Listin að lifa - 01.10.2002, Page 14

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 14
við rúmlega 8.000 félagsmenn sem fjölgar ár frá ári - og leita mikib til skrifstofunnar meb margs konar spurningar um réttindi sín og stöbu í þjóbfélaginu. Mörgum reynist erfitt ab skilja tekjutengingu, eingreibslur, skertar trygg- ingabætur og skattamál, svo ekki sé talab um skort á hjúkr- unar- og þjónusturýmum. Alltaf er verið að brjóta á rétti eldra fólks. Það er skyld- að til að hætta að vinna á vissum aldri, þótt starfslöng- un og starfsgeta séu enn fyrir hendi. Síðan á það að lifa á bótum frá TR og þeim ellilífeyri sem ríkisvaldið skammtar, sem nær ekki viðmiðun við lágmarkslaun verkafólks. Hver og einn getur séð sjálfan sig í þessum sporum eftir nokkur ár. Félög eldri borgara eru mjög nauðsynleg félagasamtök til að berjast fyrir réttindum aldurshópa yfir ákveðnum aldri, einnig til að skapa menningarlegt umhverfi í fjölbreyttu félagslífi. Aðaltenglar á heimasíðu: • Félagið, skrifstofa - FEB í Reykjavík telur nú yfir 8.000 félagsmenn og árleg fjölgun er mikil. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna, og á- hersla lögð á að gæta réttar eldri borgara gagnvart stjórnvöldum. Hér undir kemur lögfræðileg og fjárhags- leg ráðgjöf, silfurlínan, upplýsingamiðill um eldri iðnað- armenn, og hollvinahópurinn sem styrkir hagsmuna- baráttuna. • Hagsmunamál - kjarabaráttan er alltaf í brennidepli. Hér undir eru blaðagreinar sem vert er að íhuga nánar, bankamál, mikilvægt að fylgjast vel með vaxtamálum svo að spariféð brenni ekki inni, hagnýtar upplýsingar, s.s. greiðslur frá TR, skattamál og frítekjumörk, frá hag- fræðingi koma útreikningar um skattleysismörk og elli- lífeyri miðað við þróun lágmarkslauna. • Félagsstarfíð - fjölmennt félag þarf þróttmikið félags- líf, enda eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér undir eru heilsa og hamingja, fyrirlestrar um heils- una, Snúður og Snælda, leikfélag með árlegar sýningar, Bridsdeildin, Söngfélagið, kór með söngferðalög og söngskemmtanir, Söngvakan, Göngu-Hrólfar, Skák- deildin, Félagsvistin, Alkortið, endurvakið þjóðlegt spil, dansleikir og danskennsla. • Ferðalög - í ár eru skipulagðar 12 dagsferðir og 5 lengri ferðir innanlands, svo vinsælar að vissara er að bóka sig fljótt. • Félagsskírteinið - því fylgir áskrift að félagsritinu Listin að lifa, Þjónustubók, með ótal fyrirtækjum sem veita afslátt, upplýsingar um réttindi í almannatrygg- ingakerfinu, ráðgjöf lögfræðings, ráðgjöf í fjármálum, afsláttur í ferðalög félagsins, innganga í fjörugt félagslíf. Félagsskírteinið er fjótt að borga sig! • Listin að lifa - félagsrit Landssambands eldri borgara kemur út 4 sinnum á ári, flytur fréttir, fróðleik og skemmtiefni, bergmálar félagslíf og ferðalög, tengir fé- lögin saman. Nafnið endurspeglar þann þróttmikla anda sem ríkir í félagslífinu. Það er list að lifa þegar aldurinn færist yfir og vinnan að baki, en félagslífið er heilsubæt- andi. Efnisyfirlit síðasta blaðs kemur hér undir. • Landssambandið - er eins konar regnhlífasamtök fyr- ir öll eldri borgara félög á landinu, 52 talsins með yfir 15.000 félagsmenn. Hér undir eru lög og samþykktir og tilgangur samtakanna. • Aðrir tenglar - hér eru birt netföng hjá félagasamtök- um sem beint og óbeint vinna með Reykjavíkurfélaginu. Á heimasíðunni er lögð áhersla á einfalda, skýra upp- setningu og upplýsandi texta með stóru letri. Félagið vonar að hún muni hjálpa þeim fjölmörgu sem eiga í erfiðleikum með að skilja stöðu sína í þjóðfélaginu eftir að vinnu lýkur. Vefstjóri er Oddný Sv. Björgvins. 14

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.