Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 24
ÁGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA E 17 Versnun á þarmabólgu við gigtarlyf. Algengi og meingerð Bjarni Þjóðleifsson1, Ken Takeuchi2, Simon Smale2, Purushothaman Premchand2, Laurence Maiden2, Roy Sherwood3, Einar Björnsson4, Ingvar Bjarnason2 'Lyflækningadeild Landspítala, 2Department of Internal Medicine, Guy’s, King's, St Thomas’ Medical School, London, 3Department of Clinical Biochemistry, King’s College Hospital, London, 4Department of Gastroenterology Sahlgrenska sjúkrahúsinu, Gautaborg bjarnit@landspirali.is Inngangur: Því hefur verið haldið fram að gigtarlyf hafi áhrif á gang þarmabólgu ýmist þannig að sjúklingi batnaði eða versnaði. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif NSAID og COX-2 lyfja á gang þarmabólgu og kanna mögulega meingerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð hjá 209 sjúklingum og var henni skipt í tvo hluta til að kanna algengi og meingerð sjúkdómsversnunar. Algengi: Sjúklingar með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu sem voru í sjúkdómshléi fengu acetamínófen (n=26), naproxen (n=32), diklófenak (n=29) eða indómetasín (n=22) í fjórar vikur. Harvey-Bradshaw kvarðinn var notaður til að skilgreina versnun sjúkdóms. Meingerð: Mæling á kalprótektíni í hægðum fyrir og eftir meðferð var notuð til að meta bólgu hjá 20 sjúklingum sem fengu (hver hópur) acetamínófen, naproxen (COX-1 og-2 blokkari), nabúmetón (COX-1 og-2 blokkari), nimesúíð (sérhæfður COX-2 blokkari) og lágskammta aspirín (sérhæfður COX-1 blokkari). Niðurstöður: Af hópnum sem fékk ósérhæfð gigtarlyf versnaði 17-28% innan níu daga og tengdist það hækkun á kalprótektíni. Engum sjúklingi sem tók acetamínófen, nimesúlíð eða aspirín versnaði á þeim tíma. Alyktanir: Sjúklingar með þarmabólgu í sjúkdómshléi sem taka ósérhæfð (NSAIDs) gigtarlyf eru í aukinni áhættu að sjúkdómurinn versni. Meingerð virðist tengjast blokkun á báðum COX-1 og COX-2 hvötunum. Skammtímanotkun á sérhæfðum COX blokkum og lágskammta aspiríni virðist ekki valda því að þarmabólga versni. Skammstafanir: COX, cyclooxygenase; NSAID, nonsteroidal anti- inflammatory drug. E 18 Skráning lyfjasögu sjúklings, mat á lyfjatengdum vandamálum og nothæfi eigin lyfja Ásta Friðriksdóttir1, Anna Birna Almarsdóttir1, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Þórunn Kristín Guðmundsdóttir2 ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2sjúkrahúsapótek Landspítala annaig@landspitali. is Inngangur: Rannsóknir sýna að lyfjafræðingar taka nákvæmari lyfjasögu en aðstoðarlæknar og greina fremur lyfjatengd vandamál, sem fækkar lyfjaávísunarvillum og leiðir til markvissari lyfjameðferðar. Til að skrá nákvæma lyfjasögu er meðal annars hægt að nota eigin lyf sjúklinga en sums staðar erlendis nota sjúklingar sín eigin lyf í sjúkrahúsinnlögn. Lyfin eru þá metin nothæf út frá ákveðnum viðmiðum og sýna rannsóknir að gæði þeirra eru almennt góð. Efniviður og aðferðir: Óskað var eftir þátttöku allra sjúklinga, sem lögðust inn á skurðdeildir 12-E, 12-G, 13-D og 13-G á Landspítala og komu í gegnum innskriftarmiðstöð. Rannsóknartímabilið var sex vikur og heildarfjöldi sjúklinga 222. Rannsakandi tók viðtal við 134 sjúklinga eftir aðgerð og skráði lyfjasögu, lyfjatengd vandamál og mat gæði eigin lyfja sjúklinga. Lyfjasaga tekin af aðstoðarlækni í innskriftarmiðstöð var skráð upp úr sjúkraskrá og borin saman við lyfjasögu tekna af rannsakanda. Misræmi þar á milli sem og lyfjatengd vandamál voru greind og flokkuð. Farið var yfir eigin lyf sjúklinga og þau dæmd nothæf eða ónothæf með tilliti til notkunar í sjúkrahúsinnlögn. Helstu niðurstöður: Þegar borin var saman lyfjasaga tekin af rannsakanda og aðstoðarlækni kom í ljós 331 misræmi hvað varðaði lyfseðilskyld lyf. En 804 misræmi ef náttúrulyf, náttúruvörur og lausasölulyf voru einnig tekin með. Gæði eigin lyfja sjúklinga voru almennt góð. Af þeim 267 eigin lyfjum sjúklinga voru 90,6% talin nothæf í sjúkrahúsinnlögn. Alls greindust 165 lyfjatengd vandamál hjá 79 sjúklingum. Flest þeirra tengdust óæskilegri verkun lyfs (39%) og lélegri meðferðarheldni (16%). Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að lyfjafræðingar taki mun ítarlegri lyfjasögu en aðstoðarlæknar. Gæði eigin lyfja sjúklinga sem koma í valaðgerðir á skurðlækningasvið Landspítala við Hringbraut eru almennt góð og nothæf í sjúkrahúsinnlögn. Tæplega helmingur þessara sjúklinga telur sig upplifa lyfjatengd vandamál sem styður mikilvægi lyfjafræðilegrar umsjár. E 19 Tölvusneidmyndir af lungnaslagæðum, ofnotuð rannsókn? Teitur Guömundsson1, Gunnar Guðmundsson2, Ólafur Kjartansson5 'Lyflækningasvið, 2lungnadeild og 3myndgreiningardeild Landspítala teiturg@landspitali. is Inngangur: Tölvusneiðmyndun (TS) af lungnaslagæðum hefur náð miklum vinsældum við greiningu lungnareks. Hún er fljótleg í framkvæmd og aðgangur að rannsókninni er greiður, en af henni er umtalsvert geislunarálag. Ekki er vitað um árangur af slíkum rannsóknum á Landspítala. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hversu hátt hlutfall slíkra rannsókna greindi lungnarek. Einnig var kannað hversu oft D-Dímer og slagæðablóðgös voru mæld og hvort samsvörun væri við jákvæða tölvusneiðmyndun. Efniviður og aðferðir: Allar röntgenrannsóknir með kóða 832.61 (lungnaslagæðamyndataka með tölvusneiðmyndatækni) sem voru gerðar á Landspítala á tímabilinu 01.01.2005-10.04.2006 voru skoðaðar, samtals 594 rannsóknir. Einnig voru könnuð D-Dímer gildi í blóði og niðurstöður slagæðablóðgasa.. Niðurstöður: Af 594 rannsóknum voru 12 endurtekningar og þeim því sleppt. Af 582 rannsóknum sýndu 89 (15%) lungnarek. D-Dímer var mældur hjá 56/89 (63%) sjúklinga og var meðalgildi 5,21 mg/L. Slagæðablóðgös voru tekin hjá 50/89 (57%) sjúklinga, einungis 18/89 (20%) voru á súrefnismeðferð. Af þeim sem voru með lungnarek var meðalgildi slagæðablóðgasa pH 7,45; pC02 36 mmHg og p02 71 mmHg Alyktanir: Niðurstöður okkar sýna að lungnaslagæðarannsóknir með tölvusneiðmyndun í greiningu lungnareks eru sjaldnar jákvæðar á Landspítala. Erlendar rannsóknir hafa sýnt 21-31% jákvæðni. Vanda þarf betur val sjúklinga og endurskoða þarf þær klínísku ábendingar sem notaðar eru fyrir lungnaslagæðarannsókn 24 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.