Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 42
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
Efniviður og aðferðir: Við mældum kreatínín í sermi og cýstatín-C
í sermi í slembiúrtaki fólks á aldrinum 30-85 ára. Þrjár mismunandi
aðferðir voru notaðar til að reikna gaukulsíunarhraða (ml/mín/1,73
m2):
1. Cockroft-Gault (CG)-jafna: GSH=0,84*[(140-aldur)*þyngd
*0,85(konur)]/(72*S-Kr)].
2. MDRD-jafna: GSH=186,3*(S-Kr)-1'l54*(aldur)^203*0,742
(konur).
3. CC-jafna: GSH=84,69*S-CC‘'686*0,948 (konur).
Við bárum saman gaukulsíunarhraða, sem reiknaður var með
þessum þremur jöfnum, og flokkun nýrnastarfsemi í stig byggt á
gaukulsíunarhraða:
Stig I >90, stig II60-90, stig III 30-60, stig IV15-30 og stig V <15 ml/
mín/1,73 m2. Samræmi milli jafna var reiknað með K-tölfræði (>0,75
mikið; 0,40-0,75 meðal og <0,40 lítið samræmi).
Niðurstöður: Alls tóku 1630 einstaklingar þátt í rannsókninni.
Miðgildi (fjórðungsbil) gaukulsíunarhraða var 89,2 (69,5-110,7)
ml/mín/1,73 m2 samkvæmt CG, 80,5 (69,9-92,1) samkvæmt MDRD
og 81,6 (62,6-103,4) samkvæmt CC. Eftirfarandi tafla sýnir flokkun
nýrnastarfsemi.
CG -jafna MDRD-jafna CC-jafna
N (%) N (%) N (%)
stig 1 797 (48,9) 469 (28,8) 647 (39,7)
stig II 574 (35,2) 988 (60,6) 633 (38,8)
Stig III 244(15,0) 168 (10,3) 319 (19,6)
Stig IV 12 (0,7) 4 (0,2) 25 (1,5)
stig V 2(0,1) 0(0) 4(0,2)
Ekki reyndist mikið samræmi í niðurröðun einstaklinga í stig
nýrnastarfsemi samkvæmt jöfnunum, k var 0,40-0,56.
Alyktanir: Ekki er mikið samræmi í útreikningum á
gaukulsíunarhraða með aðferðum sem notaðar voru í þessari
rannsókn. Því miður höfum við ekki nákvæma mælingu á
gaukulsíunarhraða til samanburðar og getum því ekki metið hver
þeirra er best.
V 44 Efnaskiptaáhættuþættir fyrir myndun nýrnasteina
meðal sjúklinga á nýrnasteinagöngudeild Landspítala
Ólafur Skúli Indriftason', Viðar Eðvarðsson2, Runólfur Pálsson1-3
'Nýmalækningaeining og lyflækningasvið I og !Barnaspítali Hringsins Landspítala,
’læknadeild HÍ
osi@tv.is
Inngangur: Meðal sjúklinga sem fá nýrnasteina er í mörgum
tilfellum hægt að greina efnaskiptaáhættuþætti í þvagi. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna tíðni þessara áhættuþátta meðal
sjúklinga á nýstofnaðri göngudeild fyrir sjúklinga á Landspítala
með nýrnasteina, en þangað er vísað sjúklingum með endurtekin
köst.
Efniviður og aðferðir: Þetta var afturvirk rannsókn á sjúklingum
sem komu í nýrnasteinagöngudeild Landspítala frá maí 2005
til loka mars 2006. Sjúklingar gengust undir blóðrannsóknir og
söfnuðu sólarhringsþvagi í tvígang. Við mat á efnaskiptaþáttum í
þvagi var notast við meðaltal beggja safnana. Hyperoxaluría var
skilgreind sem sólarhringsútskilnaður >0,49 mmól, hypercalciuria
sem >7,5 mmól (karlar) og >6,5 mmól (konur), hyperuricosuria sem
>4,8 mmól (karlar) og 4,5 mmól (konur) og hypocitraturia sem <2
mmól. Of lítill þvagútskilnaður var skilgreindur sem <1 L/24 klst.
Niðurstöður: Alls hafa 36 einstaklingar gengist undir fullnægjandi
efnaskiptarannsókn, 26 karlar og 10 konur. Ein kona greindist með
frumkalkvakaóhóf á blóðprófi og safnaði ekki þvagi, hins vegar
skilaði einn karl með þekkta cystínmigu þvagsöfnunum. Af þessum
35 sjúklingum voru þrír (8,6%) með þvagútskilnað undir 1L/24 klst.
Hyperoxaluria fannst hjá 11 (31,4%), hypercalciuria hjá sjö (20%),
hyperuricosuria hjá níu (25,7%) en hypocitraturia hjá 20 (57,1%).
Tveir voru með þrjá áhættuþætti, 16 með tvo og 12 með einn
áhættuþátt. Ekki var hægt að sýna fram á áhættuþætti fyrir myndun
nýrnasteina hjá fimm sjúklingum samkvæmt skilgreiningu okkar.
Af þeim voru tveir með oxalatútskilnað við efri mörk, einn með
cítratútskilnað við neðri mörk og kalsíumútskilnað við efri mörk,
einn með þvagútskilnað um 1,2 L/24 klst. og kalsíumútskilnað við
efri mörk og einn með þvagútskilnað undir 1,2 L/24 klst.
Alykfanir: Sjúklingar sem koma í nýrnasteinagöngudeild
Landspítala hafa slæman steinasjúkdóm og meirihluti þeirra hefur
að minnsta kosti einn efnaskiptaáhættuþátt. Sértæk meðferð gæti
fækkað steinaköstum þessara sjúklinga.
V 45 Langvinn eósínófíllungnabólga á íslandi
Ólafur Svcinsson', Helgi J. Isaksson3, Gunnar Guðmundsson'
‘Lungnadeild og 2Rannsóknastofa í meinafræöi, Landspítala
olafnrsv@hotmail.com ggudmund@landspitali. is
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa langvinnri
eósínófíllungnabólgu (LEL) á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftursæ þar sem upplýsingar
voru fengnar úr sjúkraskrám árin 1990-2004. Sjúkraskrár
voru yfirfarnar, kannaðar voru myndgreiningarrannsóknir og
vefjafræðilegar niðurstöður voru endurskoðaðar.
Niðursföður: Á tímabilinu greindust 10 einstaklingar með langvinna
eósínófíllungnabólgu, sjö karlar og þrjár konur. Meðalaldur var 58
ár. Enginn sjúklinganna reykti. Nýgengni sjúkdómsins á tímabilinu
var aðeins 0,23 af 100.000/ári en jókst mjög hlutfallslega síðustu
fimm árin, í 0,54 af 100.000/ári. Einkenni voru slappleiki, þreyta,
hósti, mæði og megrun. Sökk var 72 og CRP 125. Átta af 10 voru
með hækkað hlutfall eósínófíla í blóði. Brak heyrðist við hlustun
hjá flestum en einnig önghljóð. FVC var 75% af spáðu gildi og
FEVl var 73% af spáðu gildi. Meðalhlutþrýstingur súrefnis (p02)
var 68 mmHg. Allir sjúklingarnir höfðu dæmigerðar dreifðar íferðir
beggja vegna og yfirleitt nokkuð útlægar (peripheral). Allir nema
einn fengu sterameðferð og allir svöruðu meðferðinni fljótt og vel.
Upphafsskammtur með prednisóloni var 42,5 mg. Hjá sjö kom
sjúkdómurinn aftur en allir svöruðu endurtekinni sterameðferð.
Ályktanir: Langvinn eósínófíllungnabólga er sjaldgæfur sjúkdómur
en þó með einkennandi myndrænt og vefjafræðilegt útlit. Mikilvægt
er að hafa hann í huga hjá sjúklingum með dreifðar íferðir sem
svara ekki hefðbundinni sýklalyfjameðferð. Sjúkdómurinn svarar
vel meðferð með barksterum sem getur þó þurft að endurtaka.
42 Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92