Listin að lifa - 01.10.2002, Page 4

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 4
Sjóndeildarhringurinn nær ekki út fyrir bæjardyrnar ■- „ m Skilningur margra ráðamanna á efnahagsvanda fólks, til dæmis með- al einstæðra smábarnaforeldra, ör- yrkja og margs eldra fólks, virðist vægast sagt tregur. Menn virðast ekki ná því að margir búa við lítils- virðandi rýr kjör, jafnvel undir fá- tæktarmörkum eða í námunda við þau. Menn eru næstum innhverfir í mati sínu á högum annarra og virð- ast meta allt út frá eigin hag, hafa lítið jarðsamband. Sjóndeildarhring- urinn nær ekki út fyrir bæjardyrnar. Sjálfsagt er það svo, að margir er komast til áhrifa og valda í þjóðfé- laginu eru dugnaðarfólk, hafa mikla orku og afköstin eftir því. Fleiri og fleiri eiga langa skólagöngu að baki, en virðist oft skorta víðsýni og skiln- ing menntaðra einstaklinga, horfa aldrei um öxl, jafnvel þótt þeir hafi alist upp við kröpp kjör. Sumir eru að vísu fæddir með silfurskeið í munni og græða ekkert á að horfa um öxl. Margir þeirra líta ekki við öðrum en „jafningjum” og hafa lítið sem ekkert jarðsamband við aðra. Þeir gæta þess ekki að sumir eru ekki búnir þessari umframorku. Og koma þar til margar ástæður, bæði meðfæddar og áunnar. Silfurskeiðin er yfirleitt ekki í far- angrinum. Ef rætt er um vanda þessa fólks bregðast þeir við með ásökun- um. leyfa sér jafnvel lítilsvirðandi tal. Hikstalaust finnst þeim ekkert at- hugavert, að mestu tekjutengingar miðað við nágrannalönd, eru við lýði á íslandi. Djúp tekjutenging beinlínis dregur úr vilja fólks til vinnu til að drýgja tekjur sem skilur það eftir í efnahags- örðugleikum og fátæktargildru. Ekk- ert finnst þessum mönnum athuga- vert við að á miklum góðæristímum hafa ellilaun, það er grunnlífeyrir og tekjutrygging, rýrnað um 7000/mán. miðað við lágmarksverkamannalaun og 17000/mán. miðað við launavísi- tölu. Einu svör helstu ráðamanna eru að eigin mæður lifi bærilegu lífi! Eldri borgarar hafa nú lokið undir- búningi á fyrstu málaferlum vegna kröfu um fjármagnstekjuskatt, en önnur eru líklega á leiðinni. Hér er um að ræða séreignasjóði, þar sem ekki hefur verið frádráttur á tekjum vegna innleggs á reikninginn og inni- stæðan því talin til eignar á framtali (tvísköttun), enda undanþága frá eignarskattskýrslu bundin við skilyrt- an lífeyrissjóð. Það er hart að þurfa að leggjast í málaferli á efri árum, en ekki verður gefinn eftir þumlungur í þessum málum. Ef ekkert verður gert er eina leiðin að blása til kosninga að ári. '&lafwi/tfkafeseiv, formaður FEB í Reykjavík ^TRYGGINGASTOFNUN W RÍKISINS Hækkun frítekjumarka 1. september Samkvæmt reglugerð, sem gefin var út þann 23. ágúst sl., hækkuðu frítekjumörk almannatrygginga um 8,9% frá og með 1. september. Þetta þýðir að tekjuviðmiðanir sem notaðar eru til grundvallar út- reikningi bóta sem Tryggingastofnun greiðir hækka sem þessu nemur. Frá og með 1. september 2002 verður miðað við tekjur ársins 2001 samkvæmt skatt- framtölum 2002, í stað tekna ársins 2000. Ef greiðslur til lífeyrisþega hafa lækkað frá og með I. september, er líklegt að skýringa sé að leita í því að tekjur þínar hafi hækkað á milli ára. Til tekna í þessu sambandi teljast t.d. launatekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Til fjármagnstekna teljast m.a. vextir af banka- og sparisjóðsinnstæðum, vextir og/eða arður af verðbréfum, leigutekjur og söluhagnaður. Sœmuiiáui St&fánsson-

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.