Listin að lifa - 01.10.2002, Page 24

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 24
Klukkan stoppaði á meginlandinu Anna Þorsteinsdóttir missti húsið sitt og bernskuheimili undir hraun en klukkunni tókst að bjarga og íslenska búningnum. Æskuheimili Önnu, Laufás, var eitt fallegasta hús í Vestmannaeyjum. Sagt er að húsið, málað í hlýlegum gulum lit, hafi fallið vel við græn tún og móbrúna klettinn í baksýn. Úr bókinni „Vestmannaeyjar byggð og eldgos". Höf. Guðjón Armann Eyjólfsson. Glæsileiki er yfir húsfreyjunni að lll- ugagötu isb og heimili hennar. Húsið er á einni hæð, en líkist útsýnisturni, myndræn fuglabjörg blasa við úr stofu og eldhúsi. Málverkin á veggj- unum segja margt um uppruna kon- unnar. Svipsterk vangamynd af föður hennar, Þorsteini lónssyni skipstjóra, sem starir fjarhuga út á hafið - tengdur sjónum eins og eiginmaður- inn, |ón Guðleifur Ólafsson, sem var yfirfiskmatsmaður og útgerðarmaður. Anna Þorsteinsdóttir er frá Laufási, einu fallegasta húsi í Vestmannaeyj- um fyrir gos. Anna og Leifi höfðu byggt sér glæsilegt hús í nágrenni við Laufás, eins og systkini Önnu. Alls fóru níu hús Laufásættarinnar undir hraun. Æskuheimilið Laufás og hús þeirra hjóna eru nú aðeins myndir á vegg - en minningin lifir. Á grónu heimili með fögrum munum er ekki að sjá að allt hafi glatast, en glæsilega rauða sófasettið með „póler- aða” útskurðinum var eitt sinn grænt með brunablettum. Sláttur stofuklukk- unnar minnir á hjartslátt tímans, oft er sagt að klukkur séu með sál, svo reyndist rétt með klukku þeirra hjóna. Húsfrúin ber fram kaffi og konfekt. Sest síðan þögui. Hún er búin að búa sig undir þessa heimsókn, búin að búa sig undir að greina frá þeim atburði sem hafði mest áhrif á lífssöguna - og situr enn eins og djúpt sár í hjartanu. „Ég var ekki sofnuð þegar þetta byrjaði, er haldin þeirri áráttu að lesa fram eftir. Skyndilega fannst mér eins og högg komi á húsið. Síðan glamra rúðurnar í forstofunni og þá fara brunalúðrarnir í gang. Ég fer upp á loft, horfi út um glugga á suðurkvisti og hrópa: Guð hjálpi mér, Oddstaðirn- ir hafa sprungið! Leifi kemur til mín og segir: „Þetta er jarðeldur.” Það var undarlegt að ép skyldi vera heima þessa örlaganótt. Eg hafði ætl- að mér, ásamt þremur systrum mínum, 24

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.