Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 36

Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 36
Smíðaverkstæði með stóra sál Litib inn á smíðaverkstæði Sveins Magnússonar trésmíðameistara og smíðakennara Leikfangasmiðja Sveins er ævintýra- heimur. Úr spýtunum spretta brúðu- vagnar og brúðuhús, og vörubílar sem geta sturtað. Engan Cosa sá ég þó hjá honum, en tréstrákurinn gæti leynst í einhverri spýtunni. Sveinn smíðar leikföng eftir pöntunum, en lumar einnig á skemmtilegum kjör- gripum fyrir þá eldri. Sveinn er maður með nógan tíma, opið hjarta og stutt í glettnina. Slík persóna er mikilvæg í hverju bæjarfé- lagi. Ætti í raun að vera borgað fyrir að vera til. Gestir, sem þarf að sinna sérstaklega, eru sendir í kaffi upp á loft hjá „mömmu”. Mamma er eigin- kona Sveins, Sigríður Steinsdóttir. Skyldi fegurra ástarheiti vera til? Hús Sveins að Hvítingavegi 10 gengur undir nafninu Hljómskálinn, en Lúðrasveit Vestmannaeyja byggði húsið 1930. Upphaflega einn salur með bogagluggum og flötu þaki. „Þeir ætluðu að spila uppi á þaki á góðviðr- isdögum,” upplýsti Sveinn. Síðan hafa bæði Sveinn og faðir hans byggt við húsið - og til að bera saman nýja og gamla tímann, lætur Sveinn þess get- ið, að þúsundþjalasmiðurinn Magnús faðir hans hafi fengið 10 króna lán vegna efniskaupa í hús sem hann var að byggja árið 1913, sem bankinn heimtaði ábyrgðarmann fyrir. Hvítingavegur dregur nafn sitt af 2 hvítum steinum sem áður stóðu við vegslóðann. „Hvítingjamir” tveir voru fjarlægðir áður en menn fóru að leggja rækt við sögulegar menjar. Sagt er að þar hafi áður fyrr verið þingstaður Vestmannaeyja. Smíðaverkstæðið er beint inn af gangstéttinni. Sýnishorn af smíðagrip- um í glugga, litrík leikföng og Jf ■ ft jfl ■ \ í B? ■■■' ■ §'■ m n m * 45... m I-1 íi i "‘HÍÉi fíl 1 ií.ý '16 y — '..MxaJtM, i 36 Sveinn í hópi áhugasamra nemenda. Litrík vinnuklæðin sýna að krakkarnir í Vest- mannaeyjum hafa smíðað og málað af hjartans lyst. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. smákamrar með rauðu þaki. Innan- dyra stendur grannleitur maður innan um hefilbekki og smíðatól. Umhverfið allt ber andblæ gamla tímans, vekur upp minningar um smiðinn í þorpinu heima sem tálgaði báta handa lítilli stelpu. „Þetta er bara stelpa sem þú kemur með, Jón,” segir leikfangasmiðurinn. Kannski verða konur stelpur í annað sinn í svona leikfangasmiðju. Hér er margt forvitnilegt. Prentarahillan er eftirsótt undir ýmsa smáhluti, eins og fingurbjargasafn, og fægður kistill er góð eign. „Hvað heitir þetta, góða mín?” segir hann og bendir á litla hliðarhólfið. Löngum þykir gott að eiga eitthvað í handraðanum, segi ég. Stelpan hefur vaxið í áliti. Sveinn dregur fram gestastólinn á verkstæð- inu og býður mér sæti. Sest sjálfur og setur sig í stellingar. Hvers vegna smiður? „Pabbi var smiður og mig langaði svo til að læra að smíða, byrjaði á að smíða mér borð og standlampa þegar ég var strákur. Reyndar ætlaði pabbi að flytja til Ameríku 1911, en var snú- ið til baka í Skotlandi. Þeir fundu ein- hverja augnveiki í honum, sennilega það sem kallað var egypska veikin eða kannski var það vogrís,” og Sveinn bætir við kímileitur, „eins gott, annars hefði ég jafnvel aldrei fæðst eða orðið „káboji” úti í Ameríku!” Nú geysist eldri maður inn á verk- stæðið, greinilega heimagangur hér og svo mikið niðri fyrir að hann sér ekki gestina. „Farðu upp til mömmu, Jói minn, ég er svolítið upptekinn núna,” segir Sveinn. Sissa mamma er „mamma” margra Vestmannaeyinga. Jói lítur homauga á gestinn sem stendur í vegi fyrir morgunsamræðum. „Það er heitt á könnunni hjá mömmu,” segir Sveinn. Kaffið er sárabót og Jói fer. „Þaö er alltaf hægt aö setjast inn til Sveins og spjalla - svo gott aö eiga svona lífsglatt fólk," segir ein vinkona Sveins og Sissu mömmu. Samtalið leiðir í ljós breiðan starfs- vettvang - sveitastörf og sjóvinnu, lögreglu- og þjónsstarf í samkomuhúsi Vestmannaeyja. „Þar var ég reyndar hálfgerður útkastari. Segja má að ég hafi staðið við dyrnar í 10—15 ár. Yfir- leitt sömu krílin sem maður kastaði út!” Sveinn þráöi aö læra aö smíöa, en gekk brösulega aö komast í læri hér heima. Hann haföi heyrt frá vini sínum aö hægt væri aö komast á samning í Danmörku og réö sig því fyrst á bóndabæ á Jótlandi til aö vinna fyrir náminu og læra máliö. „Þar mjólkaði ég kýr þrisvar á dag, byrjaði klukkan 5 á morgnana, og mokaði líka undan svínum. Þetta var vorið 1939. Um haustið réðust Þjóð- verjar inn í Pólland. Þá hringdi vinur minn í mig og hafði áhyggjur af þess- um málum, sem ég hafði lítið heyrt um eða velt fyrir mér. Hann sagði mér að Esjan, sem var nýbúið að hleypa af stokkunum, væri á heimleið, hvort ég ætlaði ekki með? Auðvitað fór ég, reyndar kauplaus eftir sumarið. Ég var bara 17 ára. Danir borguðu víst ekki fjósamönnum fyrr en þeir eru orðnir 18 ára! Reynsla mín við sveitastörf var lítt metin, en valllendi og þýfi barði ég m.a. 14 ára sumarið mitt. Þá var besta hvíldin við hverfissteininn þegar maður var að dengja ljáinn. Upphaflega fór ég til sjós 15 ára á reknet og færaskak. Reyndar var ég líka á sjó eftir hjónabandið. Ég hóf störf í Lögreglunni í Vestmannaeyjum árið 1955 og var lögregluþjónn í 12 ár sem var mikil reynsla. Sissa mamma er frá Múla í Vestmannaeyjum. Við giftum okkur 1945 og höfum staðið saman í blíðu og stríðu síðan, aðallega í blíðu. Strákarnir okkar urðu fjórir, Steinn, Ma^gi, Siggi og Biggi, mikið barnalán. Eg var kyndari á togara á leið frá Grimsby, þegar von var á öðru barninu - og áttaði mig strax þegar loftskeytamaðurinn kallaði niður í vélarrúm, að nú væri Magnús Sveins- son kominn til Eyja! Stelpurnar skiluðu sér á endanum í barnabörnunum”. Ekki þarf að spyrja að því, að auðvitað fá barnabörnin sérsmíðuð leikföng frá afa. Nú er Sveinn lærður húsgagna- smiður með innrammað meistarabréf uppi á vegg, en hann fór að læra smíð- ar fljótlega eftir heimkomuna frá Dan- mörku hjá Ólafi Adolf Granz. Yngri Vestmannaeyingar, sem nú eru að ala upp börnin sín, þekkja hann vel. Hér var hann smíðakennari í barnaskólan- um í 23 ár. „Það voru skemmtilegustu ár ævi minnar,” segir Sveinn með 37

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.