Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2006, Blaðsíða 45
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / XVII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
ungbörnum mæðra, á þremur fæðingardeildum, sem féllust á að
taka þátt í rannsókninni og töku blóðs úr naflastreng við fæðingu.
Rannsóknin hófst á fæðingardeildinni og börnunum var fylgt eftir
víð þriggja, sex, 12 og 18 mánaða aldur með læknisskoðun og
/heildar-IgE við fæðingu, 12 og 18 mánaða aldur, sérstök IgE-mæling
gerð 'við þriggja, 12 og 18 mánaða aldur. SPT við sex mánaða
aldur og frumuflæðirannsókn við fæðingu, 12 og 18 mánaða aldur.
Einkennum barnanna var skipt í fjóra hópa: 1. ofnæmisútbrot, 2.
meltingarfæraeinkenni (uppköst, kviðverkir), 3a. ofnæmiskvef, 3b.
útþot (urticaria), 4. barkateppa.
Niðurstöður: Af 500 þátttakendum luku 180 eftirliti frá fæðingu til
18 mánaða aldurs. í þessum hópi var algengi ofnæmisútbrota 13,9%
(25 af 180), ofnæmiskvef 15,6% (28 af 180), útþot 8,4% (15 af 180),
fæðuóþol 4,4% (átta af 170) og barkateppa 10% (18 af 180).
Ályktanir: Ofnæmisútbrot hafa verið talin einkenna ofnæmishneigð
í frumbernsku en ofnæmiskvef og nefeinkenni eru jafnmikilvæg
merki um ofnæmishneigð hjá ungbörnum.
V 52 Endurkomutíðni nýrnasteina á íslandi
Viðar Eðvarðsson1, Runólfur Pálsson2-3- Ólafur S. Indriðason2
'Barnaspítali Hringsins og 2nýrnalækningaeining og lyflækningasvið I, Landspítala;
3læknadeild HÍ
rimolfur@landspilali. is
Inngangur: Nýrnasteinar eru algengt heilsufarsvandamál á
Vesturlöndum þar sem 10-15% karlaog5-7% kvenna fá nýrnasteina
fyrir 70 ára aldur. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að endurkomutíðni er
um það bi!50% innan 10 ára frá greiningu. Markmið rannsóknarinnar
var að kanna endurkomutíðni meðal íslenskra nýrnasteinasjúklinga.
Efniviður og aðferðir: Leitað var að sjúkdómsgreiningum sem
gáfu til kynna nýrnasteina í gagnagrunnum á Landspítala,
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Læknisfræðilegri
myndgreiningu frá 1983-2003. Sjúklingar sem greindust með
stein sex mánuðum eða seinna eftir fyrstu greiningu voru taldir
hafa fengið annan stein. Sjúklingum var skipt í hópa eftir kyni,
ári greiningar (1983-87, 1988-92, 1993-97 og 1998-2003) og aldri
(innan við 18, 18-30, 30-60 og yfir 60 ára) við fyrstu greiningu
nýrnasteins. Kaplan-Meyer aðferð var notuð til þess að meta
lifun án steinamyndunar og log-rank próf til að bera saman hópa.
Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 6053 sjúklingar með fyrsta
nýrnastein, 3781 karl (meðalaldur 53,1+17,9 ár) og 2272 konur
(49,9+20,0 ár). Meðallengd eftirfylgni var 9,3±5,9 ár og fengu
1513 (25%) sjúklingar stein aftur, 972 karlar og 541 kona.
Kaplan-Meyer greining sýndi að 20% sjúklinga höfðu fengið
annan stein eftir fimm ár, 28% eftir 10 ár og 35% eftir 20 ár.
Endurkomutíðni var marktækt hærri hjá sjúklingum á aldrinum
30-60 ára en hjá fullorðnum í öðrum aldurshópum (p=0,0014) og
var 40% borið saman við 29% eftir 20 ár. Sjúklingar yngri en 18
ára voru ekki líklegri en fullorðnir til að endurmynda steina. Engin
tengsl voru milli kyns, greiningarárs og endurmyndunar steina.
Ályktanir: Endurkomutíðni nýrnasteina í okkar rannsókn er lægri
en í sambærilegum erlendum rannsóknum. Hugsanlegt er að munur
á aldurssamsetningu okkar þýðis og annarra skýri þennan mun því
endurkomutíðni er hæst hjá sjúklingum á miðjum aldri.
V 53 Notkun ytri öndunarvélar á Landspítala
I’órunn Hclga Felíxdóttir1, Gunnar Guömundsson2, Felix Valsson3
'Læknadeild HÍ, 2lungnadeild og 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
thhf@hi.is
Inngangur: Meðferð með ytri öndunarvél hefur á síðustu árum
komið fram sem nýtt meðferðarúrræði við bráðri öndunarbilun
á Landspítala. Sýnt hefur verið fram á ýmsa kosti þessarar
meðferðar miðað við hefðbundna öndunarvélarmeðferð. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna notkun ytri öndunarvélar á
Landspítala og hvort notkunin samræmist erlendum rannsóknum
og klínískum leiðbeiningum.
Efniviður og aðferðir: Fylgst var með 57 sjúklingum sem fengu
meðferð með ytri öndunarvél 70 sinnum á fjórum mánuðum, frá 1.
janúar til 1. maí 2005.
Niðurstöður: Sjúklingar voru á aldrinum 40 til 94 ára, meðalaldur
var 70+11 ár. Karlar voru 60% sjúklinganna og var meðalaldur
þeirra 68 ár, en 73 ár hjá konum (p<0,05). Dánartíðni karla
var marktækt lægri en kvenna (17% miðað við 38%; p<0,05).
Blóðgös voru mæld í 73% tilvika fyrir meðferð. í 48% tilvika hóf
deildarlæknir meðferðina, í 30% svæfinga- og gjörgæslulæknir,
í 13% lungnalæknir og í 4% hjartalæknir. Algengustu orsakir
meðferðar voru lungnabólga (34%), langvinn lungnateppa
(LLT) versnaði (31%) og hjartabilun (27%). Meðferð hófst á
bráðamóttöku í 25% tilvika, í 35% á gjörgæslu og í 40% á almennri
deild. Helstu aukaverkanir voru húðóþægindi hjá 6% sjúklinga
og þoldu 10% ekki meðferðina. Innri öndunarvélarmeðferð með
barkaþræðingu þurfti í 19% tilvika. Alls létust 26% sjúklinganna.
Ályktanir: Dánartíðni kvenna var hærri en karla. Þetta gæti
skýrst af hærri meðalaldri kvenna og mismunandi orsökum fyrir
meðferðinni. Konur voru oftar meðhöndlaðar vegna langvinnrar
lungnateppu og karlar oftar vegna hjartabilunar. í þessari
rannsókn voru blóðgös tekin sjaldnar en í sambærilegum erlendum
rannsóknum og sjaldnar en mælt er með í klínískum leiðbeiningum.
Meðferð með ytri öndunarvélum er orðin viðurkennd sem góður
möguleiki í meðferð öndunarbilunar. Athuga mætti hvort betri
skráning og leiðbeiningar geti bætt meðferðina frekar.
Læknablaðið/Fylgirit 52 2006/92 45