Listin að lifa - 01.10.2002, Side 3

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 3
Fulltrúar LEB hafa nefnilega lagt fram fjölmörg dæmi sem sýna hvemig kjör aldraðra hafa á undan- förnunt árum verið að rýma í hlutfalli við kjör ann- arra í landinu. Fulltrúar LEB hafa lagt fram fjölmargar á- bendingar og tillögur um hvernig stöðva mætti þessa rýrnun og ná til baka því sem glatast hefur á undanförnum árum. Fulltrúar LEB hafa einnig gagnrýnt mjög, hvernig staðið hefur verið að málefnum þeirra sem þurfa vistun á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða sjúka. Biðlistar vegna slíkrar þjónustu hafa á síðustu árum lengst verulega. Viðbrögð stjórnvalda við gagnrýni og tillögugerð fulltrúa LEB hafa síður en svo leitt til markverðra úr- bóta til þessa. Svör ríkisstjómar við málaleitunum fulltrúa LEB á fundinum í júlí voru þau, að ef ein- hver haldbær rök fyndust fyrir þeim ábendingum og kröfum sem fulltrúar LEB hefðu kynnt, vildi ríkis- stjórnin beita se'r fyrir því að settur yrði til starfa ein- hver hópur manna til þess að leita leiða til úrbóta. Fulltrúar LEB voru að verða vonlitlir um að ríkis- stjómin hefði séð ástæðu tii þess að setja slíkan hóp til starfa. Nú loks 24. september var samráðsnefndin köll- uð saman að nýju og þá tilkynnt af hálfu stjórn- valda að þau teldu rétt að fara í málið á grundvelli fyrri viðræðna og skipa starfshópinn. Það þýðir að mati fulltrúa LEB, að stjórnvöld játi að úrbóta sé þörf í þeim málum sem til umræðu hafa verið. Fyrst og fremst er þörf fyrir mikla aukningu á fjár- magni til uppbyggingar og rekstrar hjúkrunarheimila fyrir aldraða sjúka. I þeim efnum má segja að ríki, einkum hér á höfuðborgarsvæðinu, ófremdarástand og skjótra lausna sé þörf. Hinn aðalþátturinn sem þarf að leita lausna á og verja til verulegum fjármunum er hækkun trygginga- greiðslna til aldraðra. Hliðarráðstafanir þurfa einnig að koma til, svo að raunveruleg lífskjör þessa fólks batni og breyting á þeim haldist í takt við almennar breytingar á lífskjörum í landinu. Til þessa eru margar leiðir færar, bæði í gegn- um trygginga-, skatta-, heilbrigðis- og lyfjamál og breytingar á almennum þjónustugjöldum bæði ríkis og sveitarfélaga. Þessi starfshópur er nú rétt að hefja störf og er ætlaður stuttur starfstími. Fyrirfram verður að vona að árangur af starfinu verði verulegur, að stjómvöld geri sér grein fyrir því að verja verði þó nokkrum fjármunum í brýnar úrbætur. Aðeins með verulegum árangri er líklegt að takist að halda hér uppi því vel- ferðarkerfi sem almenningur í landinu krefst og sem dugi til þess að íslendingar geti með fullri einurð sagst búa í velferðarþjóðfélagi. 'dbawí&satv, formaöur LEB Orð ritstjóra Ný stefna er tekin í þessu blaði - að leggja áherslu á ákveðna landshluta til að undirstrika að blaðið er okkar allra, hvar sem er á landinu. Vestmannaeyjar voru vald- ar sem leiðandi aðili vegna sérstöðu sinnar landfræði- lega, og töfra. Formenn félaganna eru hvattir til að senda greinaskrif í örstuttu máli um hvað er að gerast í þeirra umdæmi. Munið að flytja það besta sem þið eruð að gera til okkar hinna! Með góðri kveðju til ykkar allra, f&ddmj/ Su/. cföfthq4Mns/ Athyglisverðar greinar Hvað hefur samráðsnefndin gert? Er hún byggð upp á sama hátt og aðrar sambærilegar á Norðurlöndum? Megum við vera bjartsýn að hún skili einhverju? Sjá leiðara Benedikts Davíðssonar. Hver er skoðun Olafs Ólafssonar á skilningsleysi margra ráðamanna á efnahagsvandanum? Sjá grein hans á bls. 11. Hvað álítur Pétur Guðmundsson að séu brýnustu úr- lausnarefnin í fjármálum eldri borgara? Sjá grein hans á bls. 52. Það er geysilega hagstætt að vera með félagsskírteini FEB í höndunum. Sjáið hvað það er fljótt að borga sig! Lítið á hugleiðingu Péturs Guðmundssonar á bls. 30. Vestmannaeyjar eru í brennidepli í blaðinu, en hvern- ig líst fyrrverandi aflakóngi og útgerðarmanni á fram- tíðarstöðuna í atvinnumálum þar? Lesið grein Hilm- ars Rósmundssonar bls. 32-35. Mismunandi mat! OECD þjóðirnar flokka hjúkrun aldraðra undir félagsmál, sem hér á íslandi er flokkuð undir heilbrigðismál. Sjá grein Ólafs Ólafssonar bls. 17. Hvernig líta fræðimenn og ráðgjafar hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna á öldrunarmálin í Evrópulönd- unum? Sjá grein Helga Hjálmssonar um ráðstefnu sem er nýlokið í Berlín bls. 47. 3

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.