Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 28

Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 28
Gauja og Erlendur við burstabæinn sinn, geymsluna fyrir garð- áhöldin. -- zz^s R - Æ iP Gauja í Gaujulundi Rætt vib Gubfinnu Kjartaníu Ólafsdóttur „Þú verbur ab sjá Gaujulund," var sagt vib mig eins og alla ferbamenn sem sækja Vestmannaeyjar heim. Og andstæburnar eru ógleymanlegar; lundur meb litfögrum blómum, grænum litatónum í trjám og grasi - og svart hrauniö í kring. Fyrsta haustlægöin hafbi bariö trjágróöur deginum ábur og vindstyrkur á Stórhöfba náb sér vel upp. Eldri maöur var ab þvo seltuna af trjálaufunum sem voru vindbarin og krumpub. Þetta var Erlend- ur Stefánsson, eiginmabur Gauju. Að berjast við saerok og sjávarseltu er mjög erfitt, hvað þá vikurfok! Ótrúleg þolinmæðisvinna liggur á bak við grænu lautina í hrauninu. Sýnir að mannfólkið gefst ekki upp fyrir nátt- úruöflunum. Ef eldra fólk eins og Gauja 79 ára og Erlendur 82 ára, geta gert þetta, hvað þá með yngra fólk? Gaujulundur vekur aðdáun og for- vitni. Hver er þessi kona? Hvers vegna lagði hún á sig þetta erfiði á efri árum - að skapa blómagarð í úfnu eld- hrauni, þar sem áður var ekki sting- andi strá? Gauja, eins og allir kalla hana í Vest- mannaeyjum, á merkilega lífssögu. „Ég er fædd í Fagradal í Mýrdalnum,” segir hún. „Ég var 27 ára, þegar fyrri maðurinn minn, Ingi Gunnar Stefáns- son, dó frá mér, ársgamalli dóttur og ófæddum syni. Fjórtán árum síðar giftist ég bróður hans, Erlendi. Við eignuðumst þrjá syni á sextán og hálf- um mánuði. Tveir þeirra fæddust sam- tímis og uppfylltu þann óskadraum minn - að eignast tvíbura sem væru spegilmynd hvors annars. Eg ætlaði alltaf að búa í Vík. Fannst ég svo hræðilega innilokuð hérna, eins og á smáskeri. Horfði alltaf á bílana hendast austur með fjöllunum. Mýrdalurinn er mér svo kær. I Fagradal ól ég upp elstu börnin hjá foreldrum mínum til 12 og 14 ára aldurs. En allt breyttist eftir gos - og þegar ég missti annan tvíburann minn. Hann hneig örendur niður á gamla- ársdag árið 2000, aðeins 38 ára. Ég gleymi aldrei hvað við fengum mikla samúð og samhug frá fólkinu hérna. í Eyjum er svo einstaklega gott fólk. Vináttuna og hlýjuna fundum við aldrei betur en þá og getum aldrei nógsamlega þakkað.” Gauja fór fyrst til Eyja 1944 í fisk- vinnu. Þremur árum síðar fór hún að vinna á sjúkrahúsinu og kynntist þar fyrri manni sínum sem hún missir eftir þriggja ára kynni. „Ég segi stundum að ég hafi gert það fyrir dóttur mína að giftast Érlendi bróður hans. Hún saknaði þess svo að eiga ekki pabba. „Viltu giftast honum Ella frænda,” sagði hún oft, en ég vil ekki meina að það ráðið úrslitum,” segir Gauja og horfir ástúðlega á Ella sinn. „Ég flyt 28

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.