Listin að lifa - 01.10.2002, Side 33

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 33
1-2 vikur í landi kom sjóveikin yfír mann í vondu veðri, en við fundum aldrei fyrir vitlausu veðri, bara fólkið okkar í landi sem hafði áhyggjur. Það slasaðist aldrei maður hjá mér, en sjálfur lenti ég í alvarlegu óhappi í hásetatíð minni í Eyjum. Við stefndum á sfld í Hvalfirði þegar skvetta kom á bátinn. Ég tókst á loft og lenti útbyrðis. Suðvestan kaldaskítur og bræla. Maður fyrir borð! Þeir fóru að leita og fundu mig að lokum. Það stóð ansi glöggt, ég var í upphækkuðum klossum og náði bara öðrum af mér, en krókstjaki var settur í strák og hann hífður um borð. Ég var fljótur að hressast á balli í Reykjavík um kvöldið. „Nú er ég 77 ára og hef a&- eins einu sinni lent á sjúkrahúsi, þegar skipt var um mja&marlib. Heilsan er guðs- blessun. Maður gerir ekkert ef hún er ekki í lagi." Hilmar hampar 52 ára sjóferðabók þar sem allar hans sjóferðir eru skráð- ar. „Héma sést að ég kom fyrst til Eyja í febrúar ‘46, þá 20 ára. Fyrsta sjóferðin mín héðan var eftirminnileg. Mér leist ekkert á þegar kallað var til skips. Hávaða norðanrok, 10-12 vind- stig. „Hvers konar villimenn eru þess- ir Vestmannaeyingar?” hugsaði ég á meðan beðið var eftir blússinu, en viti menn! Eftir hálftíma stím út fyrir Bjarnarey var kominn blankasjór, þetta varð blíðuróður. Þá þekkti ég ekki fjallasjóinn við Eyjar.” Hilmar segist hafa lært mikið hjá góðum skipstjórum, eins gott að fylgj- ast vel með, bátar og skip, veiðarfæri og afli sífellt að breytast. „Strax ‘47 var farið að draga úr sfldveiðum fyrir norðan, atvinnan fór minnkandi og tog- arapláss urðu mjög eftirsótt,” segir Hilmar. „Pabbi komst að sem mat- sveinn á nýjan Siglufjarðartogara, en ekki talið ráðlegt að tveir úr sömu fjöl- skyldu fengju svo góða vinnu. Ég var í Reykjavík að leita að togaraplássi, þeg- ar nýi Siglufjarðartogarinn Elliði kom til Hafnarfjarðar. Einn háseti hafði helst úr lestinni og ég fékk plássið.” Hilmar stefndi á meira en háseta- pláss. Hann fór í Stýrimannaskólann og viðhorfin breytast, þegar hann er kominn með stýrimannsskírteini upp á vasann. Fyrsta stýrimannsstaðan er á Hilmi. Næst liggur leiðin í skipstjóra- sætið, Hilmar er fyrst með Gylfa, bát Fiskiðjunnar, í þrjú ár. Þrjár Sæbjargir - 25 ára út- gerð „Síðan fer ég sjálfur í útgerð með mági mínum, Theódór Ólafssyni vél- stjóra. Fyrsta bátinn kaupum við ‘59 og skírum hann Sæbjörgu. Bölvað bras í útgerðinni til að byrja með, ekk- ert trollspil í bátnum! Við gátum ekki keypt trollspil á 100 þúsund kall og áttum í brasi við bankann að fá lán. Við vorum á lúðuskaki. Tvö sumur keyptum við flatfisk á Fáskrúðsfirði, seldum hann í Englandi og fluttum kol tilbaka sem Kaupfélagið á Fáskrúðs- firði keypti. Þetta var bras á 50 tonna pung! Loks fengum við lán fyrir trollspili, en urðum þá fyrir því að óstöðvandi leki kom að bátnum haustið ‘63. Nú var báturinn sokkinn og þá þurfti að gera ráðstafanir. Þá var auglýstur bát- ur á Akranesi, Sigurfari, happafleyta og aflaskip, 67 tonn. Við keyptum bát- inn sem reyndist okkur mikil happafleyta. Það fiskaðist gífurlega mikið á þennan bát, alveg ótrúlega mikið. Eins og það fylgi sumum bát- um að fiskist vel á þá, sama hver er skipstjórinn.” Hilmar lætur lítið yfir sinni skip- stjórn, en á Sæbjörgu tvö er hann afla- kóngur þrjú ár í röð: 1967 og 1968 - og árið 1969 veiðir hann 1.654 tonn, þegar heildaraflinn var 31.5 þúsund tonn. „Þeim fannst það skítt sem voru á miklu stærri bátum, en þetta var blettafiskerí, a.m.k. út af Eyjabankan- um. Aflann get ég ekki þakkað nein- um öðrum en Guði - held að enginn læri að veiða fisk, en að sjálfsögðu verður að fylgjast vel með öllu, helst að vera alltaf vakandi.” Útgerðin gengur svo vel hjá Hilm- ari og Theódóri að þeir fara út í að kaupa stærri bát, Sæbjörgu þrjú, sem smíðuð var til sfldveiða og láta stækka hana í Esbjerg upp í 312 tonn. „Hún var þá orðin loðnu- eða nótaskip sem ég kunni ekkert á. Mitt hlutverk var þá að vera útgerðarstjóri í landi - reddari sem kallað er. Skipið gerðum við að mestu út á loðnu, en alltaf stóð til að ég færi um borð og lærði nótaveiðar. Gjafar og gosárið Gjafar gerðum við út eina vertíð ‘73. Vorum búnir að gera málamynda- 33

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.