Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Page 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Page 22
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 fylgni fyrir neyslu karla á mjólk og mjólkurmat (r=0,41, p=0,001). Nokkuð lægri, en þó ásættanleg fylgni (r=0,25-0,37) var fyrir neyslu kjöts, fisks og kartaflna hjá báðum kynjum, ásamt neyslu ferskra ávaxta og mjólkur og mjólkurmatar hjá konum og heilhveitibrauðs, hafragrauts/ múslí og sláturs hjá körlum. Fylgni fyrir grænmeti og rúgbrauð var ekki talin ásættanleg. Þátttakendur voru flokkaðir í fimm hópa m.t.t. neyslu samkvæmt spurningalistanum annars vegar og 1990 gögnunum hinsvegar og reyndust 19-55% raðast í sama neysluhóp, 47-87% í sama eða næsta hóp og 1-13% í gagnstæðum hóp. Ályktun: Unnt er að raða einstaklingum eftir neyslu þeirra á nokkrum mikilvægum fæðuflokkum með notkun afturvirks tíðnispumingalista Öldrunarrannsóknar Hjartavemdar um mataræði á miðjum aldri. V-55 Aukin tíðni HLA-DRB1*01 hjá sjúklingum með lófakreppusjúkdóm (Dupuytren’s disease) Þorbjöm Jónsson”, Kristján G. Guðmundsson2’, Kristjana Bjamadóttir”, Ina B. Hjálmarsdóttir", Sveinn Guðmundsson” Reynir Arngrímsson31 '’Blóðbanknum, 2)Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins í Glæsibæ, 3)erfða-og sameindalæknisfræðideild Landspítala thorbjor@landspitali.is Inngangur: Lófakreppusjúkdómur (Dupuytren's disease) einkennist af myndun bandvefshnúta í iófum. Með tímanum geta einn eða fleiri fingur kreppst með tilheyrandi færniskerðingu handar. Lófakreppa er oft ættlæg og er tiltölulega algeng í Norður-Evrópu. Ýmsir áhættuþættir eru þekktir svo sem reykingar, mikil áfengisneysla, flogaveiki, sykursýki og erfiðisvinna. Markmið: Rannsaka tíðni HLA-DR arfgerða hjá lófakreppusjúklingum á íslandi og kanna hvort tengsl finnast við alvarleika eða útbreiðslu sjúkdómsins. Aðferðir: EDTA blóðsýnum var safnað úr 172 karlmönnum sem þátt tóku í framvirkri rannsókn á lófakreppusjúkdómi. Af þeim var 121 með einkenni sjúkdómsins en 51 var einkennalaus. Sjúkdómurinn var stigaður með tilliti til alvarleika í stig 1 og stig 2. Arfgerð HLA-DRBlvar greind með hefðbundinni kjarnsýrumögnun (SSP low resolution aðferð frá Invitrogen). Niðurstöður: Af lófakreppusjúklingunum voru 72 einungis með band- vefsstrengi eða hnúta í lófum (stig 1) en 49 voru með kreppta fingur eða höfðu gengist undir skurðaðgerð (stig 2). Tíðni HLA-DRBD01 var mark- tækt aukin hjá lófakreppusjúklingunum borið saman við einkennalausa (OR=3.22 ; 95% CI=1.06-9.75, P= 0,031). Engin tengsl fundust við fjöl- skyldusögu, upphaf sjúkdóms, alvarleika eða útbreiðslu. Ályktun: Niðurstöðumar benda til þess að einstaklingar með HLA- DRB1*01 arfgerð séu í aukinni áhættu á að fá lófakreppusjúkdóm. V-56 Áhrif blóðflögulýsata úr útrunnum blóðflögueiningum á fjölgun og sérhæfingu mesenchymal stofnfrumna Hulda Rós Gunnarsdóttir”2, Bjöm Harðarson1, Sveinn Guðmundsson1, Brendon Noble1, Ólafur E. Sigurjónsson1'2 'Blóðbankinn,2 Tækni og Verkfræðideild HR,3 MRC Centre for Regenerative Medicine, Edinborg oes@landspitali.is Inngangur: Mesenchymal stofnfrumur (MSC) er m.a. að finna í beinmerg og hafa miklar vonir verið bundnar við notkun þeirra í læknisfræðilegri meðferð í framtíðinni. Eitt vandamál við slíkt er nauðsyn þess að nota kálfasermi til að fjölga þeim ex vivo. Galli við kálfasermi er hætta er á ónæmisvari gegn próteinum sem þar er að finna og ýmsum sýkingarögnum sem geta valdið skaða í frumuþegum. Tilgangur og markmið: Tilgangur þessa verkefnis er að athuga áhrif þess að rækta MSC frumur með blóðflögulýsötum, unnum úr ferskum (HPLF) eða útrunnum (HPLÚ) blóðflögum á fjölgun, sérhæfingu og virkni þeirra in vitro. Efni og aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur, einangraðar úr beinmerg, voru ræktaðar með HPLF eða HPLÚ og bornar saman við frumur ræktaðar með sérvöldu kálfa sermi. Áhrif á MSC var athugað með greiningu á yfirborðssameindum í frumuflæðisjá, hæfni frumna til fjölgunar og hæfileika þeirra til sérhæfingar. Einnig var kannað hvort MSC frumur ræktaðar á þennan máta gæti bælt T-frumu fjölgun og innihald blóðflögulýsata greint með vaxtarþáttaprófi. Niðurstöður: Mesenchymal stofnrumur ræktaðar með HPLF eða HPLÚ fjölga sér jafn vel og MSC frumur ræktaðar í kálfa sermi. Engin breyting er á tjáningu yfirborðsameinda sem einkenna MSC frumur. Hins vegar sjáum við aukningu í bein og fitusérhæfingu en lakari brjósksérhæfingu í frumum ræktuðum í HPLF eða HPLÚ. Ályktanir: Hægt er að fjölga MSC frumum með blóðflögulýsati unnu úr útrunnum blóðflögueiningum. Hins vegar þarf að kanna nánar hvaða áhrif slíkt hefur á sérhæfingu frumnanna. V-57 Tjáning Dlg7 í þroskun æðaþelsfrumna úr naflastrengsblóði Leifur Þorsteinsson”, Sigríður Þ. Reynisdóttir", Valgarður Sigurðsson21, Birkir I' Bragason ", Kristrún Olafsdóttir ", Ólafur E Sigurjónsson1", Karl Ólafsson", Sveinn Guðmundsson" "Blóðbankanum,2) blóðmeinafræðideild " Tilraunastöð HÍ á Keldum,4) rannsóknastofu háskólans í meinafræði, "kvennadeild Landspítala, "tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík leifurth@lsh.is Inngangur: Fyrri rannsóknir sýna að Dlg7 er gen sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna í viðhaldi stofnfrumueiginleika frumna fyrir blóðmyndandi vef (Gudmundsson KO, et.al. Stem Cell 2007). Eftir því sem fruman sérhæfist minnkar tjáning gensins. Þó svo forverafrumur æðaþels í blóði hafi ekki verið fullskilgreindar ríkir nokkur einhugur um að þær sé að finna þar og þá sérstaklega í naflastrengsblóði. Markmið: 1. Sýna fram á að hægt sé að rækta æðaþels líkar frumur úr blóði og endursá þeim 2. Kanna þátt Dlg7 í þroskunarferlinu. Aðferðir: Einkjarna blóðfrumur (lymphocytes/monocytes) voru ein- angraðar úr naflastrengsblóði og ræktaðar í æti sérstaklega ætluðu til að fá fram frumur með æðaþelsfrumueiginleika. Æðaþelsfrumur úr naflastreng (HUVEC) voru notaðar sem viðmið. Tjáning markera fyrir æðaþelsfrumur var könnuð strax eftir einangrun og eftir ræktun/ þroskun, með frumuflæðisjá, til að staðfesta að breytingin hefði gengið í rétta átt. Tjáning Dlg7 var staðfest með RT-PCR, ónæmisbindingu (Western-blot) og ónæmislitun (immunohistochemsitry). Niðurstöður: Fullt samræmi var milli þeirra frumna sem ræktaðar voru úr naflastrengsblóði og HUVEC hvað varðar tjáningu CD markera og hæfileika þeirra til að mynda æðar á matrigeli. Engin tjáning á Dlg7 sást með RT-PCR og ónæmisbindingu í frumum strax eftir einagrun úr naflastrengsblóði. Eftir að frumurnar höfðu öðlast æðaþelsfrumueigin- leika kom fram sterk tjáning á Dlg7 með RT-PCR. Þetta var staðfest með ónæmisbindingu og ónæmislitun með mótefni gegn Dlg7. Ályktun. Dlg7 er tjáð í æðaþelsfrumum þroskuðum frá frumum úr naflastrengsblóði og hefur möguelga hlutverki að gegna í þroskun æðaþelsfrumna í blóði. V-58 Áhrif kítínfásykra á líkamsþyngd og BMI-stuðul í C57BL/6 músum Magdalena Stefaniak1'4, Jón M. Einarsson2 Eggert Gunnarsson3, Jóhannes Gíslason2, Kristber Kristbergsson4 Blóðbankanum1, Genís ehP, Tilraunastöðinni í meinafræði að Keldum3, matvæla og næringarfræðideild HÍ oes@landspitali.is Inngangur: Kítósan er náttúruleg fjölliða úr glúkósamín og N-acetyl- glúkósamín. Kítósan hefur verið rannsakað í læknisfræðielgum tilgangi, sem efni til að draga úr líkamsþyngd einstaklinga. Nýlega hefur verið líst vel skilgreindum kítínfásykrum, sem talið er að geti haft áhrif á þyngdaraukningu í nagdýrum. Það er talið að kítínfáykrur dragi úr magni fitu í meltingarveginum, en ekki er vitað með vissu hvemig slíkt fer fram. Markmið: Áhrif kítínfásykra á mataræðis-aukandi líkamsþyngd og BMI- stuðul var kannaður í C57BL/ 6 músum. Aðferðir: Tíu vikna gamlar kvenkyns C57BL/6 mýs var gefið fituríkt æti í 26 vikur. Að auki fengu mýsnar mismunandi samsetningar af kítínfásykrum og glúkósamín. Næringarinntaka var mæld ásamt þyngd og BMI stuðull var reiknaður. 22 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.