Listin að lifa - 01.10.2002, Side 38

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 38
Sveinn og Sissa mamma á dansleik í Eyjum. sannfæringarkrafti, „en nemendur mínir sýna mér best, hvað tíminn líður fljótt.” Já, Sveini finnst skrítið að sjá litlu krakkana sem hann var að kenna vera orðna foreldra - jafnvel með stálpuð börn. I þeim töluðu orðum gengur ung móðir inn á verkstæðið með litla stelpu. Augu telpunnar stækka við að sjá rauðmálaða brúðuvagninn og stóra brúðuhúsið. í öllu leikfangaflóði nú- tímans snerta þessi handsmíðuðu leik- föng ákveðinn streng. Þau eru eftir- mynd fyrstu íslensku leikfanganna. Brúðuvagninn gæti verið stofuprýði með gönilu brúðunni hennar ömmu, arflegð, mann fram af manni. „Smíðar þú klemmukassa?” spyr konan? „Ég er alltaf að ágirnast klemmukassann hjá vinkonu minni sem hún smíðaði hjá þér. Við stelp- urnar vorum alltaf að heimta að fá að læra að smíða hjá þér, en fengum það aldrei.” Konan snýr sér að mér og segir á- búðarfull: „en við undirbjuggum jarð- veginn! Stelpurnar á eftir mér fengu að smíða hjá Sveini.” Sveinn lofar að klemmukassinn skuli líta dagsins ljós innan tíðar. Konan fer brosmild út, en sú litla á erfitt með að slíta sig frá glugganum. Af hverju skyldi Sveinn hafa byrjað að smíða leikföng? „Ég hætti að kenna ‘91. Engin vinna og engin eirð í mínum beinum. Ég keyrði stefnulaust um bæinn eða glápti á sjónvarpið. Svo þegar ég ætl- aði að fara að mála verkstæðið hérna, varð allt vitlaust að gera. Fyrst pant- aður brúðuvagn - og síðan koll af kolli.” Sveinn lætur í veðri vaka að smíðin gefi ekki mikið í aðra hönd, en ánægj- an sé margföld. Ekki allir kennarar sem geta haft svona gott samband við nemendur sína og afkomendur þeirra. Lífslist útiverunnar: „A smíða- verkstæðinu í skólanum voru engar ryksugur, en 200 krakkar mættu til mín yfir vikuna. Maður var fullur af ryki þegar upp var staðið. Þá var mik- ill léttir að skella sér inn í Herjólfsdal og vera smástund með sjálfum sér.” Einn fegursti golfvöllur landsins blasir við sjónum frá Fjósakletti, enda fór svo að Sveinn ánetjaðist golfinu. „Ég byrjaði í golfi 60 ára. Hvílíkar stundir sem félagsskapurinn hefur gef- ið mér - mörg ár! Nú förum við félag- arnir í „Svarta genginu” næstum því á hverjum degi þegar veður leyfir. Hér get ég gengið út á golfvöll hvenær sem er. í Reykjavík þarftu að panta tíma. Golfklúbburinn hér gerir vel við 38

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.