Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Side 10

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Side 10
VISINDi A VORDOGUM FYLGIRIT 56 sem var framsýn og náði yfir allt landið (1). Rannsóknartímabilið var eitt ár frá 1. apríl 2001 til 31. mars 2002. Leitað var að upplýs- ingum um böm og unglinga sem komu á bráðamóttöku, sjúkra- hús eða heilsugæslustöð vegna eitrana. Að auki voru notuð gögn frá Eitrunarmiðstöðinni frá sama tímabili. Niðurstöður: Áttahundruð sjötíu og ein eitrun var skráð. Þessi fjöldi svarar til 1,11% barna og unglinga á íslandi en tíðni eitr- ana hjá fullorðnum er 0,44%. Böm þriggja ára og yngri áttu í hlut í 59% tilvika. Þrjúhundmð níutíu og níu (45,8%) tilfelli voru vegna lyfja en 472 (54,2%) vegna annarra efna. Algengasta íkomuleið var inntaka (87,5%). Algengast var að um óhapp væri að ræða (82,7%), 7,5% voru sjálfsvígstilraunir og 4,1% misnotk- un lyfja. Hundrað tuttugu og sex (14,5%) börn fengu einhvers- konar meðferð á heilbrigðisstofnun og 67 (7,7%) voru lögð inn á sjúkrahús. Ályktanir: Tíðni eitrana hjá börnum og unglingum var hærri en hjá fullorðnum. Tæplega 60% eitrana og meintra eitrana í þess- um aldurshópi voru hjá börnum þriggja ára og yngri. Meirihluti eitrana voru minniháttar óhöpp og sjaldan var þörf á innlögn á sjúkrahús. (1) Kristinsson J, Pálsson R, Guðjónsdóttir GA, Blöndal M, Guðmundsson S, Snook CP. Acute poisonings in Iceland: a prospective nationwide study. Clin Toxicol 2008; 46,126-32. V-4 ígræðsla á nýrnahluta (autotransplantation) vegna nýrnakrabbameins í báðum nýrum Bjarni G. Viðarsson', Jón Guðmundsson* * 3,Ólafur S. Indriðason2, Eiríkur Jónsson' 'Þvagfæraskurðlækninga-, 2nýrnalækninga-, 3röntgendeild Landspítala bjarnigv@landspitali.is Inngangur: Hlutabrottnám á nýra er viðurkennd aðgerð vegna nýmakrabbameins. Sérstaklega á hún við ef til staðar er minnk- uð starfsemi eða vöntun á gagnstæðu nýra. Forsenda slíkrar meðferðar em krabbameinsfríar skurðbrúnir. Ef erfitt reynist að framkvæma slíkt hlutabrottnám, á nýmastaðnum, kemur til greina að fjarlægja allt nýrað, kæla niður og framkvæma hlutabrottnámið á hliðarborði. Tilfelli: 55 ára kona greinist, í kjölfar gallblöðrubólgu, með æxli í báðum nýrum. Ekki merki um meinvörp. Þar sem æxlin lágu miðlægt í báðum nýrum var ákveðið að fjarlægja og kæla hægra nýrað og framkvæma hlutabrottnám á hliðarborði. Niðurstaða: Heilbrigður efri hluti nýrans var græddur í grind- arholsæðar og nýrnaskjóða tengd beint við þvagblöðru. í kjölfarið var vinstra nýrað fjarlægt. Slagæða-bláæða fistill kom fram í ígrædda nýrnahlutanum sem var stíflaður með gormi í æðaþræðingu. Fjórum mánuðum eftir aðgerð er konan við góða heilsu, án krabbameinsmerkja, með væga kreatínínhækkun. Umræða: Lýst er fyrsta autotransplantation nýrnahluta á íslandi. Aðgerðin leiddi til varðveislu á nýrnastarfsemi og forð- aði viðkomandi frá tafarlausri blóðskilunarmeðferð. Þá tókst með æðaþræðingu að meðhöndla alvarlegan fylgikvilla aðgerð- arinnar. V-5 Sjálfsprottið loftmiðmæti eftir iðkun jóga Einar Hafberg1, Gunnar Guðmundsson14, Tómas Guðbjartsson3-4 ‘Slysa og bráðadeild, 2lungnadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild HÍ hafberg@gmail. com Inngangur: Sjálfsprottið loftmiðmæti (e. spontanteous pneumo- mediastinum) er skilgreint sem óeðlileg loftsöfnun í miðmæti án augljóss orsakavalds (t.d. sýkingar eða áverka). Um er að ræða sjaldgæfan kvilla sem aðallega greinist í annars hraustum karlmönnum. Oftast þarf enga sérstaka meðferð og horfur eru ágætar. Hér er lýst einstæðu tilfelli af Landspítala. Sjúkratilfelli: Áður hraustur 23 ára karlmaður leitaði á slysa- deild Landspítala vegna brjóstverkja sem versnuðu við inn- öndun og komu skyndilega tæpum 10 klst. áður þegar hann var í svokölluðu Ashtanga-jóga. Var hann þá í bakfettu og andaði um leið í gegnum nefið með lokað spjaldbrjósk. Þetta kallast ujjayi-öndun og er eins konar afbrigði af svokallaðri valsalva-öndun. Hann var ekki veikindalegur að sjá við komu og lífsmörk voru eðlileg. Ekki sást loft undir húð og hlustun á lungum var eðlileg. Hins vegar heyrðust skruðningsóhljóð yfir hjarta en bæði hjartalínurit og hjartaómun reyndust eðlileg. Á röntgenmynd af lungum sást loft í miðmæti og loftrönd í hægra hluta gollurshúss. Verkirnir héldu áfram og 7 klst. eftir komu voru fengnar tölvusneiðmyndir af brjóst- og kviðarholi. Þar sást loftið í miðmætinu betur og umlukti það vélindað. Einnig sást loftrönd í gollurshúsi en ekki loftbrjóst eða merki um fleiðru- og/eða gollurshússvökva. Tæpum Vi sólarhring frá komu var gerð skuggaefnisrannsókn af vélinda og maga sem var eðlileg. Smám saman rénaði verkurinn og sólarhring síðar var hann út- skrifaður nánast verkjalaus. Skoðun þremur dögum síðar var eðlileg og röntgenmynd af lungum sýndi minna loft í miðmæti, sérstaklega vinstra megin. Rúmu hálfu ári frá þessu er hann við góða heilsu. Ekki hefur borið á endurteknum einkennum. Hann hefur haldið áfram iðkun jóga æfinga. Umræða: Loftmiðmæti getur greinst án áverkasögu, jafnvel eftir iðkun jóga eins og í þessu tilviki. Slíku tilfelli hefur aðeins verið lýst einu sinni áður. Þetta tilfelli sýnir mikilvægi þess að rann- saka einstaklinga með brjóstverki ítarlega til að finna orsakir. V-6 Sjálfsprottið loftbrjóst báðum megin samtímis vegna lungnameinvarpa eistnakrabbameins - sjúkratilfelli Gígja Guðbrandsdóttir1, Ásgerður Sverrisdóttir2, Adolf Þráinsson3, Guðmundur Vikar Einarsson1, Tómas Guðbjartsson4-5 'Þvagfæraskurðdeild, 2krabbameinslækningadeild, 3myndgreiningardeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 5læknadeild HÍ gigjag@hotmail.com Inngangur: Sjálfsprottið loftbrjóst er algengur sjúkdómur sem í 2-4% tilvika getur greinst báðum megin samtímis (simultaneous bilateral spontaneous pneumothorax, SBPS). Er þá oftast um lífshættulegt ástand að ræða, enda langflestir þessara sjúklinga með króníska lungnasjúkdóma, t.d. lungnaþembu og herpu- sjúkdóma. í einstaka tilfellum getur SBPS greinst í sjúklingum 1 0 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.