Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 28
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
mótefni gegn hverjum einum þessara þriggja smitvalda eða öllum
saman höfðu ekki áhrif á algengi astma eða ofnæmis. Einstaklingar
sem höfðu IgG mótefni gegn bogfrymli höfðu marktækt oftar skerta
lungnastarfsemi sem kom fram í lækkuðu FEV/FVC hlutfalli.
Alyktíinir: Smit með bogfrymli, 11. pylori og lifrarbólguveiru A
hefur ekki áhrif á algengi ofnæmis eða astma. Niðurstöður bentu til
að smit með bogfrymli hefði fylgni við skerta lungnastarfsemi.
V 7 Langtímanotkun NSAID og COX-2 lyfja. Áhrif á mjógirni
metin með myndhylki
Bjarni Þjóðleifsson1, Sigurbjörn Birgisson1, Laurence Maiden2, Andrew Seigal1,
Ingvi I. Bjarnason1, Roy Sherwood2, David Scott3, Ingvar T. Bjarnason1
'Lyflækningadeild Landspítala, 2Department of Medicine, 3Clinical Biochemistry
og 4Rheumatology, King’s College Hospital, London
bjarnit@lcmdspitali. is
Inngangur: NSAID og COX-2 lyf eru mikið notuð sem gigtar- og
verkjalyf en meginvandamál við notkun þeirra eru aukaverkanir frá
meltingarvegi. Aukaverkanir í maga hafa verið vel rannsakaðar en
aukaverkanir á mjógirni hafa lítið verið skoðaðar, sérstaklega ekki
í langtímanotkun. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða með
myndhylki áhrif þessara lyfja á mjógirni hjá sjúklingum sem höfðu
tekið lyfin lengur en þrjá mánuði.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarsetrin voru tvö, King's College
Hospital (KC) í London og Landspítali. Alls tóku 160 sjúklingar þátt
(38 karlar og 122 konur), 90 frá KC og 70 frá Landspítala. Miðgildi
aldurs var 53 ár (aldursbil 29-80). Eitt hundrað og tuttugu sjúklingar
tóku NSAID lyf og af þeim 15 í 3-12 mánuði og 105 í 1-20 ár en 40
tóku COX-2 lyf. Samanburðarhópur var heilbrigðir einstaklingar,
sem tekið höfðu þátt í fyrri rannsóknum. Myndhylkisrannsóknin
var framkvæmd samkvæmt viðteknum vinnureglum. Sex tegundir
áverka (sjá töflu) voru metnar og áhrif breytna (NSAIDs/COX,
aldur, kyn, sjúkdómsgreining og tímalengd meðferðar) metin með
margþátta aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Allar tegundir áverka voru marktækt algengari hjá
sjúklingum á NSAID og COX-2 lyfjum miðað við samanburðarhóp
en aðrar breytur höfðu ekki áhrif. Fimm tegundir áverka voru
algengari hjá sjúklingum á NSAID lyfjum miðað við COX-2 lyf en
munurinn var ekki marktækur.
Ályktanir: Langtímanotkun NSAID lyfja veldur verulegum áverka
á mjógirni en rannsókn okkar hefur ekki nógu mikið vægi til að
svara spurningunni hvort COX-2 lyfin valdi rninni áverka.
V 9 Smásteinamyndun í lungnablöðrum. Sjúkratilfelli
Björn Magnússon1. Helgi ísaksson2
‘Fjóröungssjúkrahúsiö í Neskaupstað, 2Rannsóknastofa HÍ í meinafræði
bjorn@hsa.is
Inngangur: Smásteinamyndun í lungnablöðrum (pulmonary
alveolar microlithiasis) er sjaldgæfur lungnasjúkdómur sem ekki
hefur verið skýrt frá áður á Islandi. Ástæða sjúkdómsins er óþekkt.
Mögulega er um að ræða truflun á kalk- eða fosfatefnaskiptum,
viðbrögð við umhverfisþáttum auk þekkts arfgengis. Steinarnir,
sem eru lagskiptir, mælast frá 0,01 mm upp í 3 mm að stærð og
innihalda mestmegnis kalsíum og fosfat. Sjúkdómurinn leggst
oftast á einstaklinga á aldrinum 30-50 ára. Einkenni eru lítil í byrjun
en síðar fer mæði vaxandi með bláma og loks öndunarbilun sem
oftast dregur sjúklingana til dauða. Röntgenmyndir af lungum sýna
aragrúa dreifðra smákornóttra þéttinga og á öndunarmælingum
kemur oft fram hægt vaxandi herpa auk þess sem misræmi öndunar
og blóðrásar hefur verið lýst. Lungnaskipti hafa gagnast í einstaka
tilfellum en annars er sjúkdómurinn ólæknandi.
Tilfelli: Við rekjum sjúkrasögu og skýrum frá niðurstöðum
rannsókna á konu sem greindist 21 árs gömul með steinamyndun
í lungnablöðrum eftir opna sýnatöku sem gerð var vegna mikilla
röntgenbreytinga á lungnamynd. Konan greindist um líkt leyti
með liðagigt en var þá einkennalaus frá lungum. Síðan fór mæði
hægt vaxandi með bláma og einkennum hægri hjartabilunar.
Konan fékk súrefnismeðferð frá 56 ára aldri en þrátt fyrir það var
súrefnisskortur vaxandi.
Meðferð með súrefni um barkalegg og stuðningsöndun með
nefgrímu (BiPAP) bætti ástand tímabundið, þar til konan andaðist
60 ára gömul vegna öndunarbilunar.
Tegund áverka
Púnkt-
Hópar Fjöldi Rauðar Ljósar blaaöingar/ Rofí Þrengsli Blóö án áverka
fellingar skellur rauöar skellur slímhúö
Saman- 60 0 0 11 (18%) 0 0 0
buröarhópur 16 47 41 35 2 3 (3%) I
NSAIDs 120 (13%)* (39%)* (34%)* (39%)* (2%)
COX-2 40 3 (8%) 7 (18%)* 11 (28%)* 9 (22%)* 0 1 (3%)
* p<0,05 miöaö viö samanburöarhóp.
28 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92