþrýstingur og þyngdarstuðull. Öll mæld blóðrannsóknargildi, sem getið er um í klínískum leiðbeiningum, voru einnig skráð. Niðurstööur: Meðalaldur úrtaksins var 69+11,5 ár. Meirihlutinn voru karlar (59%) og meðalþyngd var 96±21 kg. hjá þeim 76% sem voru vigtaðir á tímabilinu. Meðaltal langtímablóðsykursmælinga, HbAlc, lækkaði úr 7,46+1,2% í upphafi tímabilsins í 6,53±0,7% við lok þess (p<0,01). Blóðþrýstingurinn lækkaði úr 154±17,5 og 83±10,8 mmHg árið 1999 í 138±18,1 og 80±8,4 mmHg árið 2003 (p<0,01). Árið 1999 var heildarkólesteról 5,7±0,7 mmól/1 en árið 2003 var það komið niður í 4,7±0,9 mmól/l (p<0,01). Hlutfall sjúklinga, sem náði settum markmiðum leiðbeininga, jókst á tímabilinu (HbA]C: 50 á móti 88%; blóðþrýstingur: 17 á móti 76% og 39 á móti 88%; heildarkólesteról: 35 á móti 71% (p<0,01). Ekki voru marktækar breytingar (p<0,l) í tíðni mælinga. Sérstaklega þarf að auka eftirfarandi þætti: hjartalínurit, tauga- og æðaskoðanir, líkamsþyngdarmælingar sem og vísun til augnlækna. Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.