Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 34
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
við sólarhring eftir komu var græddur í hann tvíhólfa gangráður.
Við eftirfylgd í tvö ár hefur hann reynst algerlega gangráðsháður.
Rannsóknir sýndu engin merki um annan sjúkdóm sem gæti
skýrt ofannefnd einkenni. Engin merki fundust um ífarandi
sjúkdóma. Skjaldkirtilsprufur voru eðlilegar, svo og blóðsölt,
lifrarpróf, blóðmynd, sökk, CRP og kreatínín. CK-MB og TnT var
eðlilegt og ómskoðun sýndi engin merki um hjartavöðvasjúkdóm.
Blóðvatnspróf fyrir Borellia burgdorferi var neikvætt. Hann hafði
engin skilmerki Sjögrenssjúkdóms, sem getur tengst AV blokki.
Skoðun á taugakerfi og augnskoðun var eðlileg. Hjartalínurit og
ómskoðun hjá foreldrum og systkinum var hvort tveggja eðlilegt.
Uniræða: Skyntaugaheyrnadeyfa getur tengst hjartsláttartruflunum
við Lange-Nielsen heilkenni með skyntaugaheyrnadeyfu og lengdu
QT-bili og við orkukornasjúkdóma, svo sem Kearns-Sayre en um
það er ekki að ræða hér. Hér gæti verið um snemmkomin LeNegres
sjúkdóm að ræða. Ovíst er hvort skyntaugaheyrnardeyfan tengist
hjartasjúkdómi hans en forvitnilegt er, að þótt yfirleitl sé talið
að frumur leiðslukerfis hjartans séu upprunnar frá miðkímlagi
(mesoderm) þá halda aðrir fram að þær séu upprunnar frá
hnoðkambi (neural crest) eins og miðtaugakerfið (2).
Heimildir: 1. Dianzumba SB, Singer DH, Meyers S, Barresi V, Belic N, Smith JM.
Lenegre’s disease in youth. Am Heart J 1977; 94:37-44.
2. Moorman AF, de Jong F, Denyn MM, Lamers WH. Development of the cardiac
conduction system. Circ Res 1988; 82: 629-44.
V 23 Nýrnakölkun í kjölfar ristilhreinsunar með
natríumfosfati
Hjalti Guðmundsson', Margrét Árnadóttir1, Sverrir Harðarson2, Margrét Birna
Andrésdóttir1
‘Lyflækningadeild, 2Rannsóknastofa í meinafræði, Landspítala
mariubaugur@simnet. is
Inngangur: Lyf sem innihalda natríumfosfat (til dæmis
Phosphoral) eru notuð til úthreinsunar við undirbúning fyrir
rannsóknir eða skurðaðgerðir á ristli. í Sérlyfjaskrá er varað
við notkun Phosphorals, meðal annars hjá sjúklingum með
skerta nýrnastarfsemi, vegna mögulegra áhrifa lyfsins á salt- og
vökvajafnvægi. Ekki er getið alvarlegra aukaverkana. Nýlega hefur
nýrnakölkun (nephrocalcinosis) verið lýst í kjölfar ristilhreinsunar
með natríumfosfati og er talið að þetta sé vangreind aukaverkun
hjá áhættuhópi.
Lýsing tilfella: Við lýsum tveimur tilfellum með bráða nýrnabilun
sem greindust 7-30 dögum eftir úthreinsun með Phosphorali. Báðir
sjúklingarnir höfðu áður lítilsháttar hækkun á s-kreatíníni en eftir
úthreinsunina versnaði nýrnastarfsemi beggja til muna og hefur
ekki lagast aftur. Vefjagreining sýndi dæmigerða nýrnakölkun, það
er kalkútfellingar í píplum auk píplurýrnunar og bandvefsaukningar
í millivef. Einnig lýsum við tilfelli með verulega hækkun á s-fosfati
sem rekja mátti til úthreinsunar með Phosphorali og prerenal
nýrnabilunar.
Uniræða: Sjúkdómstilfellin gefa tilefni til að rannsaka algengi og
áhættuþætti nýrnakölkunar í kjölfar úthreinsunar með natríum
fosfati. Mikilvægt er að endurmeta leiðbeiningar um notkun þessa
algenga lyfs í ljósi nýrra upplýsinga.
V 24 Lokun á opi milli gátta í hjartaþræðingu
á Landspítala
Hróðmar Hclgason1-2, Gunnlaugur Sigfússon', Ragnar Danielsen2, Kristján
Eyjólfsson1
'Barnaspítali Hringsins og 2hjartadeild Landspítala
hrodmar@landspitalL is
Inngangur: Op á milli gátta (ASD) er algengur hjartagalli sem
greinist ekki eingöngu á barnsaldri heldur finnst oft í fullorðnum
einstaklingum. Á barnsaldri eru einkenni oft lítil en á fullorðinsárum
leiðir mikið flæði milli gátta til hjartastækkunar, hjartsláttartruflana
og hjartabilunar. Nýlega var tekin upp meðferð á Landspítala þar
sem opum milli gátta er lokað í hjartaþræðingu.
Efniviður og aðferðir: Sextán sjúklingar á aldrinum 8-69 ára (miðgildi
26 ár) gengust undir hjartaþræðingu og var opi á milli gátta lokað
í 14 sjúklingum. Þar af voru fjögur börn (8-18 ára). Ábendingar
fyrir lokun voru hjartastækkun vegna aukins lungnablóðflæðis, sex
sjúklingar, heilaáfall (heilablóðfall vegna paradox embolia), sex
sjúklingar og blóðþurrðarköst í heila, tveir sjúklingar. Þræðingin var
framkvæmd í svæfingu og vélindasómskoðun framkvæmd samtímis.
Notaður var Amplatzer hnappur til að loka opunum eftir að opið
hafði verið mælt með belglegg. Hjá tveimur sjúklingum var opinu
ekki lokað, annar hafði afbrigðilega tengingu á lungnabláæð og
hinn hafði ekki fullnægjandi kanta á opinu til að hengja á hnappinn
sem lokar opinu.
Niðurstöður: Stærð opanna var frá 10-25 mm (miðgildi 13 mm).
Það tókst að loka opinu hjá öllum 12 sjúklingunum. Tímalengd
aðgerðar var 60-135 mínútur, að meðtöldum tímanum sem
innleiðsla svæfingar tekur. Einn sjúklingur hafði annað op sem ekki
var unnt að loka í sömu þræðingu. Engir fylgikvillar komu fram í
sjálfri aðgerðinni. Þrír sjúklingar fengu höfuðverkjaköst fyrstu tvær
vikurnar eftir lokun. Tveir sjúklingar fengu blæðingu í nára eftir að
þeir voru komnir upp á sjúkradeild um tveimur klukkustundum
eftir að slíður hafði verið tekið úr nára. Ellefu sjúklinganna voru
útskrifaðir daginn eftir þræðingu og einn sjúklingur á öðrum degi
eftir þræðinguna. Leki meðfram hnappinum eftir ísetningu sást
hjá einum sjúklingi. Einn sjúklingur hafði fengið gáttaflökt (atrial
flutter) þremur vikum eftir ísetningu.
Ályktanir: Við ályktum að lokun á opi á milli gátta á þennan hátt
sé örugg og áhrifarík meðferð og er unnt að loka flestum opum
á milli gátta á þennan hátt. Legutími er mun styttri en við opnar
aðgerðir og sjúklingarnir fljótir að komast á ról. Lítil hætta er á leka
meðfram hnappinum.
V 25 Notkun faktors VII við meiriháttar blæðingar í
hjartaskurðaðgerðum. Fyrsta reynsla af Landspítala
Jóhann Páll Ingimarsson', Felix Valsson2-4, Brynjar Viðarsson34, Bjarni Torfason1-4,
Tómas Guðbjartsson1-4
'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2gjörgæslu- og svæfingadeild og 3blóðmeinafræðideild
Landspítala, 4læknadeild HÍ
johapall@mi.is
Inngangur: Meiriháttar blæðingar eru þekktir fylgikvillar opinna
hjartaaðgerða. Storkuhvetjandi lyf og blóðhlutar eru gefin til að
34 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92