Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 25
ÁGRIP ERINDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
með tölvusneiðmyndun. Kanna þarf hvernig markvissari notkun
slagæðablóðgasa og D-Dímers getur rennt betri stoðum undir
greiningu og ábendingum fyrir lungnaslagæðarannsókn með
tölvusneiðmyndun.
E 20 Blóðsýkingar af völdum Candida dubliniensis
og Candida albicans. Samanburður á meinvirkni og
vefjameinafræðilegum breytingum
Lena Rós Ásmundsdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Bjarni A. Agnarsson1-2, Ragnar
Freyr Ingvarsson2, Magnús Gottfreðsson1-2
'Læknadeild HÍ, :Landspítali
iiuignusgo@landspitiili.is
Inngangur: Candida dubliniensis greindist fyrst hjá HIV-smituðum
einstaklingum með sveppasýkingu í munni og koki og var talin
lítið meinvirk, en fljótlega kom í ljós að C. dubliniensis gat
einnig valdið ífarandi sveppasýkingum svo sem blóðsýkingum.
Markmið rannsóknarinnar var að meira saman meinvirkni C.
dubliniensis og C. albicans í músalíkani af blóðsýkingu og meta
vefjameinafræðilegar breytingar í innri líffærum.
Efniviður og aðferðir: Notaðir voru þrír stofnar C. albicans (ATCC
90028 og tveir klínískir blóðstofnar) og níu stofnar C. dubliniensis
(allt klínískir blóðstofnar). Kvenkyns NMRI mýs voru sýktar í
blóðbraut (C. albicans, n=99; C. dubliniensis, n=157) og fylgst með
lifun dýranna þrisvar á dag. Eftir sjö daga var dýrunum fargað og
annað nýrað sett í formalín en hitt nýrað ásamt lifrinni notað til
ákvörðunar á sýklafjölda. Vefjameinafræðilegar breytingar í nýrum
voru metnar á kerfisbundinn hátt án vitneskju um sýkingarvald.
Niðurstöður: Dánartíðni eftir sjö daga hjá dýrum sem sýkt voru með
C. dubliniensis var að meðaltali 21,0%, (bil fyrir stofna: 0-57,1 %) og
23,2% með C. albicans, (bil fyrir stofna: 6,7-85,0%), (p=0.757).
Marktæk fylgni var milli dánartíðni og hærri talningar sýklafjölda í
bæði lifur og nýrum (p<0,0005). Bólgubreytingar í nýrum voru meiri
eftir sýkingu með C. albicans miðað við C. dubliniensis (p<0,0005).
Myndun gerviþráða var ríkjandi í 18 (23,4%) nýrnasýna með C.
albicans samanborið við fjögur (3%) sýni með C. dubliniensis
(p<0,0005). Yfirgnæfandi gerviþráðamyndun tengdist aukinni
útbreiðslu sýkingarinnar í nýrum auk hærri dánartíðni (p<0,0005).
Alyktanir: C. dubliniensis reyndist vera jafnmeinvirk og C. albicans
en talsverður munur var á meinvirkni milli mismunandi stofna
hvorrar tegundar. Nauðsynlegt er að taka tillit til uppruna stofna
við rannsóknir sem þessar. Niðurstöður renna stoðum undir þá
kenningu að stofnar sem ræktast frá blóði séu að j afnaði meinvirkari
en þeir sem eingöngu valda yfirborðssýkingum.
frumur. Tjáning PAR-1 viðtaka er ólík milli dýrategunda og áhrif
PAR-1 örvunar í mönnum hafa ekki verið könnuð áður in vivo.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hlutverk PAR-1 viðtakans
í æðakerfi manna.
El'niviður og aðferðir: Þvermál bláæðar á handarbaki 14 heilbrigðra
sjálfboðaliða var mælt með Aellig-tækni eftir innrennsli PAR-1
boðans SFLLRN (0,05-15 nmól/mín.) með og án noradrenalíns
(1-128 ng/mín.) og glýkóprótein Ilb/IIIa blokkunar með tírófibani
(250 ng/mín.).
Blóðflæði í framhandlegg var mælt í átta heilbrigðum
einstaklingum (e. venous occlusion plethysmography). Nál var
þrædd í framhandleggsslagæð (a. brachialis) og tírófiban (1250 ng/
mín) gefið til að hindra samloðun blóðflagna. Slagæðarinnrennsli
af SFLLRN (5-50 nmól/mín.) var borið saman við bradykínín (100-
1000 pmól/mín.). Styrkur tissue-plasminogen activator (t-PA), von
Willebrand factor (vWF) og plasminogen-activator inhibitor 1 (PAI-
1) var mældur reglulega og blóðsýni jafnframt tekin til mælingar á
bindingu blóðflagna og einkyrninga sem er næmur mælikvarði á
örvun blóðflagna.
Niðurstöður: SFLLRN olli skammtaháðum bláæðasamdrætti (n>6;
p<0,001) óháð noradrenalíni eða tírófibani. í slagæðakerfinu olli
SFLLRN skammtaháðri aukningu á framhandleggsblóðflæði (n=8;
p<0,001), t-PA losun (frá 8,1±1,4 til 12,7±1,5 ng/mL; p=0,02) og
blóðflögu-einkyrninga bindingu (frá 16±5% til 74±5%; p<0,0001)
en ekki á vWF eða PAI-1 styrk.
Ályktanir: Hér hefur í fyrsta sinn verið sýnt fram á að örvun PAR-1
viðtaka in vivo í fólki veldur örvun blóðflagna, bláæðasamdrætti,
slagæðavíkkun og t-PA losun. Þessar niðurstöður veita mikilvæga
innsýn í hlutverk þrombíns í slag- og bláæðakerfi manna.
E 21 Áhrif örvunar Protease-Activated Receptor 1 á
Ϛakerfi manna
•ngibjörg J. Guöniundsdóttir. David J. Webb, Keith A. A. Fox, David E. Newby
Centre of Cardiovascular Sciences, University of Edinburgh, Scotland
darnellroad27@hotmail.com
Inngangur: Protease-Activated Receptor-1 (PAR-1) eru G-prótein
tengdur viðtaki sem er talinn miðla beinum áhrifum þrombíns á
Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 25