Listin að lifa - 01.10.2002, Page 21

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 21
Jón kennir stelpunni frá London hvernig á að sleppa pysju í Eyjum. „Þú verður að gæta þess að halda ekki utan um vængina - og halda henni hátt svo hún sjái út á hafið!” Q'ósm. O.Sv.B. ara í Eyjum,” segir Jón kímileitur. Traustvekjandi maður, Jón. Hann ætl- ar að sýna mér sólbjarta Heimaey. Fyrst er skoðuð glæsileg ný veislu- og ráðstefnuhöll ofan við Löngulág með útsýni til Heimakletts. Birtuskilin yfir klettinum hljóta að vera seið- mögnuð á fögrum kvöldum. Stór veisluhöll var nauðsynleg til að rækta sterkan félagsanda í Eyjum, fáir kunna að skemmta sér betur og margir vilja sækja þá heim. Hallarstjórinn, Sigmar Georgsson, sýnir fullkomustu tæki í 200 fermetra eldhúsi. Tölvustýrðan ofn, forritaðan af kokkinum. Leifturkæli sem kostaði á þriðju milljón. Hér framleiða þeir 50 tonn af tilbúnum mat á ársvísu: Fisk- réttir fara héðan út um allt land; í mötuneyti skólanna; salöt í veislur og móttöku ferðamanna; fyrir utan allar Eyjaveislurnar. Lundaböllin í Eyjum eru fjörug, þegar lundaveiðimenn úr úteyjunum og fjöllunum koma saman. „I tal- stöðvunum fjúka gamanyrðin yfir veiðitímann sem eru svo tíunduð á uppskeruhátíðinni,” segir Sigmar. „Ótal klúbbar og samtök halda hér árshátíðir. Oft erum við með 600 manns í mat, samhliða veislum úti í bæ. Við komust varla yfir þetta allt, þótt 15 manns vinni hér að jafnaði. Oddgeirshátíðin var í fyrra, hana á að endurvekja í vor. Svo erum við að undirbúa þrjátíu ára goslokaafmælið.” Stórveislur eru árlega fyrir eldri borg- ara sem félagasamtök gangast fyrir. Hér kunna menn að skemmta sér og öðrum. Eyjahöllinni má líkja við Perluna í Reykjavík að því leyti að hún er reist á vatnsgeymi. Kjallarinn er fullur af neysluvatni sem streymir til Eyja frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum. í forstofu er ljóð innrammað á vegg, upphaflega ort um gömlu sam- komuhöllina, nú Betelshús, en á ekk- ert síður við hina nýju: Þessa traustu háu höll hefur reist hinn sterki vilji. Anda og handa átök snjöll ey&a vanda, ryðja völl, samtak margra flytur fjöll, framtak sjálfstætt brúar hylji. Þessa traustu, háu höll hefur reist hinn sterki vilji. Hatlfreður Næst skoða ég nýja hraunið, sé hvemig grænn gróðurlitur færir sig inn yfir úfna breiðuna. „Það þýddi ekki að sá beint í vikurinn,” segir Jón, „moldin þarf að binda fræin. Fyrst var álitið að flytja þyrfti mold úr landi, en bak við Helgafell fannst heilmikil moldarnáma. Fjörutíu vörubílar fluttu vikurinn úr bænum, síðar mold yfir vikurinn. Menn voru að keyra sig vit- lausa! Ég leysti af þrjá bílstjóra um sumarið, mikil vinna.” Undarlegt að sjá háan hraunvegginn við götuna. A stöku stað sjást glugga- tóftir og húsveggir sem mörgum reyn- ist erfitt að horfa á, en börnin milda rústirnar með litrfkum teikningum. Hraunfjöllin Litli- og Stóri-Flakkari eru sakleysislegir núna, en voru ógn- andi þegar þeir sigldu skyndilega af stað frá gígnum í átt að bænum, en hraunkælingin stoppaði þá. „Svo miklu af sjó var dælt á hraun- ið að einn verkfræðingurinn reiknaði út að um 100.000 tonn af salti væru í hrauninu. í sjó er um 3% af salti og geta menn glímt við að reikna úr sjó- magnið sem dælt var á hraunið. Menn töldu að hreinsun bæjarins tæki tvö ár,” segir Jón, „en í lok september var búið að hreinsa allan bæinn“. Við göngum um Skansinn, horfum á bátana koma siglandi inn. Skansinn er skemmtigöngusvæði Eyjabúa. Kátir krakkar eru að leik í fjörunni, eins og þegar Jón var strákur. „Þá voru hér krossfiskar og ígulker,” segir hann. Við rekumst á Lundúnabúa að vandræðast með pysju í pappakassa. Jón kennir handtökin, ekki sama hvernig pysjunni er sleppt. Pysjan stingur sér á kaf, sjórinn svo tær að sundlistir ungans sjást vel. Ljóminn í augum ungu stúlkunnar segir að þetta sé mikið lífsævintýri. Skansinn er sögulegt fallbyssuvirki á íslandi. Enskir kaupmenn reistu Skansinn í byrjun 15. aldar úr torfi og grjóti til varnar íbúðarhúsum sínum og sölubúðum. Síðar komu danskir konungskaupmenn með sitt trévirki, aðallega gegn ensku kaupmönnunum. Eftir Tyrkjaránið var Skansinn endur- byggður. Ög í seinni heimstyrjöld var breska setuliðið með bækistöð sína á Skansinum. Sagan endurtekur sig. Tvö merkishús standa við Skans- inn, nýja stafkirkjan frá Noregi og húsið Landlyst sem er fyrsta fæðing- arstofnun á íslandi, stofnuð 1848 til að draga úr miklum ungbarnadauða. Ginklofi var landlægur í Eyjum, rak- inn til slæms drykkjarvatns og óþrifn- aðar. Stórkostleg sjónarhorn í útsýnisferð um Heimaey. Hafið er síbreytilegt og brimið við ströndina. í fjöru álengdar eru foreldrar með böm að kenna þeim að hjálpa pysjunum aftur til hafs. Golfvöllurinn við Herjólfsdal er í fögru umhverfi. Ég trúi því alveg að kylfingarnir gleymi stundum að hitta kúluna. Þeir þjálfa sig jafnvel í að skjóta yfir Atlantshafið - ein brautin liggur yfir klettavík! 21

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.