Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Page 17

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Page 17
VÍSINDl Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 á lífupplýsingafræðilegan hátt og sýnt fram á að kortlagning okkar stenst samanburð við metýltengda eiginleika sem sann- reyndir hafa verið með líffræðilegum tilraunum. Þá höfum við sýnt fram á möguleika á hagnýtingu kortlagningarinnar til að auka skilning á hlntverki DNA metýlunar. V-20 Æsavöxtur (acromegaly) vegna villiframleiðslu á vaxtarhormónakveikju frá krabbalíki í lunga - sjúkratilfelli Páll S. Pálsson1, Ari Jóhartnesson1, Tómas Guðbjartsson2,3 Tyflækningasviði 1,2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ pallpals@landspitali.is Inngangur: Æsavöxtur stafar langoftast af offramleiðslu vaxt- arhormóns (VH) frá góðkynja æxli í heiladingli. I einstaka tilvik- um (<1%) getur æxli annars staðar í líkamanum, t.d. briseyjaæxli eða krabbalíki í lungum, orsakað æsavöxt með framleiðslu á vaxtarhormónakveikju (growth hormone releasing hormone, GHRH). Hér er lýst einu slíku tilfelli. Tilfelli: 42 ára kona greindist fyrir tilviljun með 7 cm stórt æxli miðlægt í hægra lunga. Hún hafði aldrei reykt eða kennt sér meins frá lungum. Tveimur árum áður hafði greinst hjá henni hnútur í skjaldkirtli með vægri skjaldvakaofseytingu (sub- clinical thyrotoxicosis). Hálfu ári síðar greindi einn höfunda (AJ) hjá henni æsavöxt. Segulómun sýndi vægt stækkaðan heilading- ul og IGF-1 mældist langt yfir efri mörkum. Hafin var meðferð með lanreótíð og síðar einnig með cabergolin. Rúmu ári eftir að meðferð hófst var fyrirhuguð aðgerð á heiladingli en fyrir þá að- gerð var tekin lungnamynd sem sýndi áðurnefnt æxli. Gerð var ástunga á æxlinu og kom í ljós dæmigert krabbalíki án illkynja frumna. í skurðaðgerð var æxlið fjarlægt ásamt mið- og neðra lungnablaði, og voru skurðbrúnir hreinar og eitilmeinvörp ekki til staðar. Gangur eftir aðgerð var góður og var sjúklingur út- skrifaður viku eftir aðgerð. Sermisgildi vaxtarhormónakveikju var 82 pg/ml (viðmiðunargildi 5-18 pg/ml) fyrir aðgerð, en 24 pg/ml nokkrum dögum eftir aðgerð. Tæpum fimm mánuðum síðar er konan við góða heilsu og einkenni æsivaxtar hafa að hluta til gengið til baka. S-VH gildi hafa lækkað úr 21,4ng/ ml í 0,8ng/ml (viðmiðunargildi 0,5-5 ng/ml) og IGF-1 er nú eðlilegt. Umræða: Tilfellið sýnir að æxli utan heiladinguls geta framleitt vaxtarhormónakveikju og valdið æsavexti. Fyrirbærið er afar sjaldgæft og aðeins nokkrum tugum tilfella hefur áður verið lýst. Hjá sjúklingum með æsavöxt er mikilvægt að hafa krabba- líki í lungum í huga, sérstaklega ef niðurstöður myndgreiningar- rannsókna á heiladingli eru ekki afgerandi, og útiloka slík æxli með rannsóknum á lunga. V-21 Gore-tex® míturlokustög sem viðbótarmeðferð við míturlokuleka vegna langvarandi blóðþurrðar í hjarta Sigurður Ragnarsson1, Arnar Geirsson2, Sabet Hashim2, Tómas Guðbjartsson1-3 'Læknadeild HI, 2hjartaskurðdeild Yale University School of Medicine, ■’hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala sigurra@hi.is Inngangur: Hefðbundin meðferð við míturlokuleka af völdum langvarandi blóðþurrðar í hjarta (chronic ischemic mitral reg- urgitation, CIMR) er að þrengja míturlokuhringinn með hring (annuloplasty) og framkvæma kransæðahjáveitu. Árangur þessara aðgerða er þó misjafn, enda talið að framfall á fremra míturlokublaði og/eða hersli á því aftara hafi þýðingu í þessu samhengi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort Gore-tex®stög í fremra míturlokublaðið, sem viðbótarmeðferð við míturlokuhring, bæti árangur þessara aðgerða. Efniviður og aðferðir: Alls gengust 630 sjúklingar undir mít- urlokuviðgerð á Yale-New Haven Hospital frá 1995-2006, flestir vegna hrörnunarsjúkdóms í lokunni (79,4%). Þessi afturskyggða rannsókn tók til 32 sjúklinga (5,1%) með alvarlegan CIMR. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var farið yfir ábend- ingar fyrir aðgerð, ómskoðanir af hjarta fyrir og eftir aðgerð, fylgikvilla og afdrif sjúklinganna (lifun). Bornir voru saman þeir sem fengu bæði Gore-texu stög og míturlokuhring (hópur G, n=13) og þeir sem einungis fengu hring (hópur H, n=12) (tafla 1). Átta sjúklingar fengu annars konar viðgerð. Míturlokuleki var metinn sem vægur, meðal eða mikill. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru með meðal eða mikinn míturlokuleka fyrir aðgerð og útstreymisbrot (EF) og euroS- CORE var svipað í báðum hópum (tafla 1). Tíðni fylgikvilla var sambærileg í báðum hópum en algengastur var fleiðruhols- vökvi sem þurfti að tæma (n=3). Einn sjúklingur fékk sýk- ingu í bringubein og annar slag og lést <30 daga frá aðgerð. Á rannsóknartímabilinu fékk enginn í hópi G endurkomu hvorki meðal né mikils míturlokuleka en í hópi H fengu tveir endurkomu meðalleka og tveir endurkomu mikils leka. Þessi munur á endurkomu leka var þó ekki marktækur og heldur ekki lifun í hópunum tveimur. Ályktun: Míturlokuviðgerð með Gore-tex stögum er örugg aðgerð og þótt erfitt sé að meta árangur í svo litlum efnivið þá virðist vera tilhneiging til betri árangurs, þ.e. lægri tíðni end- urkomins leka, sé fremra míturlokublað styrkt með Gore-tex® stögum. Tafla I. Samanburður á hópum (fjöldi sjúklinga og % í sviga). Hópur H n=12 Hópur G n=13 p-gildi Meöalaldur, ár 68,8 61 0,07 Karlar 4(25) 11 (85) 0,002 Útstreymisbrot (EF) 33 27 0,2 euroScore, logistic (%) 20,2 16,2 0,55 Aðgerðar-, tangartími, mín 125 / 95 133 / 103 0,51/0,43 Fjöldi kransæöatenginga 1,9 2 0,85 Tíðni fylgikvilla (%) 33 31 0,9 LÆKNAblaðið 2008/94 1 7

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.