Listin að lifa - 01.10.2002, Side 16

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 16
Garnpokar í kirkjukjallara! Vorið 1999 lágu leiðir okkar Guðrúnar j. Vigfúsdóttur sam- an. Guðrún starfrækti um ára- bil „Vefstofu Guðrúnar J.V.", ✓ glæsilegt fyrirtæki á Isafirði sem lagði megináherslu á hvers kyns vefnað og íslenska hráefnið ullina. Margur kjör- gripur fór um hendur stjórn- enda og starfsfólks, m.a. fögur kirkju- og messuklæði, þegar fyrirtækið var lagt niður, því pakkað saman, flutt í Kópavog og geymt í kjallara Digranes- kirkju. Þarna sitja þær Guðrún og Inga framan við heilan bunka af sjölum. Guðrún vill taka fram að garnið hafi upphaflega verið unnið í Álafossi sem heimilispakkar til að vinna úr. „Þetta skemmtilega verkefni, sem Gerðuberg hefur staðið f/rir, fær von- andi einhverja til að hugsa til sjúkra á sjúkradeildum. Við hugsum ekki nógu oft til þeirra sem sjúkir eru - hvað það er dýrmætt að fá að halda heilsunni,” segir Guð- rún. í spjalli við Cuðrúnu kom fram að hún vildi gefa garnið til Félagsstarfs Cerðubergs, hafði trú á að þar væri hægt að vinna með það. í júní til- kynnti Guðrún að garnið væri komið í poka og vildi láta sækja það strax. Bílstjórinn hafði snarar hendur, og skyndilega stóðu þrír troðfullir, svart- ir plastpokar inni á gólfi í Gerðubergi. Fólki varð að orði: „Hvað er eiginlega í þessum pokum?” Og síðan: „Hvað á að gera við allt þetta garn?” Fátt varð um svör. Allir að fara í sumarfrí, en gott að hugsa til þess að óráðið verk- efni beið úrlausnar fyrir vetrarstarfið. Að loknu sumarleyfi fór fólk að streyma til Gerðubergs, m.a. kona sem var búin að glíma við erfið veikindi og var að koma sér aftur út í samfé- lagið og samstarf við annað fólk. Að- dáun mína vakti hve dugleg og áræðin hún var að koma sér af stað. Hún sá svörtu plastpokana og innihaldið var freistandi fyrir iðnar hendur. Ýmsar hugmyndir voru á lofti, hvað ætti að gera við garnið, en ætíð þegar eitthvað berst til félagsstarfsins er stefnan sú: að vinna úr því fyrir aðra, - hlúa að velferð annarra, - styðja við þá sem lakar eru settir eða komnir til hliðar í samfélaginu. í september 1999 tók Inga Edit Karlsdóttir heim með sér garnhnotur. Hún vildi prófa hekl og athuga hvað hægt væri að gera. Má segja að þar hafi verkefni farið af stað sem búið er að vera í gangi síðan. Inga kom með heklað langsjal með fallegu hand- bragði sem allir luku lofsorði á. Þá kviknaði sú hugmynd að færa hjúkr- unardeildum á Landakoti hekluð sjöl. í desember voru Landakoti færð tvenn sjöl og fyrirheit gefið um fleiri. Úr fréttatilkynningu frá Landakoti í desember 1999 Aldraðir sjúklingar á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landakoti fengu hlýjar kveðjur frá þeim sem sœkja félagsstaifið í Gerðubergi. 1 byrjun aðventu kom fimin manna hóp- ur frá Gerðubergi í heimsókn fœrandi hendi. Voru stofinminni fœrð 21 hand- unnin langsjöl. Sjölin voru hekluð af Ingu Edit Karlsdóttur úr ull, sem gefin var af Guðrúnu J. Vigfúsdóttur veflistakonu... Við þetta tœkifæri gaf Guðrún einnig nýútkomna bók sína „ Við vefstólinn. ” Sjölin koma að góð- 16

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.