Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 50
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 beinvefs in vivo, sem gefur vísbendingu um að þessi efni geti gegnt klínísku hlutverki við nýmyndun skaddaðra vefja og þar með meðhöndlun ýmissa hrörnunarsjúkdóma. Mesenchymals stofnfrumur eru fjölhæfar frumur sem hægt er að fjölga í rækt og sérhæfa a.m.k. yfir í fituvef, beinvef og brjóskvef. Lítið er vitað um tjáningu og hlutverk CLP í mesenchymal stofnfrumum, sýnt hefur verið fram á að CLP eru tjáð í brjóskfrumum. Markmið: I þessari rannsókn var markmiðið að kanna tjáningu á kítínasalíku próteinum í mesenchymal stofnfrumum. Aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur, einangraðar úr beinmerg, voru ræktaðar í fjórar umsáningar, RNA var einangrað og víxl fjölliðunar hvarf (RT-PCR) gert til að kanna tjáninguna á kít- ínasalíkum próteinum. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að mesenchymal stofn- frumur tjái kítinasalíka próteinið, YKL-40. Alyktanir: Þetta er í fyrsta skiptið sem sýnt hefur verið fram á tjáningu á kítinasalíku próteinum í mesenchymal stofnfrumum. Næstu skref eru að athuga próteintjáningu þessara gena og kanna áhrif kítósan á tjáningu þessara próteina. V-103 Tjáning á bakteríudrepandi peptíðum í mesenchymal stofnfrumum, beinfrumuræktum og brjóskfrumuræktum Una K. Pétursdóttir1*, Rósa Halldórsdóttir1*, Jóhannes Björnsson2, Guðmundur Hrafn Guðmundsson3, Ólafur E. Sigurjónsson14 Blóðbankanum Landspítala1, rannsóknastofu HI í meinafræði2, líffræðiskor HÍ3, tækni- og verkfræðideild HR1, - jafnt framlag* oes@landspitali.is Inngangur: Bakteríudrepandi peptíð eru hluti af meðfædda ónæmissvarinu sem tekur þátt í fyrstu vörn gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum. Ólíkt flestum sýkladrepandi lyfjum virðist sem svo að bakteríudrepandi peptíð geti einnig aukið og dregið úr ónæmissvarinu með ónæmisstýringum. Meðal þessara bakteríudrepandi peptíða eru beta-defensin 1-3 og LL- 37, sem hafa áhrif á gram-neikvæðar bakteríur, sveppi, myco- bakteríur og umluktar veirur. Þessi peptíð hafa verið greind í daufkyrningum, átfrumum, epithelial frumum, sýktu brjóski og beini. Mesenchymal stofnfrumur eru fjölhæfar frumur sem hægt er að fjölga í rækt og sérhæfa a.m.k. yfir í fituvef, beinvef og brjóskvef. Mesenchymal stofnfrumur (MSC) hafa, undir vissum kringumstæðum, hlutverki að gegna í stýringu ónæmissvars. Ekki hefur verið sýnt fram á tilvist bakteríudrepandi peptíða í mesenchymal stofnfrumum en vitað er að þau eru tjáð í sýktum brjóskvef og beinvef. Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tjáningu á bakteríudrepandi peptíðum í mesenchymal stofnrumum og sérhæfðum brjóskfrumum og beinfrumum Aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur, einangraðar úr beinmerg, voru ræktaðar í fjórar umsáningar og sérhæfðar yfir í bein- frumur og brjóskfrumur. RNA var einangrað og víxl fjölliðunar hvarf (RT-PCR) gert til að kanna tjáninguna á bakteríudrepandi peptíðum. Niðurstöður: Okkar niðurstöður sýna að bakteríudrepandi peptíðin HBD1,3 og LL-37 eru tjáð í MSC. Hins vegar er HBD-2 ekki tjáð og er það í samræmi við tjáningamynstur þess, sem er aðallega í sýktum vefjum. HBD-1 var tjáð í beinræktum, HBD-3 var með veika tjáningu í bein- og brjóskræktum á meðan LL-37 sýndi veika tjáningu í beinræktunum. Alyktanir: Þetta eru fyrstu niðurstöður sem vinna að því að kortleggja tjáningu á bakteríudrepandi peptíðum í MSC, bein- ræktum og brjóskræktum. V-104 Sýkingar í beinum og liðum hjá íslenskum börnum 1996-2005 Asgeir Þór Másson', Þórólfur Guðnason1-2-3, Guðmundur K. Jónmundsson1-2, Helga Erlendsdóttir1'4, Már Kristjánsson1-5, Karl G. Kristinsson1-2'4, Ásgeir Haraldsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins, 3landlæknisembættinu, 4sýklafræðideild, 5smitsjúkdómadeild Landspítala asgeir@landspitali. is Inngangur: Sýkingar í beinum og liðum geta haft alvarlegar afleiðingar, örugg og skjót greining og markviss meðferð er mik- ilvæg. Markmið: Að kanna faraldsfræðilega þætti sýkinga í beinum og liðum hjá bömum á íslandi. Aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúkraskrám barna (<18 ára) sem lögðust inn á Barnaspítala Hringsins á árunum 1996-2005 með greininguna sýking í beini eða sýking í lið. Niðurstöður: 201 barn var tekið í rannsóknina, 149 með sýk- ingu í beini og 52 með sýkingu í lið. Aldursstaðlað nýgengi var 25,7 /105/ár fyrir báðar sýkingarnar, mismunur milli ára var ekki marktækur (p=0,086). Meðalaldur barna með sýkingar í beini var 6,6 ár en 4,1 fyrir börn með sýkingar í lið (p=0,002). Nýgengið fyrir báðar sýkingar var hæst hjá yngstu börnunum (p<0,0001) og hækkaði marktækt í yngsta aldurshópnum allt rannsóknartímabilið (p=0,0399). Ræktanir voru jákvæðar í 57% af beinsýkingum og í 44% af lið- sýkingum. S. aureus var algengasta bakterían (65% beinsýkinga og 22% liðsýkinga) næstalgengust var K. kingae (7% og 14%). MRSA fannst ekki. Sýking í sköflungi var algengasta beinsýk- ingin (20%) og algengasta liðsýkingin var í hné (54%) Ályktun: Rannsóknin leiðir í ljós vaxandi nýgengi sýkinga í beinum og liðum hjá ungum bömum á íslandi. S. aureus er al- gengasta bakterían, næstalgengust er K. kingae. Niðurstöðurnar ber að hafa í huga við val á fyrstu sýklalyfjum barna með sýk- ingar í beinum og liðum á íslandi. V-105 Hemólýtískir streptókokkar af flokki B í börnum Guðrún Lilja Óladóttir1, Helga Erlendsdóttir1-2, Gestur Pálsson1-3, Karl G. Kristinsson1'2, Ásgeir Haraldsson1-3 'Læknadeild HI, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins asgeir@landspitali.is Inngangur: Streptókokkar af flokki B (GBS), valda alvarlegum sýkingum hjá börnum og nýburum. GBS flokkast í níu hjúp- gerðir. Algengi hjúpgerða og nýgengi sýkinga eru breytileg yfir tíma og milli landa. Markmið: Að kanna faraldsfræðilega þætti GBS sýkinga barna á íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn barna (<16 ára) 50 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.