Listin að lifa - 01.10.2002, Page 26

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 26
Húsfreyjan sómir sér vel á sínu fagra heimili. Á borðinu stendur Kristsstyttan hennar kæra sem varð höfðinu styttri í jarðskjálftanum 17. júní 2000. Ljósm. 0. Sv.8. miklu verðmætara en áður. Mér þótti vænt um að fá Kristsstyttuna mína. Höfuðið brotnaði af henni í jarð- skjálftanum 17. júní árið 2000, en tengdadóttir mín límdi það svo vel að ekki er að sjá neina misfellu.” Anna strýkur yfir stofuklukkuna sína, 60 ára brúðkaupsgjöf. „Klukkan mín fór að haga sér undarlega eftir að hún kom upp á meginland, neitaði al- veg að ganga! Ég vildi koma henni í viðgerð, en Leifi sagði: „Við skulum sjá hvað hún gerir heima.“ Og viti menn, þá fór hún að ganga og hefur ekki stoppað síðan. Mér þykir svo vænt um þessa klukku, má ekki af henni sjá.” Andrúmið í landi hjá heimilislausu fólki var ekki auðvelt. Önnu fannst erfiðast að upplifa skilningsleysið. „Við héngum í lausu lofti, vissum ekki hvað við áttum að gera. Margir fóru upp á Kambabrún til að horfa á gosið, en ég gat ekki hugsað mér að sjá Vestmannaeyjar brenna.” Anna fór aftur til Eyja 13. júlí. „Yndisleg gola á bryggjunni mætti okkur, en allt var kolsvart nema blessuð sólin. Allar girðingar í kafi svo og kirkjugarðurinn. Við gengum beint af augum að húsinu okkar. Við sáum kvist og alls konar dót sem hafði verið uppi á lofti. Þau sem voru með okkur sögðu þetta vera suðurkvistinn. Leifi fór með höndina inn og dró handklæði út. Þá sáum við að hraunið hafði snúið þakinu og mulið allt undir sig. Ég var treg að fara eftir þessa ferð. I ágúst fór ég aftur út í Eyjar, labb- aði um kaupstaðinn og fékk hlýjar móttökur m.a. hjá Dóru Úlfarsdóttur. Hún var að sópa stéttina og sagði þeg- ar hún sá mig: „Anna mín, gaman að sjá þig. Þú borðar ekki niðri í bát í Vestmannaeyjum, þú borðar steiktan fisk hjá okkur. Komdu aftur heim, þá lagast allt!” Þessu gleymi ég aldrei. Guðleifur og Guðjón tengdasonur okkar voru harðir á því að fara heim með bátinn. Við hjónin fórum því á stúfana að reyna að fá eitt stykki við- lagahús út í Eyjar, en fengum það svar frá Magnúsi bæjarstjóra að búið væri að úthluta öllum húsum. „Ég var heit- reið á þessum tíma, afar ólík sjálfri mér og svaraði því fullum hálsi: - Hvers vegna gerið þið þetta, Magn- ús? Fullt af fólki vill fara heim. Eitt- hvað skrítið, að þið eruð búnir að setja flest húsin niður á mesta jarðskjálfta- svæði landsins! Vissulega var það skrítið, að ekki eitt einasta hús fór til Eyja sem gefið var erlendis frá. En heim fórum við 7. nóvember, eftir níræðisafmæli mömmu 1. nóvember og komum okk- ur fyrir í leiguhúsi. Blessuð mamma talaði aldrei heila setningu eftir að þetta kom fyrir. Margt eldra fólkið fór mjög illa út úr gosinu. Það eru ekki margir sem missa, á einu augnabliki, nágranna sína út um hvippinn og hvappinn og sjá þá kannski aldrei aftur, æskustöðvamar og lautirnar, allt komið undir hraun. Mig dreymir oft að ég sé að labba við Laufás. Sagt er að ef mann dreymi ein- hvern stað, þá sé maður þar. Fallegasti hluti af Eyjunum fór undir hraun. Ég hefði ekki viljað missa af þess- um fyrsta vetri, samheldnin og vinátt- an var svo ríkjandi. Þetta voru þeir hörðustu sem vildu ekki gefast upp.” Anna segist þekkja nokkra sem vilja ekki einu sinni heimsækja Eyjar. „Það er fólk sem ekki er búið að vinna úr sín- um málum. Ég held að við sem snerum aftur, höfum farið betur út úr þessu, en öll erum við með sár á sálinni, þá var engin áfallahjálp. Margir Vestmannaey- ingar geta aldrei unnið úr þessu.” Önnu og Leifa hélst ekki á leigu- húsinu. Eigendurnir, sem ætluðu að búa annars staðar, kunnu ekki við sig og sneru heim. Þá lenti Anna í því að búa í gámahúsi. „Við vorum þó með þak yfir höfuðið, sem var þokkalegt í góðu veðri, en vikurinn rauk inn ef hvessti. í rigningu glumdi svo í þak- inu, að maður varð að hækka í útvarp- inu. Svo voru alltaf gestir hjá okkur sem ég kunni afskaplega illa við. Mýs voru í skúffum og skápum og átu m.a. bestu tertuuppskriftina mína.” Undarlegt að sitja á þessu glæsilega heimili og hlusta á húsfreyjuna segja sína lífsreynslusögu. Hún brosir angur- vært. „Við áttum alltaf falleg heimili og fengum lóð á yndislegum stað, þótt það væri ekki átakalaust. Það átti að ýta okkur öllum sem vildum fara að byggja út í gamla hraun. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu húsi, aldrei verið hrædd eftir að ég flutti aftur heim.” Anna segir að mestu máli skipti í lífinu að eiga góða heilsu og gott fólk að, vera í sátt við sjálfan sig og aðra. „Ég sætti mig við allt hérna, þó mætti vera betri stjórn. Ég er sátt við hvað skaparinn hefur gert - ég er ekki reið út í nýja hraunið eins og margir eru. Ég bið þó til 'guðs,^ að eldgos komi ekki aftur í byggð á Islandi.” <%.Sw.C$>. Lundauppskrift Önnu: Með reyktan lunda er gott að setja maltöl út í vatn- ið, og láta hann rétt malla í 2 >/2 til 3 tíma. Meðlæti er kartöflur, hvít sósa og smjör. 26

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.